Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 51

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 51
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 99 Seinni skoðanir. Eðlilegt er að konur komi í skoðun á fjögurra vikna fresti fram til 26.— 28. viku, síðan aðra hverja viku fram til 36. viku meðgöngu og síðan vikulega þar til konan fæðir. Þyngd. Ávallt er þyngd konunnar mæld, til að fylgjast með þyngdaraukningu. Þyngdar- aukning er minnst fyrstu 10—12 vikurnar, en nokkuð jöfn upp frá því. Hún á að vera ca. 300 gr. á viku. Ef kona þyngist um meira en 2 kg á viku, á að leggja hana inn. En ef kona þyngist um meira en 600 gr. á viku, þarf að fylgjast náið með henni. Of mikil þyngdaraukning getur verið óeðlileg vökvasöfnun í líkamanum. 40% kvenna fá bjúg á meðgöngu, einkum á fætur, sem stafar af auknum blóðþrýstingi og æðaútvíkkun. Af þessum 40%, fær 1/3 kvennanna einnig bjúg í andlit og hendur, sem gæti verið byrjandi pre-eclampsia. 10% af konum með bjúg fá preæclampsiu. Ytri skoðun. Mæld er hæð legbotns frá efri brún symphysis, strax og hægt er að greina legbotn vel. Einnig er mælt mesta ummál um kvið konunnar. Nauðsynlegt er að greina hvort ummálsaukning konunnar samsvari meðgöngulengd. Of mikil ummálsaukn- ing getur bent á hydramnion, molu eða fleirburameðgöngu. Of lítill vöxtur eða enginn getur bent á fylgjuþurrð, oligohydramnion eða foetus mortuus. Einnig er þreifað eftir stöðu fósturs á seinni mánuðum meðgöngu. Á síðustu vikum meðgöngu er athugað hvort fyrirsætur fósturhluti er skorðaður í grindarinn- gangi. Fósturhljóð. Hlustað er eftir fósturhljóðum frá 18.— 20. viku með tré-stethoscopi, en hægt er að hlusta eftir fósturhljóðum með Doptone frá 12. viku. Ef fósturhljóð greinast alls staðar mjög fjarlæg getur það bent á occiput posterior stöður. Blóðþrýstingur. Mældur er blóðþrýstingur hjá konunni liggjandi. Eðlilegur blóðþrýstingur er 120/80. Ef blóðþrýstingur er 140/90 eða meiri er konan látin liggja í hálftíma og mæling endurtekin. Ef blóðþrýstingur er enn 140/90 (diastóluþrýstingur er mun mikilvægari) eða meiri, bendir það á Hypertensio og jafnvel byrjandi pre- eclampsiu. Blóðþrýstingur laskkar oft á öðr» trimestri (12.— 28. viku) vegna aukins æðabeðs. Athuga þarf hvort konan hafi haft háþrýsting fyrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.