Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 6
46 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Samsjón eða samstilling augnanna er að þróast uns barn er 5—6 ára. Er hér um heilastarfsemi að ræða, sem beinir sjónás beggja augna að sama marki — nefnt fusion á erlendu máli og stuðlar að samruna tveggja mynda i heilanum, sin frá hvoru auga. Meðan þessi taugaviðbrögð eru ekki nægilega þroskuð, geta börn skotið augum í skjálg, einkum þegar þau eru þreytt. Ef augun eru rang- stæð að staðaldri eftir 6 mánaða aldur, má telja öruggt að barnið sé rangeygt og hefur samsjón þá ekki þroskast. Þarf þá að leita með barnið til augnlæknis, sem gerir á því viðeigandi rannsóknir. Þvi fyrr sem rangeygt barn er tekið til meðferðar, þeim mun meiri líkur eru fyrir því að það geti þroskað samsjón og að augu geti unnið eðlilega saman. Það er því áríðandi að draga ekki að fara með rangeygt barn til augnlæknis. Rangeygð læknast ekki af sjálfu sér. Öll höfum við tekið eftir að börn gráta ekki með tárum fyrr en þau eru nokurra vikna. Ef augnslímhúð nýfædds barns aftur á móti verður fyrir ertingu, streyma tár úr augunum eins og hjá full- orðnum. Stundum kemur fyrir að táragöng opnast ekki niður í nefhol fyrr en barn er nokkurra vikna eða mánaða gamalt. Oft á þetta aðeins við um annað auga. Einkenni eru tárarennsli niður á kinn og augnalok klistrúð saman eftir svefn. Þar sem tárin geta ekki runnið sína eðlilegu leið niður í nefhol safnast slím í tárapok- ann og bakteríugróður getur náð sér þar niðri. Ef þrýst er með fingurgóm á húðina yfir tárapokanum leitar gröftur og slím út úr tárasmugunni í innri augnakrók. Þegar svo er komið þarf að stíla táragöngin. Opnast þar með leið niður í nefhol. Er það gert í svæfingu og um skjótan bata er venjulega að ræða. Ef ekki er bólga í tárapokanum er ráðlagt að bíða með stílun uns barn er 5—6 mánaða, þar eð táragöng niður í nef opnast oft af sjálfu sér þó þau séu stifluð við fæðingu. Gera þarf lauslega augnskoðun hjá öllum börnum meðan þau dveljast á fæðingardeildini. Ganga þarf úr skugga um að augu séu rétt sköpuð. Ríkari áherslu ber að leggja á slíkt, ef um þróunar- galla er að ræða eða vanskapnað á einhverju líffæri. Erfitt getur verið að opna augu ungbarna. Þau eru oftast með lokuð augu og hringvöðvinn í augnalokum er mjög kraftmikill og barnið streitist á móti og herpir augnalokin saman. Lítið af áhöldum þarf til skoðunar: vasaljós, augnspegil og gott er að hafa stækkunargler.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.