Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 48

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 48
96 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Erfiðarfœðingar. Mjög erfiðar og langdregnar fæðingar, sem endað hafa með sogklukku eða töng, geta bent á misræmi milli fósturs og grindar eða of litla grind. Einnig getur einhver önnur fyrirstaða hafa valdið þessu, sjá afbrigðilegar stöður. Fyrirsœt fylgja. Meiri tíðni er á fvrirsætri fylgju hjá konum, sem fengið hafa fyrirsæta fylgju áður. Getur leitt af sér afbrigðilega stöðu. Ónauðsynlegt er að greina það áður en konan er komin í fæðingu t.d. með sonar, eða röntgenmynd. Á ðurfœtt tvíbura. Talið vera að einhverju leyti ættgengt. Leg- og kviðveggur togna mikið á tvíburameðgöngu. Það getur síðar orsakað afbrigðilegar stöður og einnig dystocia uteri. Föst fylgja áður. Léleg starfsemi legs er oftast orsök fastrar fylgju, eða inertia uteri. Athuga þarf þetta í fæðingu. R h esus-ósamrœm i. Ef ósamræmi er í rhesus-blóðflokkum foreldra, þ.e. að móðir sé Rh—, og faðir Rh+, þarf að fylgjast vel með mótefnamyndun í blóði móðurá meðgöngu. Fyrirburðarfœðingar. Athuga þarf vel, hvort einhver orsök var fyrir fæðingu fyrir tímann, svo sem sykursýki hjá móður, pre-oclampsia, cervix insufficiens o.fl. Gangsetning fœðingar. Hver var ábending fyrir gangsetningu. Var það postmaturitas sjúkdómar hjá móður, hættuástand hjá fóstri eða eitthvað annað. Placenta insufficiens (Fylgjuþurrð). Var orsök fylgjuþurrðar hypertensio, pre-eclampsia, nýrnasjúkdómar, æðasjúk- dómar eða sykursýki hjá móður? Eða fannst einhver önnur orsök fyrir fylgjuþurrð? Cervix insufficiens. (Slappur legháls). Fylgjast þarf vel með þeim konum á meðgöngu, því þeim er mjög hætt að missa fóstur, er fer að líða á meðgönguna. Það getur þurft að setja upp cerclage saum í cervix. Abortus provocaius. (Fóstureyðing). Fóstureyðing áður, getur orsakað cervix insufficiens síðar meir, vegna útvíkkunar leghálsins.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.