Einherji


Einherji - 07.02.1953, Blaðsíða 3

Einherji - 07.02.1953, Blaðsíða 3
E I N H E R J I 3 Flokksjiing Framsóknarmanna hefst 20. marz n.k. Miðstjóm Framsóknarflokksins hefir ákveðið að efna til flokks- þings, er hefst í Reykjavík 20. nóv. næstkomandi. Þetta er 10. flokksþing Framsóknarflokksins, og er brýn nauðsyn, að það verði sótt af fulltrúum allra félaga Framsóknarmanna, því að fjöldi mikilsverðra mála b'iða þingsins. Mörg mál kalla að. Fyrir flokksþing þetta munu koma fjölmörg þýðingarmikil mál, bæði með tilliti til kosninga nú í vor og framtíðar flokksins, og af þeim ástæðum hefir miðstjórnin talið nauðsyn bera til að kailla saman flokksþing nú, þótt aðeins séu rúm tvö ár síðan flokksþing var haldið síðast. Aðalfundur Framsóknarfélags Siglufjarðar verður haldinn í Sjómannaheim- ilinu (niðri) þriðjudaginn 10. þ.m. kl. 8,30 e.li. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Bæjarmál i 3. Önnur mál Félagar mætið vel og stundvís- lega. STJÓBNIN Forðumst mislingana Svo sem kunnugt er hafa misl- ingar gengið í allt haust á Akur- eyri og sumsstaðar í Eyjafirði. Nýlega tjáði héraðslæknir Akur- eyrar mér, að þar um slóðir væru komin um eða yfir 1000 tilfelli af mislingum, og að yfirleitt hafi heilsufar þar verið mjög slæmt í haust og vetur. Að vísu hafa mislingar borizt hingað, bæði sumarið 1951, og í haust, en tekizt hefur að stöðva þá, án þess að þeir breiddust út. Samt vil ég vara þá, sem eigi hafa fengið mislinga, við að ferðast að nauðsynjalausu til þeirra staða, er mislingar ganga og sérstaklega með börn. Það er mikils virði, að sleppa við veikindafaraldra, hvort heldur um er að ræða mislinga, mænusótt eða aðra slíka. Héraðslæknir H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Qlilcifnnuuj íit hiíitha^a Hérmeð skal vakin athygli á þv'i, að samkv. 5. gr. samþykkta félagsins, skulu hlutabréf í féiaginu hljóða á nafn eiganda, og skal stjórnin halda skrá yfir ada hluthafa, enda skal stjórn félagsins tilkynnt öll eigendaskipti, sem verða á hlutabréfum félagsins, og þegar um sölu er að ræða, þarf samþykki stjórnarinnar til þess að hún sé gild gagnvart félaginu. Til þess að unnt sé að framfylgja þessum fyrirmælum um nafnskráningu hlutabréfanna, og að halda rétta nafnaskrá yfir aila hluthafa, er hérmeð skorað á alla þá, er eignast hafa hlutabréf 1 félaginu og ekki hafa enn látið skrásetja eigendaskiptin, að tilkynna aðalskrif- stofu félagsins í Reykjavík eigendaskiptin hið fyrsta og taka jafnframt fram hvort um arf- töku, gjöf eða kaup hlutabréfanna sé að ræða. Taka verður fram upphæð, flokk og númer blutabréfanna, svo og nafn og heimilisfang fyrri eigenda þeirra. Eyðublöð undir tilkynn- ingar þessar fást á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavik, sem skrásetur eigendaskiptin. Það skal tekið fram, að fyrr en eigendaskiptin hafa verið skrásett, njóta hluthafar ekki fullra réttinda í félaginu samkv. 10. gr. samþykktanna, t.d. er ekki hægt að fá aðgang að aðalfundum félagsins eða veita öðrum umboð til þess að mæta þar., Þá skal og bent á það, að enn eiga allmargir hluthafar eftir að skipta á arðmiðastofn- um hlutabréfa sinna og fá afhentar nýjar arðmiðaarkir með arðmiðum fyrir árin 1943—1961 og er æskilegt að hluthafar athugi hvort þeir hafa fengið hinar nýju arðmiðaarkir, og ef svo er ekki, að klippa stofninn frá hlutabréfinu og skipta á honum fyrir nýjar, hið fyrsta. Stjórn H.f. Eimskipafélags fslands frá H.f. Eimskipafélagi fslands um endurmat á hlutabréfum félagsins. Stjórn Eimskipafélags Islands hefir samþykkt að leggja fyrir næsta aðalfund félagsins 'tillögu um, að öll hlutabréf í félaginu verði innkölluð og 1 stað núgildandi hlutabréfa fái hlut- hafar ný hlutaibréf, sem verði að fjárhæð tífalt núverandi nafnverð hlutabréfanna. Stjórn félagsins hefir orðið þess áskynja, að einhver brögð séu að því að leitað sé eftir kaupum á hlutabréfum félagsins. Álítur stjórn- in það iila farið, ef hlutabréfin safnast á fáar hendur, því að það hefir frá stofnun félagsins verið talið mikilvægt fyrir þróun þess og vin- sældir, að sem allra flestir landsmenn væru hluthafar. Það er álit stjórnarinnar, að endurmat á verðmæti hlutabréfanna, geti átt þátt í því að aftra sölu þeirra. « i . Reykjavík, 28. janúar 1953. Stjórn H.f. Eimskipafélags íslands. * Ábyrgðarmaður: RAGNAR JÓHANNESSON Gerizt áskrifendur að Jímanunf ÁFGREIHSLA | EYRARBtJDINNI J

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.