Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 22

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 22
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Fyrir svona starf finnst mér eðlilegt að LMFÍ semji um deildar- ljósmæðrakaup en svo hefur ekki orðið þrátt fyrir ítrekuð bréf þar um. Ég held t.d. að það styrki stöðu LMFÍ að heilsugæsluljósmæður hafi gott kaup og að ljósmæður vilji vinna inni á stöðvunum til dæmis í Reykjavík þar sem nú er engin ljósmóðir í starfi. Og það skerði ekki hlut sjúkrahúsljósmæðra á nokkurn hátt frekar en að ljósmæður sem vinna einar á sjúkrahúsum hafa deildarljósmæðrakaup. Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöð hafa forstjórakaup. Því er það eðlilegt að ljósmæður t.d. í Reykjavík beri ábyrgð á eftirfarandi starfi innan stöðvarinnar. 1. mæðravernd 2. foreldrafræðslu 3. heimafæðingum 4. ungbarnaeftirliti og brjóstameðferð 5. skýrslugerð og öðru sem fellur undir starfið og taki kaup samkvæmt því. Úti á landi bætist oft við að ljósmóðir getur ekki leitað sér stuðnings og hefur alla ábyrgð og ákvarðanatöku, sér oft ein um allar skoðanir, því að læknirinn er miklu fafróðari en hún, oft beint úr læknadeildinni eða hefur ekkert unnið við fæðingar og meðgöngu og lætur ljósmóðurina ráða ferðinni og samþykkir hennar tillögur en varpar þannig allri ábyrgð á hennar herðar. Ég gæti sagt ykkur ýmsar sögur úr starfi mínu um hjartastopp, önd- unarstopp hjá börnum, heilahimnubólgur, utanlegsfóstur, fósturlát, blóðtökur eftir ölvunarakstur og fleira skemmtilegt og sorglegt. En ég læt hér fýlgja eina frá því er Svavar Gestsson var heilbrigðisráðherra og vísiteraði vesturland. Þegar kom að kaffidrykkjunni og slegið var á léttari strengi barst í tal að ég saumaði sár og tæki að mér ýmis læknisverk í fjarveru læknisins auki ljósmóðurstarfa, jafhvel tæki á móti lömbum ef svo bæri undir. Þá svaraði hann Svavar að bragði: ,,Það er allt í lagi með læknisstörfm, en landbúnaðarmálin heyra ekki undir mitt ráðuneyti og ég banna alveg að þú vinnir fyrir þá.“ Eftir þetta hef ég oft grínast með að ég stundi hómópatastörf með undan- þáguleyfi frá ráðuneytinu. En nú er mál að linni og vil ég nota tækifærið fyrst mér býðst að koma hér í pontu til að enda þetta mas mitt á að drepa aðeins á mál málanna, þ.e. hvert stefnir hjá ljósmæðrafélaginu, stéttinni, og hvað er til ráða. Á árinu 1987 þegar konur ganga fram fyrir skjöldu og berj- ast til sigurs í þingkosningum og í heimi kjarabaráttunnar er sagt í

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.