Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 21

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 69 sendi þessu félagi að gjöf litla mynd frá Þingvöllum eftir Asgrím Jónsson. Á þessum sama stjórnarfundi hafði Hulda Jensdóttir verið kjörin frá íslandi í stjórn norræna ljós- mæðrasambandsins. En næsti fundur stjómarinnar verður haldinn á fslandi, þ.e.a.s. vorið 1980. Nú stendur fyrir dyrum Norðurlandamót ljósmæðra og verður það haldið að þessu sinni í Osló dagana 13.—15. júní n.k. Þar mæta tveir fulltrúar fyrir félagið, Hulda Jensdóttir, sem er í stjórninni, og mun hún mæla fyrir hönd félagsins í panelumræðum, sem fulltrúar Norðurlandanna taka þátt í, 1 frá hverju landi, og Kristín I. Tómasdóttir og flytur hún skýrslu stjórnar. Þessir ágætu fulltrúar fara með fríðu föruneyti, því aðrir þátttakendur eru 14 talsins. 2 ljósmæður frá Akureyri, 3 frá Hafnarfirði, 2 frá Akranesi og 7 frá Reykjavík. Kjaramál Kjaramálin hafa mikið verið til umfjöllunar. Það mun samdómaálit þeirra er gerst þekkja, að L.M.F.Í. hafi eftir ástæðum komið vel út í síðustu kjarasamningum, en þó að samningar séu á sinn hátt skýnr, þá skapar það æði víða vandamál í kjaramálunum, hvað ljósmæður eru víða með sérsamninga og mjög afbrigðilega vinnuskyldu. Með þetta í huga og fengna reynslu, þá sendi formaður bréf til forráðamanna sjúkrahúsa heilsugæslustöðva og for- mönnum bæjarstarfsmannafélaga dagsett 2. nóv. 1978 og undirritað af formanni L.M.F.f. og fulltrúa B.S.R.B., Baldri Kristjánssyni. Þetta bréf átti og virðist hafa í reynd stutt ljósmæður mjög við að leita réttar síns í kjaramálunum á fæðingarstofnunum út um land. Bréf þessu viðvíkjandi birtist áður í blaðinu. Þá hafa ljósmæður, sem vinna við hjúkrunarstörf á Elliheimilinu Grund, skýrt stjórn félagsins frá því, að þær telji túlkun félagsins og fulltrúa B.S.R.B. í bréfi dags. 02.11.78 um, að ljósmóðir sem vinni ein á vakt og þar af leiðandi ein ábyrg fyrir ljósmóðurstörfum, að henni beri

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.