Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 24
64 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Á síðasta áratug hefur fleygt fram tækni við gerð monitora. Jafnhliða hafa hrannast upp lífeðlisfræðilegar upplýsingar um fóstur og móður, bæði fyrir og í fæðingu. Það er nú samdóma álit að samdráttur legsins valdi skertum blóðskiptum móður og fósturs. Sú skoðun er og í gildi að áður en óafturkræfar fósturskemmdir verði, hljóti fóstrið fyrst að vera útsett fyrir einhverju álagi og sé þessu álagi leyft að aukast umfram það sem fóstrið geti umborið, leiði það til varanlegra skemmda á fóstrinu, eða jafnvel dauða þess. Því miður hefur enn ekki tekist að finna nákvæmlega þá stund þegar svo er gengið á varabirgðir fóstursins að það ræður ekki lengur við álagið og kemst í hættu (foetal distress). Rétt er að undirstrika að samdrættir eru endurtekið álag, sem öll fóstur eru útsett fyrir, en áhættufóstur (high risk) með lítið álagsþol (reserve) vegna ýmisskonar meðgöngusjúkdóma móður- innar, fylgjuþurrðar, Iyfjaáhrifa eða breytinga á blóðþrðystingi, eru þá þegar undir talsverðu álagi, svo aukinn samdráttur í hríð- um og fæðingu er það aukaálag, sem setur fóstrin í áðurnefnda hættu (distress). Ennþá greinir menn á um hvernig túlka eigi ýmisleg séreinkenni í ritum, en reynsla hefur fengist með því að skoða niðurstöðurnar út frá sameiginlegri útkomu úr ritunum, ástandi barnsins eftir fæðingu, þekktum sjúkdómum móðurinnar á meðgöngu og útliti fylgju eftir fæðingu. Einnig hafa verið gerðar margvíslegar dýra- tilraunir, en auðvitað er ekki hægt að leggja út i rannsóknir með móður og barn til þess að sannprófa hvort álit okkar á ritunum sé rétt. Orsakir fósturálags (Foetal distress) í allt að 25% fæðinga er naflastrengur vafinn einhvers staðar utan um líkamann. Þar sem fóstrið er í afmörkuðu þröngu um- hverfi, einkum og sér í lagi þegar vatnið er farið, aukast líkur á því að naflastrengur komist í klemmu. Nú þekkja menn ákveðin mynstur í fósturhjartsláttarriti, sem tengd eru þrýstingi eða klemmu á naflastreng. Önnur orsök fyrir fósturálagi (distress) er fylgjuþurrð (insuffi- cientia placentae). Þetta hugtak felur í sér að öndunar- og næring- arþörf fósturs sé ekki fullnægt. Þar sem góð loftskipti og blóð-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.