Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 37

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 37
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 85 Að loknu máli sínu, sótti Eva Einarsdóttir um að gerast fullgildur félagi í Ljósmæðrafélagi íslands, og að félagið sæi um að semja um laun sín sem kennara við Ljósmæðraskóla Islands. Til máls tóku Hulda Tensdóttir, María Björnsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir. \ málflutningi þeirra kom fram, að með námsskrá þessari, sem Eva kynnti, væri mikil hætta á að hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Islands, yfirtækju með tímanum sum störf ljósmæðra, einkum á heilsugæslustöðv- um, við mæðraskoðun og foreldrafræðslu. Eftir nokkrar umræður um málefnið, gerði formaður að tillögu sinni að fela Evu Einarsdóttur og Mattheu Ólafsdótt- ur að ganga á fund prófessors Sigurðar Magnússonar skólastjóra Ljósmæðraskólans og ræða við hann um náms- skrána og kynna sér hvað fyrirhugað er með námsefninu. Mun stjórnin síðar ræða þetta mál þegar fyrir lægju nánari upplýsingar og fylgja málinu eftir við rétta aðila en fyrir liggur, að ljósmæður einar hafa réttindi til mæðraskoð- unar. Sólveig Þórðardóttir, formaður Suðurlandsdeildar, sagði frá aðalfundi í deildinni, ályktunum og fréttatilkynningu, sem fundurinn samþykkti. Alyktun aðalfundar Suðurnesjadeildar Ljósmœðrafélags tslands, 27/9 ’79. Beindi hann þeim tilmælum til Ljósmæðrafélagsins að það hlutist til um að fjölskylduáætlun verði verksvið ljósmæðra hér á landi, eins og alþjóðasamþykkt ljós- mæðra segir til um. Telur fundurinn nauðsyn á nám- skeiðahaldi fyrir þær ljósmæður, sem ekki hafa notið kennslu þar að lútandi, þá telur hann það fagnaðarefni, að Ljósmæðraskólinn skuli nú útskrifa ljósmæður, sem hafi fengið kennslu í þessari grein. Þó telur hann nauðsyn á að hún veri efld frá því sem nú er. Fundurinn bendir á að ungbarnaeftirlit er starfssvið ljósmæðra, samkvæmt alþjóðasamþykktinni, en sé orðið starfssvið hjúkrunarfræðinga. Að lokum þakkaði formaður ljósmæðrunum góða fundar- setu og umræður um mikilvægt málefni stéttarinnar. Var síðan fundi slitið. Sigurbjörg Guðmundsdótlir, fundarritari.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.