Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 30
.10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Apnea spells Tachycardia Tachypnea E.S.R. Swab from ear canal Gastric aspirate Radiograms Temperature instability Abdominal distension Vomitting Diarrhea Oedema Jaundice Rannsóknir Til greiningar bakteríusýkingar hjá nýburanum er ekki svo ýkja mikla hjálp að fá frá rannsóknastofunni, utan þess sem næst með ræktunum. Helstrar hjálpar er að vænta í gegnum eitthvert þeirra atriða, sem nefnt er í töflu 4. Flestir leggja mikið upp úr vinstri hneigð hvítra blóðkorna. Fjöldi hvítra blóðkorna getur verið allt frá 8—30 þús., en eiginlegur fjöldi stafkjarnafruma á ekki að vera meiri heldur en 16—1800 fyrstu vikuna.10 Blóðflögum fækkar og blóðsykur fellur hjá nýbura með bakter- íusýkingu. Reynt hefur verið að nota fjölda blóðkorna í maga- innihaldi og eyrnagöngum barns á fyrstu mínútunum eftir fæðingu, en það hefur ekki reynzt haldgott til greiningar. Nýlega var bent á gildi hækkaðs sökks, einkum ef rannsóknin er endurtekin nokkrum sinnum og sýnt er fram á hækkandi gildi.11 Sjálfsagt er að taka röntgenmyndir af lungum og kvið, ef hann er þaninn. Mænuvökva á einnig að taka til rannsóknar, þar eð meðferð hinnar mögulegu sýkingar er mun hvatskeytlegri, ef um menin- gitis er að ræða.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.