Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 57

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 57
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 105 Ráðleggingar til vanfærra kvenna. Nœring. Vanfærar konur þurfa að neyta hollrar og fjölbreyttrar fæðu sem inniheldur ríkulegt magn eggjahvítuefna, vítamína og steinefna, hóflegt er talið að konan bæti u.þ.b. 150 hitaeiningum við venjulega daglega neyslu á fyrsta meðgönguskeiði þ.e. fyrstu 12 vikurnar, og 350 hitaeiningum á öðru og þriðja meðgönguskeiði þ.e. frá 12—40 viku. Heilsuvernd. Vanfærar konur svitna yfirleitt meira en eðlilega og því ber að hvetja þær til aukins hreinlætis. Þeim er óhætt að baða sig í kerlaug á meðgönguímanum, nema síðustu 2—4 vikurnar. Ráðleggja skal þeim hlý og þægileg föt, sem halda ekki mikið að þeim. Einnig skal ráðleggja þeim að leita til tannlasknis á meðgöngutímanum, því aukin hætta erá tannskemmdum. Þær ættu að forðast langar vökur og streitu, svo og meiri háttar áreynslu. Reykingar. Nikótín er talið valda æðaþrengslum í fylgju, sem leiða af sér vannæringu hjá fóstri. Því skal ráðleggja konum að hætta reykingum á meðgöngu. Varlega þarf að fara að konum, sem hafa reykt lengi. Þær fá sektarkennd ef of harkalega er farið að þeim og þær hafa reykt lengi og geta ekki hætt. A Ikóhól. Notkun áfengis skal stilla mjög i hóf á meðgöngu. Stöðug áfengisneysla er talin skaða fóstrið. Börnin geta fengið einkenni áfengissýki. Ef konu er hætt við fósturláti á að ráðleggja henni að hafa ekki samfarir á 8.—16. viku, því á þeim tíma er aukin hætta á fósturláti. Samfarir eru taldar geta valdið samdrætti í legi. Upp úr 30. viku skal ráðleggja konu að fara að undirbúa sig undir brjóstagjöf. Þær þurfa að herða geirvörtuna með því að nudda þær með grófu handklæði. Einnig er gott að toga geirvörtuna út. Ef konur hafa innfallnar geirvörtur, er gott að setja brjóstaglas inn í brjóstahald- arann, eða klippa gat á brjóstahaldarann, mátulega stórt fyrir geirvörtuna. Þá herðist hún við núninginn frá fötunum. Ráðleggja þeim að ganga í brjóstahaldara úr lérefri, með breiðum hlýrum og með heilum skálum. Lyfjanotkun. Helst skal engin lyf taka á meðgöngu, nema járn og vítamín, nema brýn nauðsyn sé og þá aðeins samkvæmt læknisráði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.