Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 35

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 35
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 83 Suðurnesja um að komið verði á fræðslu og slökunarnám- skeiðum fyrir þungaðar konur á svæðinu. Aðalfundurinn gerði eftirfarandi ályktanir: Fagnar því að Suðurnesjamenn skuli njóta sérfræðiþjónustu, á flestum sviðum heilsugæslu. Fundurinn telur að mæðra- og ung- barnavernd sé mjög til fyrirmyndar, að því undanskyldu, að á vantar ungbarnaeftirlit í heimahúsum. Þá sé nauðsyn á slökunar- og fræðslunámskeiðum fyrir verðandi mæður. Hin ályktunin var á þá lund að fundurinn lýsir furðu sinni á þeirri ráðstöfun að fella niður endurgreiðslu á tannviðgerðum til þungaðra kvenna og telur að þessi ráðstöfun sé byggð á skilnings- og þekkingarleysi. Enn fremur vill fundurinn benda á að aðrar Norðurlandaþjóðir bæta mjög þjónustu við þungaðar konur bæði í barnafræðslu og beinum fæðingjarstyrkjum. Félagsfundur haldinn 2. október 1979 að Hallveigarstöðum Fundurinn var sérstaklega tileinkaður nýútskrifuðum ljósmæðrum. Fundinn sátu 85 ljósmæður. Formaður setti fundinn kl. 20.45, ávarpaði nýju ljósmæð- urnar nokkrum orðum og bauð þær velkomnar í félagið og til starfa. Sagði hún meðal annars: „Menntun ljósmæðra er hin mikilvæga undirstaða til starfsins, en sterk ábyrgðartilfinning og virðing fyrir starfinu þurfa að haldast í hendur ef vel á að fara. Þó tækni aukist og tímar breytist þá verður ábyrgð ljósmóðurinnar alltaf mikil og gildi þess að vera alltaf heill og sterkur mun einnig vara.” Gerði hún að einkunnarorðum sínum — til ungu ljósmæðr- anna — ljóðið „Virtu sjálfan þig hátt”, eftir Gunnar Dal. Að lokum sagði formaður, „Osk mín og von er sú að íslenskar ljósmæður haldi ávallt á lofti því merki er for- mæður okkar í stéttinni hafa gert með manndómi, dugnaði og fórnfýsi.” Afhenti hún síðan hverri fyrir sig lög félagsins, ritið „Ljósmæðrafræðsla og Ljósmæðrastétt á Islandi” eftir Sigur-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.