Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 27

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 75 kostnaðar. Kaupverðið var kr. 4,5 milljónir, félagið sjálft hefur þegar greitt 2,8 milljónir af kaupverðinu. Sótti stjórnin um styrk til kaupanna úr Félagsheimilasjóði, sem er á vegum menntamálaráðuneytisins og í ágústmánuði s.l. kom staðfesting frá ráðuneytinu um, að Félagsheimilasjóður hefði veitt L.M.F.Í. kr. 1.000.000.00 — einamilljónkróna —, úr sjóðnum. Þessi fjárupphæð var veitt sem óafturkræft framlag og greiðist þannig, að greiðslur mæta afborgunum af veð- skuld að upphæð — einamilljónkróna —, sem greiðist á fjórum árum með gjalddaga í september ár hvert. Eftirstöðvar kaupverðs auk áðurnefndrar veðskuldar sem sjóðurinn greiðir, eru kr. 700.000 — sjöhundruðþúsund —, sem greiðist á 4 árum með gjalddaga 1. mars. Með þessar niðurstöður í huga lítur stjórnin svo á, að þessum húsnæðis- kaupum sé borgið. Störf fjáröflunarnefndar Efnt var til fjáröflunar með markaðssölu á Lækjartorgi 3. nóvember s.l., þar var seldur ýmis varningur sem félagarnir gáfu, m.a. kökur svo og margt fallegrar vöru, sem ljósmæð- urnar höfðu bæði prjónað og saumað. Það var einkar ánægjulegt hve margar ljósmæður lögðu sitt lóð á vogarskál- ina. Fjáröflunin gekk mjög vel og skilaði kr. 220.000.00 í hagnað. Ekki var staðar numið en hins vegar efnt til markaðssölu öðru sinni 15. des. og byggð upp á líkan hátt og sú fyrri — ágóði varð kr. 150.000.00. Þessir peningar runnu að mestu til afborgana af eigninni að Hverfisgötu 68a. Gjöf frá stofnendasjóði Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, sendi félaginu að gjöf kr. 250.000.00 f.h. Stofnendasjóðs Grundar. Þetta er í fjórða sinn, sem hann sýnir félaginu virðingu og vinsemd með

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.