Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 45

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 45
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 93 Taka mæðraskrár: Félagssaga. Fengið er fullt nafn, fæðingardagur og ár, nafnnúmer, lögheimili, dvalarstaður, ef annar er og sími hjá viðkomandi konu. Staða konunnar er skráð, ríkisborgararétt- ur og trúarfélag. Einnig er hjúskaparstétt skráð, svo og hvort konan er í sambýli eður ei. Tekið er niður nafn barnsföður/maka, nafnnúmer hans, fæðingardagur og ár, og einnig staða hans, ef konan gefur það upp. Á þessu má ráða félagslega aðstöðu konunnar í þjóðfélaginu, og er þá hægt að miða félagslega aðstoð og ráðleggingar við það. Fjölskyldusaga konunnar: Spyrjast þarf fyrir um sjúkdóma í ætt svo sem sykursýki, háþrýsting o.fl. Fjölskyldusaga tekur yfir spurningar um sjúkdóma nánustu ættingja, vanskapanir í ætt, og afbrigðilegar fæðingar. Einnig tekur hún yfir tvíbura í ætt konunnar. Heilsufarssaga. Nauðsynlegt er að vita um fyrri sjúkdóma í hjarta, lungum og nýrum. Einnig þarf að fá vitneskju um æðasjúkdóma, svo sem háþrysting o.fl. Einnig tekur heilsufarssaga yfir sýkingar, svo sem rauðu hundana, fengnar blóðgjafir, sérstaklega rhesus neikvæðar konur; hvort konan hafi verið eða sé á sérstakri lyfjameðferð. Spyrjast þarf fyrir um fyrri aðgerðir, sérstaklega á innri kynfærum og kviðarholi. Einnig þarf að athuga hvort vansköpun sé á grind, meðfasdd eða eftir slys. Mjög nauðsynlegt erað vita hvort konan sé haldin einhverjum sjúkdómi, svo sem flogaveiki. Einnig þarf að fylgja vitneskja um ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum, ef um það er að ræða. Fœðingarsaga: Tekin er niður dagsetning fyrri fæðinga, fæðingarstaður, lengd meðgöngu og gangur fæðingar. Einnig er fengið kyn barnsins eða barnanna, þyngd þeirra, núverandi heilsa og lengd brjóstagjafar. Ef barn hefurdáið, er tilgreind dánarorsök þess og aldur þess við lát. Einnig er afbrigði fæðingar tilgreint, og getur það gefið ábendingu um frekari rannsóknir og ákvörðun á fæðingaraðferð. Fósturlát eru einnig skráð, hvenær konan missti fóstur og hve langt hún var gengin þá. Áherslu ber að leggja á eftirfarandi: Langvarandi ófrjósemi. Getur bent á litningagalla hjá öðru eða báðum foreldrum. Einnig getur verið um sköpulagsgalla á kynfærum. Þaraf leiðandi eraukin hætta á utanlegsfóstri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.