Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 17

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 15 Fyrirbyggjandi starf við mæðraheilsuvernd, fæðingardeildir og ungbarnaeftirlit er því eðlilegur starfsvettvangur sálfræðinga. Sálfræðiþjónusta gæti verið eitthvað á þessa leið: Á meðgöngutíma a) Samvinna við starfsfólk mæðraskoðunar t.d. í formi nám- skeiða og ráðgjafar um sálræn vandamál á meðgöngutíma. b) Viðtöl við verðandi foreldra. Á fœðingardeild a) Viðtöl við foreldra, ekki sist mæður sem hafa átt mjög erf- iða fæðingu, fætt veikt eða vanskapað barn eða þegar barn hefur dáið. b) Samvinna við starfsfólk fæðingardeilda, handleiðsla og ráðgjöf. c) hópsamtöl með mæðrum. Starfinu yrði síðan fylgt eftir með samvinnu við ungbarnaeftir- lit og einstaklingsviðtölum eftir því sem við ætti hverju sinni. Eitt er það svið, þar sem sálfræðingar gætu lagt fram skerf, en það er á sviði fræðslu og upplýsinga, t.d. í formi bæklinga fyrir verðandi foreldra. Sérstaða íslands íslenskt þjóðfélag hefur breyst úr samfélagi bænda og fiski- manna í borgar- og iðnaðarsamfélag á mjög stuttum tíma. Svo örar þjóðfélagsbreytingar valda óöryggi og aðlögunarerfið- leikum hjá fólkinu í landinu. Augljóst er að íslenskar fjölskyldur búa við mikið vinnuálag, 60—70% giftra kvenna vinna utan heimilis, eftir- og helgarvinna er algeng, en barnagæsla er enn af skornum skammti. Verðbólgan er há í landinu og þess vegna m.a. verður fjölskyldan að borga 70% af andvirði íbúðar á einu ári. Þetta er einmitt oft hlutskipti smábarnafjölskyldunnar. Á íslandi er samheldni stórfjölskyldunnar ennþá fyrir hendi þó sjá megi ýmis merki um losun fjölskyldubanda á síðustu árum. Eitt merki um þetta er aukin tíðni skilnaða.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.