Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 33

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 81 Minning Oddný Árnadóttir Esjubergi Kjalarnesi Oddnýju ljósmóður fylgdi reisn hvar sem hún fór og einnig var hún hvers manns hugljúfi. Oddný lést 2. ágúst s.l. níræð að aldri. Árið 1921 er Oddný var innrituð í Ljósmæðraskólann hafði verið gengið hart að henni af heimamönnum í Kjalarneshreppi að læra ljósmóðurfræði og taka við um- dæminu, sem þá var ljósmóðurlaust. Þessum mönnum var ljóst, að til þessa ábyrgðarstarfs þurfti — kjarkmikla, hrausta og skapfasta konu, en þessum kostum var Oddný búin. Að loknu námsárinu 1922 tók hún við ljósmóðurumdæmi í Kjalarneshreppi og gegndi því embætti í nær því hálfa öld, eða í 48 ár. Nú þegar Ljósmæðrafélag íslands sér á bak Oddnýju Árnadóttur kveður það góða og farsæla ljósmóður og einn af sínum bestu félögum. Félagsmálaáhugi hennar var mikill og mun hún hafa setið nær því alla aðalfundi félagsins — ljósmæðrum fannst hið rétta svipmót ekki komið á félags- fundi fyrr en Oddný var mætt, reisuleg með bjartan og virðulegan svip klædd sínum íslenska þjóðbúningi. Á sextíu ára afmælisfundinn á s.l. vori gat hún ekki komið vegna veikinda og var hennar sannarlega saknað. Ljósmæðrafélag íslands gerði Oddnýju að heiðursfélaga sínum árið 1969. Nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Ljósmæðrafélags íslands þakka henni gæfuríkt lífsstarf og kveð hana með mikilli virðingu. Steinunn Finnbogadóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.