Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 8
48 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ í sjúkrasögum úr fæðingarbók Þórunnar ljósmóður segir frá augnbólgu nýfæddra (lekandabólgu). í kafla bókarinnar um börnin segir hún: ,,Augnbólgu í nýfæðingum sá ég fyrst í Kbh. 1890. Fyrst eftir að eg kom heim varð eg hennar ekki vör hér, enda hélt eg og vonaði að blessað landið mitt væri og yrði laust við þann ófögnuð. En rétt fyrir aldamótin komst eg að raun um, að búið var að flytja hingað líka þennan skæða sjúkdóm. Þá varð eg sár og hrædd um litlu augun. Eg fór þvi strax til Björns Ólafssonar augnlæknis og spurði hann, hvort ekki myndi réttast að dreypa lapis í augu nýfæðinga, fyrst þessi andstygð væri komin hingað. Hann sagði það vera, því þó það væri ekki óyggandi, væri alltaf hægara að komast fyrir veikina, ef strax væri dreypt í augun. Ennfremur sagði læknirinn: ,,Eg er einmitt að skrifa um þennan sjúkdóm núna, til þess að láta það koma i „Eir”. Hann læknaði augu þessa barns fljótt og vel og annarra, sem höfðu fengið snert af þessum sama sjúkdómi. En síðan hefi ég dreypt í augu nýfæðinganna minna, því „maður veit aldrei hvar slíkt er”, sagði læknir við mig. Að líkindum hefir þetta meðal ekki verið notað hér á landi fyrr en þetta, þar sem Björn heitinn læknir vissi ekki af þessum sjúkdómi hér fyrr.” Þess skal getið að Credé byrjaði árið 1884 að dreypa silfurnitr- atdropum i augu ungbarna til að forðast lekandabólgu í augum. í sjúkradagbókum Björns Ólafssonar, fyrsta augnlæknisins á ís- landi segir frá nokkrum börnum með lekandabólgu í augum, enda fann hann lekandasýkla í smásjá úr graftarútferð úr augum. Mér vitanlega hefur engin blindast hér á landi af völdum lekanda- bólgu, en slikur kvilli var algengasta orsök blindu i blindraskólum í Danmörku og Englandi á fyrstu ár-atugum þessarar aldar. Algengasti kvilli í augum nýfæddra er slímhimnubólga eða ert- ing af völdum silfurnitrat dropanna. Talið er að um 6% barna fái slíkan þrota i augun. Roðinn gerir vart við sig eftir 1—2 daga frá fæðingu og hverfur skjótt án meðferðar. Smitist slímhimna augans i fæðingu af völdum graftarsýkla, koma einkenni fram eftir 4—5 daga með roða og graftarkenndri útferð. Þessi tegund slímhimubólgu læknast fljótt með oculentum chloramphenicoli, sem þarf að bera í augun 4 sinnum á dag uns útferð er hætt og augun orðin hvít. Tekur slík meðferð aðeins nokkra daga.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.