Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 19

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 67 Greinargerð: Fæðingarheimilið var stofnsett árið 1960 af Reykjavík- urborg að tilhlutan Bandalags kvenna í Reykjavík. Heim- ilið leysti þá mikinn vanda, sem skapast hafði í borginni vegna skorts á rými fyrir verðandi mæður, og má segja að neyðarástand hafi ríkt í aðstöðu til fæðingarhjálpar. Fæðingarheimilið bar ekki aðeins gæfu til þess að tryggja ásamt Fæðingardeild Landspítalans öllum konum pláss á fæðing^stofnun sem þess þurftu með, heldur var stofnunin frumkvöðull með ýmsar nýjungar í fæðingar- hjálp og mæðravernd. Ekki alls fyrir löngu var Fæðinga- heimilið stækkað og þar bætt stórlega öll aðstaða til fæðingarhjálpar og umönnunar kvenna í sængurlegunni. Nú eru þar 30 rúm fyrir sængurkonur — þar af 4 fæðingarrúm. Síðastliðið ár voru þar 750 fæðingar, en á fæðingadeild Landspítalans voru 1872 fæðingar. Sérstök ástæða er til að geta þess, að dánartala ung- barna hér á landi er ein hin lægsta í heiminum, ca 16% á öllu landinu, en ca 3% á Fæðingarheimilinu eða þótt 1/3 þeirra kvenna er þar fæða séu frumbyrjur. Á aðalfundi Bandalags kvenna í nóv. 1968 var einróma samþykkt tillaga sem send var öllum alþingismönnum og skorað á heilbrigðisyfirvöld að hefja án tafar undirbúning að byggingu kvensjúkdómadeildar við Fæðingadeild Landspítalans, þar sem skapast hafði hróplegt neyðar- ástand í þeim efnum, þannig að konur með illkynja kvensjúkdóma þurftu að bíða langan tíma eftir sjúkrahús- dvöl eða aðgerðum. Þessari samþykkt var sterklega fylgt eftir af kvennasamtökunum í landinu og hlutu þau liðstyrk ýmissa góðra manna innan þings og utan. Nýja kvensjúkdóma- og fæðingardeildin var formlega tekin í notkun árið 1976 og er hún hin glæsilegasta stofnun, vel búin og með vel menntað fólk til þjónustu. Gengir deildin mikilvægu hlutverki sem slík, auk þess sem hún er kennslustofnun. Nú hafa mál þróast svo, að Fæðingardeildin er yfir- keyrð á kostnað kvensjúkdómasjúklinga og bið kvenna eftir plássi frá 6 mán. upp í ár, þurfí þær aðgerða með og biðin er nú lengri en fyrr. Af þessu er ljóst að vandamálið

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.