Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 4

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 4
84 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ gauklasíun (glomerular filtrationin), en pípluupptakan (tubular absorptionin) eykst ekki. Af því leiðir, að nýrun ná ekki að endur- sjúga sykurinn, sem farið hefur í safngangana, eftir gauklasíun (glomerular filtrationina) og þvi útskilst sykur í þvagi. Ef sykur finnst tvívegis í þvagi i mæðraskoðun, er það ástæða til sykurþolsprófs, sem ekki verður lýst nánar hér. Nýrun stækka e.t.v. vegna þessa aukna álags sem verður á meðgöngu. Maga- og þarmastarfsemi Breytingar í meltingafærum eru tiltölulega litlar, en þó kemur fram fyrir áhrif vaka (hormona), slappleiki (atonia), á vöðvalok- um vélindans (sphingter oesophagi), sem veldur því að súrt inni- hald magans leitar upp á við og veldur brjóstsviða. Einnig eykst myndun magasýra, tæming maga verður hægari, og fyrir vakaáhrif minnka garnahreyfingar í öllum meltingarfær- unum, þannig að frásog tekur lengri tíma og vatnsupptaka verður meiri, þetta veldur gjarnan hægðatregðu. Af sömu ástæðu tæmir gallblaðran sig verr. Sumar konur finna fyrir ógleði, sem oft fylgja uppköst. Þetta kemur fyrir hjá 50—60% ófrískra kvenna, fyrstu 12 vikurnar. Ástæðurnar eru óþekktar, en talið er, að hin gífurlega aukning á „HCG” fylgjuvakanum, sem verður í byrjun meðgöngu, valdi þessu. Matarlyst eykst oft á meðgöngu og getur hjá sumum orðið sjúkleg og veldur sjúkdómsmyndinni „pica” (óeðlilegur ílang- anir), sem getur stafað af jarnskorti. Á seinni hluta meðgöngu verður aukið álag á lifrina og þar sem „progesteron” hefur til- hneigingu til að valda tregðu á útskilnaði frá gallgöngum lifrar, getur það leitt til kláða og gulu á meðgöngu. Þetta álag á lifrina veldur hækkun á „bilirubin”, „alkaliskum fosfötum” og „trans- aminösum”. Þetta er aðalástæðan fyrir gallsteinamyndun á með- göngu. Breytingar á beinum, liðamótum og tönnum Vegna þyngdaraukningar og stækkunar á legi, breytist þyngd- arpunkturinn og konan verður fött, og vegna áhrifa frá vakanum „relaksin”, sem myndast í eggjastokkum, kemur fram mýking á brjóski og bandvef, aðallega í grindinni (lífbeinsgliðnun) og

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.