Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 34

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 34
82 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Félagsfréttir Að norðan 30. júní var deildafundur á Akureyri haldinn af Norður- landsdeild og Austurlandsdeild. Fundinn sóttu ljósmæður víðs vegar af norður- og austurlandi. Formenn deildanna, Margrét Þórhallsdóttir, Akureyri og Guðlaug Sveinsdóttir, Egilsstöðum, höfðu framsögu, en fundarefni var starfssvið ljósmæðra og kjaramál. Samkvæmt ósk komu á fundinn Steinunn Finnbogadóttir, formaður L.M.F.I. og Baldur Kristjánsson, fulltrúi hjá B.S.R.B. Umræður urðu miklar og ýmiss fróðleikur kom fram. Formaður tók þátt í umræðum og þakkaði formönn- um deildanna þetta framtak. Fundurinn var vel undirbúinn og vel sóttur. Fréttatilkynning frá Suðurnesjadeild 2/10 1979. t Suðurnesjadeild Ljósmæðrafélags Islands hélt aðalfund sinn 27/9 ’79, í Tjarnarlundi í Keflavík. Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum er tilgangur deildarinnar a) að gæta hagsmuna ljósmæðra í hvívetna og efla sam- heldni og stéttartilfinningu. b) að glæða áhuga ljósmæðra fyrir öllu því, er að starfi þeirra lýtur. c) að stuðla að bættri mæðravernd og fæðingarhjálp á Suðurnesjum. Deildin hefur haldið tvö fræðsluerindi á árinu. Prófessor Sigurður S. Magnússon flutti erindi um geðræna hlið meðgöngu og Guðmundur Jórmundsson barnalæknir flutti erindi um sýkingar og öndunarörðugleika nýbura. Þá hefur deildin leitað eftir samstarfi við stjórn Heilsugæslustöðvar

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.