Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 31
Tvær ljósmæður og tveir sjúkraliðar eru á vakt samtímis. Aðstaða er fyrir endi til að gera keisaraskurði og eru Peir gerðir í um 20% tilvika. Það þótti okkur nokkuð hátt hlutfall. Eftir fæð- j^gu er sprautað methergin í vöðva hjá þeim mæðrum sem þess þurfa með. Lassarettet í Lundi '} Lundi er fæðingarstofnunin deild í sjúkrahúsinu Lassarettet. Árlegar fæð- 'ngar þar eru um 3300. Fæðingarstof- Ur eru 10 talsins auk lítillar skurðstofu. Hér eru konur látnar hreyfa sig mjög ftkkið í aðdraganda fæðingar. Grjóna- Púðar eru mikið notaðir og stundum eru konur látnar ganga um með stuðn- ln9i göngugrindar svo tvö hjálpartæki S6U. ne^ncT Fæðingarstellingar eru ^jög frjálsar. Konur leggjast í baðkar °9/eða bregða sér í sturtu á 1. stigi fæð- ingar. Verulega hefur dregið úr notkun verkjalyfja og glaðlofts. Monitor-rit er tekið við komu konunnar en annars hlustað aðeins endrum og eins ef hjart- sláttur fósturs telst eðlilegur. Á sængurkvennagangi eru 21 rúm. Mæðurnar sinna börnum sínum í sér- stöku umönnunarherbergi því engin barnastofa er á staðnum og engin borð á rúmunum. Börnin eru inni hjá mæðr- unum allan sólarhringinn og eru böðuð í bala. Fyrstu nóttina eftir fæðingu geta mæður þó fengið að geyma börn sín í umönnunarherberginu. Sængurkonum er heimilt að fara heim til sín 6 klst. eftir fæðingu. Sú ljósmóðir sem tók á móti hjá konunni heimsækir hana þá næstu fimm daga eftir því sem tök eru á. Fjöldi heim- sókna fer þó eftir vaktaskýrslu ljósmóð- urinnar og álagi á deildina að öðru

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.