Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 12
Rannsóknasjóður ljósmæðra — skipuíagsskrá — 1. Sjóðurinn heitir „Rannsókna- sjóður ljósmæðra" og er stofnað- ur af ljósmæðrum útskrifuðum haustið 1978. Stofnfé sjóðsins eru kr. 16.000. Ennfremur gjöf til Ljósmæðrafélagsins á 70 ára afmæli þess kr. 10.000, frá Jóhönnu Þorsteinsdóttur ljósmóður. 2. I sjóðinn rennur V4 hluti hvers einstaks gjalds er ljósmæður greiða fyrir fræðslufundi fé- lagsins. 3. Sjóðurinn veitir viðtöku gjöfum. 4. Tilgangur sjóðsins er að styrkja ljósmæður til rannsókna í ljós- móðurfræðum. Skal hver styrk- ur nema allt að þremur mánaðar- launum deildarljósmóður á byrj- unarlaunum. 5. Stjórn sjóðsins skipa þrjár ljós- mæður, þar af ein ljósmóðir úr stjórn félagsins á hverjum tíma. Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi og er hver ljósmóðir kjörin til þriggja ára. í fyrstu stjórn sjóðs- ins skal ein ljósmóðir kjörin til tveggja ára og tvær til þriggja ára. 6. Stjórn sjóðsins er heimil ráðstöf- un vaxta og tekna sjóðsins eftir því sem þörf krefur, en má þó aldrei skerða höfuðstól sjóðsins. Hann skal miðast við byrjunar- laun deildarljósmóður á hverjum tíma. 7. Stjórn sjóðsins ber að halda gerðabók fyrir sjóðinn sem lögð skal fram á aðalfundi. 8. Umsóknir um styrki skulu send- ast stjórn sjóðsins. Umsækjend- ur þurfa að hafa gengt ljósmóður- störfum í a.m.k. þrjú ár. 9. Arsreikningur sjóðsins skal end- urskoðaður af endurskoðanda fé- lagsins. 10. Ef tímabært þykir að breyta skipu- lagsskrá sjóðsins skal leita sam- þykkis aðalfundar félagsins. Reykjavík 12. maí 1990. 1 O ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.