Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 42

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 42
90 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ljóð — Þórhildur Sveinsdóttir Hugsað heim Hvort man ei laut og lækur hvar litlir fætur tróðu, þá langaði út í heiminn og keldu og síki óðu, já, dásamlegt var vorið og gleymt því enginn getur það gægist út úr rökkrinu og skýrist alltaf betur. Og manstu er reykinn lagði upp frá lága burstabænum þá bakaði hún mamma, eða flóaði mjólkurdropann; en kýrnar fegnar úðuðu í sig ilmgrösunum vænum, svo ánægðar að kvöldi þær færðu börnum sopann.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.