Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 57

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 57
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 97 fundi nefndarinnar með formanni félagsins Vilborgu Einarsdótt- ur hinn 3. maí s.l., var ákveðið að reyna að halda námskeið fyrir ljósmæður um fræðslu fyrir verðandi foreldra. Áætlað er að námskeiðið verði í október n.k., ef vel skipast til um efni og þátt- töku. Leitað yrði til þeirra aðila á stór-Reykjavíkursvæðinu sem hafa haft fræðslu f. verðandi foreldra um aðstoð og fengnir yrðu fyrirlesarar um hin ýmsu efni úr viðkomandi heilbrigðisstéttum og ætti þá samræming að komast á milli landshluta. Æskilegt væri að þær ljósmæður sem áhuga hefðu á að sækja svona námskeið hefðu sem fyrst samband við Hildi Kristjánsdóttur i sima 71591 Rvík. Því eins og allir vita þarf þetta nokkurn undirbúning og eins þurfum við að vita hvort grundvöllur er að halda námskeið og færi það væntanlega eftir því hvort fjöldi þátttakenda yrði nægur. Það er von okkar að undirtektir verði góðar því eins og ég sagði áðan er það mikið áhugamál okkar að ljósmæður sjái a.m.k. um þann þátt heilbrigðisfræðslu sem lýtur að fræðslu fyrir verðandi foreldra um meðgöngu og fæðingu. F.h. fræðslunefndar Hildur Kristjánsdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.