Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Síða 54

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Síða 54
102 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5. Konur, sem fara í legvatnsástungu. 6. Placenta insufficiens. 7. Grunur um sköpunargalla hjá fóstri. Sonar er öruggastur til ákvörðunar meðgöngulengdar fyrstu 20 vikurnar. Allar legvatnsástungur eru gerðar með hjálp sonar. Legvatnsástungur— Litningapróf. Um 10. viku meðgöngu er legvatnið um það bil 30 ml., en eykst úr því um ca. 25 ml. á viku. Legvatnsástunga er fyrst gerð á 16.—18. viku meðgöngu. Þá er legið farið að lyftast það mikið upp úr grindarholinu, að auðvelt er að gera ástunguna og magn legvatns orðið það mikið að auðvelt er að fá í sýni. Ábendingar: 1. Konur, eldri en 35 ára. 2. Konur, sem áður hafa fætt barn með litningagalla. 3. Konur, sem áður hafa fætt barn með anencephalus. 4. Konur, sem áður hafa fætt barn með hydrocephalus. 5. Konur, sem áður hafa fætt barn með spina bifida. 6. Konur, sem hafa áður fætt barn með arfgenga meltingarsjúkdóma, sem greinanlegir eru í legvatni. 7. Til kyngreiningar við sjúkdóma í ætt bundna við X-litning. 8. Litningagalli í ætt hjá öðru hvoru foreldra. 9. Ákvörðun á þroska fósturs, þ.e. aðallega þroska lungnanna. Mælt L/S hlutfall. 10. Bilirubinmæling, vegna rhesus-immuniseringar. Lecitinemcelingar i legvatni — L/S mœlingar: Membrana hyalinisata í lungum nýbura er ein alvarlegasta afleiðingin af fæðingu fyrir tímann. Þessu sjúkdómsástandi fylgja öndunarörðugleikar (respira- tory distress syndrome — R.S.D.), sem oft valda dauða barnanna. „Surfactant” vöntun í lungum þeirra veldur því, að ofangreind himna myndast innan á alveoli. Phospholipid (einkum lecitine) í legvatni eiga upptök sín i „surfactant” fósturlungnanna og magn þeirra stendur í beinu sambandi við „surfactant” myndun lungnanna. Endurteknar legvatnsrannsóknir hafa sýnt að lecitine-magnið eykst ört á 34.— 36. viku meðgöngu. Mælingar á phospholipidum, geta því gefið haldgóðar upplýsingar um þroska og starfshæfni fósturlungnanna. Þýðing legvatnsmælinga, er því augljós, þegar ákveðin er framköllun fæðingar fyrir tímann. Lecitine/sphingomyeline hlutfallið i legvatni er nokkuð jafnt framan af með- göngunni, en breytist ört, þegar lungun taka að mynda „surfactant” í nægilegu magni, þannig að lecitine eykst en sphingomyeline minnkar. Öndunarörðugleikar sjást sjaldan eftir fæðingu þegar L/S hlutfallið er orðið^/*. Hjá fullburða börnum er hlutfallið ®/V

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.