Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 23
kyns, þótti óvarlegt að skíra það sama nafni, og var því almennt trúað, að bað mundi deyja líka. Betra þótti, ef menn vildu yngja upp nafnið að láta 2—3 börn fæðast á milli og bæta þá helzt við öðru nafni. Það var almenn trú, að nafn hvers manns hefði mikla Þýðingu, það var hluti af persónunni sjálfri, og mun trúin á gildi nafnsins fyr- lr einstaklinginn vera ævaforn. Þegar barni var gefið nafn annars manns, var það trú, að það hlyti um leið nokkuð af eiginleikum hans, þetta kemur m.a. fram í talshættinum ,,að fjórðungi Þregði til föður, fjórðungi til móður, fjórðungi til fósturs og fjórðungi til nafns." — £{ konu dreymir einhvern °ft eða einkennilega, á meðan hún gengur með barnið, er hinn sami að vttjajiafns, að fara þess á leit, að barn- se látið heita eftir sér. Stundum biðja Peir um það í draumnum og biðja þá °ftast að lofa sér að vera. Óvarlegt þyk- jr að verða ekki við slíkri bón. — Þegar úið var að skíra barnið var fyrrum sú trú, að skírnarvatnið væri hollt við ýms- jrm kvillum, og sóttu þá margir á að Þvo úr því veik og döpur augu o.s.frv. argir trúðu því, að óspök börn yrðu sPakari við skírnina, en sumir segja, að sPök börn yrðu óspakari. Gamalt fólk Var þess og fulltrúa, að börn fríkkuðu, yr u Þörundsbjartari og tækju betur ramförum, eftir að þau væru skírð. — ikla aðgeezlu þurfti að hafa á börn- um, meðan þau væru enn kornung, e>nkum áður en þau voru skírð, og mattu þau ekki vera nokkra stund ein í Usi e^a einsömul. Það var einkum vennt, sem var að varast. Annað var adufólkið. Það sat sífellt um það að na i börn mennskra manna og láta örv- asa karla og kerlingar í þeirra stað. Hnoðuðu álfarnir og kýttu þeim svo saman, að þau urðu ekki stærri en ung- börn og gáfu þeim barnsyfirlit. En aldrei fengu þessir umskiptingar vöxt eða við- gang, svo að í neinu lagi væri, urðu fá- bjánar og vandræðagripir, þurftu fullorðins manns fæði, en komust aldrei almennilega á fót. Álfar áttu alls kostar við börnin, ef enginn var til að gæta þeirra, á meðan þau voru óskírð, og enda skírnin dugði ekki heldur, þvi að sumir álfar eru kristnir, og óttast því ekki skírnina. En eftir að barnið er búið að taka tennur á því að vera nokkurn veg- inn óhætt, ekki sízt, ef krossmarki er brugðið yfir það. Ráð til þess að vita, hvort barn væri umskiptingur, var að láta eitthvað nýstárlegt bera fyrir augu þess, hýða það duglega eða setja það upp á altarið, því að þar hlaut það að birtast í sinni réttu mynd. En til þess að börn kæmust ekki í færi við álfa, þegar þau komust á legg, var það bráðnauð- synlegt, þegar þau voru skírð, að skírn- arvatninu væri ausið svo trúlega yfir höfuð þeim, að það færi í bæði augu þeirra, því að börn eru fædd skyggn; þá missa þau skyggnina og sjá ekki álfa; er þá lítil hætta á því, að álfar geti hyllt börn til sín, enda þótt það hafi eigi að síður oft viljað til, og stafar það þá lík- lega af því, að presturinn hefir ekki skírt þau nógu tryggilega. — Hinn óvinurinn, sem ekki þurfti síður að var- ast, var kölski sjálfur og árar hans. Þeir sitja um að fara í barnið, drepa það og ÆÐRABLAÐIÐ *—*ÓSM 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.