Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 50

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 50
98 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Læknir hlustar hjarta og lundu konu. Einnig athugar hann hvort konan hafi bjúg á fótum, höndum eða í andliti. Bjúgur getur bent á byrjandi pre-eclampsiu. Blóðþrýstingur er mældur hjá konunni liggjandi. Ef hann er 140/90 eða meiri,er konan látin hvíla sig og blóðþrýstingur síðan mælduraftur. Ytri skoðun. Hæð legbotns er mæld frá efri brún synphysis. Mælt er ummál kviðar. Einnig er hlustað eftir fósturhljóðum eftir 20. viku. Innn þreifing. Athugað er hvort stærð legs svari til dagsetningu síðustu tíða, hvernig portio lítur út og hvort cervix sé eðlilega langur og lokaður. Athugað er hvort náist upp í promontorium, þ.e. hvort grindin virðist eðlilega stór. Blóðrannsóknir. Nauðsynlegt er að vita blóðflokk konunnar, sérstaklega rhesus-flokk. Ef engin blóðflokkun hefur átt sér stað, eða er eldri en 10 ára, við fyrstu skoðun og sent til blóðflokkunar. Einnig er rannsakað fyrir mótefni gegn rauðum hundum, hae- moglobinmagni blóðs og hæmatocrit ef konan er blóðflokkuð. Á göngudeild Landspítalans eru konur yfirleitt settar strax á járn og vítamín, þó blóð sé eðlilegt. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, vegna þess að fylgjan og fóstrið taka til sín járn og einnig missir konan blóð í fæðingunni. Heildarblóðmagn vanfærrar konu eykst vegna aukinnar súrefnisþarfar, svo og stækkunar á æðabeði líkamans. Blóðvökvi eykst um 40—50%, en rauð blóðkorn aðeins um 25%. hæmoglobin lækkar því eðlilega á meðgöngu, þó heildarmagn aukist í líkamanum. Hæmatocrit laskkar um u.þ.b. 15% á meðgöngu. MGHC breytist ekki. Einnig er blóðið rannsakað fyrir lues-sýkingu og mótefni fyrir rauðum hundum. Sýking af rauðum hundum á fyrstu mánuðum meðgöngu veldur fósturskemmd- um. Fylgjast verður með mótefnahaskkun í blóði vanfærra kvenna, sem ekki hafa næg mótefni fyriref grunurer um nýja sýkingu. Lues veldur sýkingu á fóstrinu eða intra-uterin dauða, en bakterían kemst ekki yfir fylgjuna fyrr en eftir 20. viku. Hægt er að koma í veg fyrir sýkingu á fóstri með lyfjagjöf á meðgöngu. Blóðsýni er tekið ef spurning er um sýkingu af völdum herpæs simplex, cytomegalovirus, toxoplasmosis og listeriu. Þvagrannsóknir. Fengið er þvag til almennrar þvagskoðunar og rannsakað fyrir eggjahvítuefni og sykri í þvaginu. Við nasstu komu er tekið þvag til sýklarannsóknar (Uricult) og fá konurnar leiðbeiningar þar að lútandi. Talið er að 6% vanfærra kvenna fái einkennalausa sýklamigu. Sé ekkert að gert, fá 25% af þessum konum bráða nýrnaskálabólgu. (pyelonephritis acuta) síðar á meðgöngu eða í sængurlegu. Fái konan viðunandi meðferðer talan 2,6%.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.