Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Qupperneq 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Qupperneq 10
Greinin er þýdd: úr Tidskrift for Jordemödre, nr. 8, ágúst 1990, 100. árgangur. LISSY RASMUSSEN hjúkrunarfræðingur og INGER HERTELIUS leiðbeinandi í ungbarnanuddi En hvað þú ert lítil í þér Skilningur á líkamstjáningu fyrirbura er undirstaða að betri umönnun þeirra. Væntingar og viðbrögð sem gilda um börn fædd á tíma verða ekki fyrirvara- laust færð yfir á fyrirbura. Ætlun okkar var að kenna foreldrum og starfsfólki sængurkvennagangs sjúkrahússins í Oðinsvéum nudd fyr- irbura á grundvelli jákvæðrar niður- stöðu rannsókna og eigin reynslu af nuddi nýbura fæddra á tíma. Atburða- rás og innihald áætlunarinnar ,,Nudd fyrirbura“ varð þó önnur en sú sem við höfðum hugsað okkur. Hugmyndin var sú að safna dönsku efni til staðfestingar því að hollt væri að nudda fyrirbura — jafnvel meðan þeir væru í súrefniskassa. En strax í upphafi varð okkur ljóst að erfitt var að meta hvenær snerting verkaði jákvætt á barn- ið og hvenær íþyngjandi. í stað þess að kenna nudd hófum við að kanna kerf- isbundið viðbrögð barnanna við mismunandi snertingu. Við báðum for- eldrana um að halda stillilega utan um börnin og strjúka þau ýmist létt eða fast um handleggi og bak. Þetta gaf okkur ærið íhugunarefni. Við komumst meðal anrtars að eft- irfarandi: • Börnin sefuðust þegar foreldrarnir þrýstu höndunum stillilega að þeim. • Börnin urðu óróleg og spennt þegar foreldrarnir struku þau. Einnig komumst við að því að eðli daglegrar umönnunar, þroski barnsins og umhverfi þess og foreldranna skipti verulegu máli fyrir hæfileika barnsins að taka við skyn- og snertiboðum. Við erum komnar að þeirri bráðabirgðanið- urstöðu eftir athuganir okkar á börnum og foreldrum þeirra í tengslum við verk- efnið að ekki eigi að taka upp nudd sem þátt í daglegri umönnun fyrirbura. Þess í stað teljum við: • að veita þurfi líkamstjáningu barns- ins og merkjamáli meiri athygli og afla þekkingar á því, • að aðstaða á fæðingardeildum verði þannig að unnt verði að taka nægjan- legt tillit til vanþroska skynfæra barnanna, 8 I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.