Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 24

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 24
72 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ upphæð, sem veitt er nú samkvæmt síðustu fjárlögum. Erfitt er að sætta sig við, að þeir aðilar úr elstu stétt íslenskra kvenna í opinberu starfi, er gegnt hafa svo mikilvægum störfum sem ljósmæðrastörf eru og ekki síst voru við hinar örðugustu aðstæður í hinum dreifðu byggðum landsins, þurfi á efri árum að standa frammi fyrir slíku vanmati þjóðfélagsins á lífsstarfi sínu. Virðingarfyllst, Steinunn Finnbogadóttir, formaður. Til fjárveitinganefndar ALÞINGIS Það er mikið ánægjuefni að segja frá því hér, að þarna áttu hlut að máli 32 ljósmæður og varð fjárveitinganefnd við þessari beiðni félagsins, þannig að nú eru öll þessi nöfn inni á fjárlögum ársins 1979 og þeim veitt hverri fyrir sig 190 þúsund krónur á ári og greiðist sem lífeyrir mánaðarlega. Upphæðin, sem þarna er um á ræða, eru rúmar 6 milljónir króna. Þetta þýðir áframhaldandi greiðslu á fjárlögum. Þessi greiðsla er komin til framkvæmda frá síðustu áramótum. Ýmis bréf og fyrirspurnir bárust félaginu m.a. frá Kvenfé- lagasambandi Islands, Bandalagi kvenna í Reykjavík, Land- vernd, B.S.R.B. og einstökum ljósmæðrum víðs vegar um land, svo og bréf frá Sigurði Magnússyni próf. og Gunnari Biering, barnalækni. Öll þessi mál voru rædd einu sinni eða oftar á stjórnarfundum og formanni falið að svara viðkom- andi aðilum. Ljósmæðratalið hefir verið öðru fremur í brennidepli hjá félaginu og til umfjöllunar á öllum stjórnarfundum, auk þess sem ritnefnd og formaður hefir á síðasta starfsári haldið 25 fundi. Hin mörkuðu spor voru, að ritið kæmi út á afmælisár- inu 1979 og bæri heitið Ljósmæður á íslandi. Verkinu stýrir Björg Einarsdóttir og auk þess hefir Helga Þórarinsdóttir, sagnfræðingur, ritað 60 ára sögu L.M.F.Í.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.