Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 30

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 30
78 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ vansæmd, sem ljósmæður skipaðar í umdæmi hafa orðið að þola, enda þótt um sé að ræða elstu stétt íslenskra kvenna í opinberu starfi. Umdæmisljósmæður eru enn ekki viðurkenndir ríkis- starfsmenn, þó eru þær embættismenn ríkis og sveitarfé- laga. Árið 1976 var samþykkt breyting á ljósmæðralögunum. f fyrstu grein laganna segir m.a.: Laun skipaðra ljós- mæðra skulu ákveðin með kjarasamningi eða af kjara- dómi á sama hátt og laun opinberra starfsmanna, sbr. lög nr. 55 28. apríl 1962. Fjármálaráðuneytið hefur ekki enn viðurkennt gildi þessara laga. f úrskurði kjaranefndar um sérsamninga fjármálaráð- herra og Ljósmæðrafélags íslands 1976 segir m.a. að störfum ljósmæðra, sem skipaðar eru í umdæmi skv. ljósmæðralögum nr. 17/1933 með áorðnum breytingum, skuli raðað í launaflokka skv. 1 gr. aðalkjarasamnings, þannig að ljósmóðir, sem skipuð er í umdæmi skuli taka laun skv. sama launaflokki og ljósmóðir á fæðingadeild. Þennan úrskurð kjaranefndar viðurkennir fjármála- ráðuneytið ekki heldur. f framhaldi af viðræðum við yður um erindi þetta og í trausti á skilning og velvilja yðar, herra fjármálaráðherra, vænti ég þess að fá að heyra málalok sem allra fyrst, helst fyrir 2. maí 1979, en þann dág heldur ljósmæðrafélag íslands aðalfund og hátíðlegt 60 ára afmæli sitt. Með vinsemd og virðingu, Steinunn Finnbogadóttir, formaður Til fjármálaráðherra, herra Tómasar Árnasonar, Arnarhvoli, Reykjavík.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.