Einherji


Einherji - 07.02.1953, Blaðsíða 4

Einherji - 07.02.1953, Blaðsíða 4
Ástand og horfur «(Framhald af 1. síðu) Á þessu ári. innheixntist r-úml. 70% af útsvörum álögðum 1951 eða kr. 1.487.000,00. Af eldri út- svörum innheimtist 404.000,00. TJt svör áfengisverzlunar ríkisins var mjög nálægt áætlun, en veltuút- svör af síldarverksmiðjunum urðu um helmingi lægri en þau höfðu verið áætluð eða um 60 þús. kr. Fasteignaskattur og lóðagjald var áætlað 150 þús. kr., þar af 25 þús. frá fyrra ári. Álagður fast eignaskattur og lóðagjöld námu hinsvegar 158.914,72, og af þess- um gjöldum innheimtist á þessu ári 106 þús. Áætlaðar tekjur af fasteignum bæjarsjóðs þetta ár voru 60 þús. eða sama og áætlað var 1950. Fasteignir bæjarsjóðs gáfu af sér þetta ár 61 þús. kr. Endurgreiddur fátækrastyrkur var áætlaður 60 þús. kr., en inn- heimst hefur á þessu ári í endur- greiddum fátækrastyrk 74 þús. Áætlað var, að hluti af eigna- könnunarskatti, styrkir frá ríkis- sjóði vegna sxmdlaugar( bygg- ingarst.), barnaskóla bókasafns og fl. næmi ca. 136 þús. Þessar áætluðu tekjur námu á árinu 109 þús. — Þess var og getið af -bæjarstjóra á fundinum, að í árs- byrjun 1952 hafði komið inn frá ríkissjóði vegna reksturs barna- skólans 1951, 69.000,00. Tekjumegin á fjárhagsáætlun 1951 var gert ráð fyrir lántöku vegna byrjunarframkvæmda við byggingu gagnfræðaskóla og sjúkrahúss og niðurgreiðslu skulda. Þessar fyrirhuguðu lán- tökur fengust ekki. Áætlað var vegna stjórnar kaupstaðarins og til ýmissa út- gjalda árið 1951 321 þús. kr. — Þessir liðir fóru um 57 þús. fram úr áætlun. Höfuðástæðan fyrir þessum umframgreiðslmn sagði bæjarstjóri vera ferðakostnað, en hann nam á árinu um 61 þús. kr. 1 sambandi við þennan ferðakostn að upplýsti bæjarstjóri, að hann héfði verið á þessu ári um sam- tals 5—6 mánuði í Reykjavík, samkvæmt fyrirmælum bæjar- stjórnar, svo og hefðu fjölmennar nefndir farið á árinu til Reykja- víkur á vegum bæjarstjórnar til viðræðna við ríkisstjóm, þing- menn og fleiri aðila, varðandi vandamál -Siglufjarðarkaupstaðar. 1 fjárhagsáætlun fyrir 1951 var gert ráð fyrir, að kostnaður við löggæzluna yrði 172 þús. Þessi kostnaður nam 184 þús. og fór því um 12 þús. fram úr áætlun. Af þessari upphæð námu laun og fatastyrkir 152 þús., en kostn- aðxir við lögreglubifreiðina varð á árinu 24 þús. kr., þar af fóru um 16 þús. í viðgerðir. Til heilbrigðismála var áætlað á þessu ári 135 þús., en greitt var yegna þessap œála 175 þús. kr. EINHERJI ÞAKKAEÁVARP Öllum þeim fjölmörgu vinum og -kunningjum, sem heim- sóttu mig á áttræðisafmæli mínu, færi ég m'inar beztu þakkir. Jafnframt þakka ég allar gjafir og heillaskeyti, sem mér bárust víðsvegar að í tilefni dagsins. Guð blessi Sigluf jörð og ykkur öll. THEÓDÖR PÁLSSON, Suðurgötu 43. Aðalorsökina fyrir því, að gjalda- liður þessi fór fram úr áætlun, var sú, að undir þennan lið er færður kostnaður vegna sigl- firzkra sjúklinga á heilsuhælum og sjúkrahúsum utan Siglufjarð- ar. Nam sá kostnaður á árinu 43 þús. og var óvenjulega hár. (Bæjarsjóður greiðir % hluta af legukostnaði siglfirzkra sjúlk- inga á sjúkrahúsum utan Siglu- fjarðar). 1 áætlun var þessi út- gjaldaliður færður undir annan gjaldaflokk. Til menntamála og íþróttamála var áætlað 416 þús., en greitt var til þessara mála 543 þús. kr. . . Stærstu greiðslurnar voru til barnaskólan-s og viðhalds skóla- balans og skólagarðs 318 þús., til gagnfræðaskólans, iðnskólans og bókasafnsins 108 þús. ög reksturs halla á sundlauginni 59 þús. og byggingarvinna við sundlaugina 68 þús. kr. Bæjarstjóri gat þess, þegar þessir liðir voru ræddir, að mjög mikil viðgerð, sem kostaði 87 þús. hefði farið framábarnaskólanum, samkv. fyrirmæium bæjarstjórn- ar eftir að fjárhagsáætlun hafði verið samin. Þessar framkvæmdir svo og hinn mikli rekstrarhalli, sem varð á sundlauginni eru höf- uð orsök þess, að menntamál og iþróttamál fara fram úr áætlun. Til framfærslumála var áætlað á þessu ári 150 þús. Sá liður fór mjög mikið fram úr áætlun eða um 190 þús., þar sem greiða þurfti til þessara mála 340 þús. Orsök þessarar gífurlegu hækk- unar á framfærslu má fyrst og fremst réka til hins geigvænlega ástands í atvinnumálum Siglfirð- inga, síðustu árin. Þá var áætlað til almennra trygginga og sjúkrasamlagsins 380 þús., en greiða varð til þess- ara aðila á árinu 1951 415 þús. eða 35 þús. meira en áætlað var. Áætlaður kostnaður við viðhald fasteigna var áætlaður 30 þús. kr.; kostnaður vegna þessa nam hinsvegar 82 þús. kr. 1 f járhagsáætlun 1951 var áætl- að til viðhalds vega, þar með tal- in gangstéttarlagning 432.000,00. Sú varð raun á, að til þessara mála var greitt 290 þús. Undir umræðum benti bæjar- stjóri á, að engan þyrfti að undra það, þó minna en áætlað he-fði verið væri varið til viðhalds vega, þar sem að tekjurnar hefðu orðið mun minni en áætlað var, en þegar slíkt kæmi fyrir, kæmi það venjulega niður á verklegum fram kvæmdum. f Til hreinlætismála var áætlað 114.000,00. Allmiklu meira var þó varið til þessara mála á árinu eða kr. 142 þús. Vaxtagreiðslurnar á árinu 1951 voru áætlaðar 96 þús. Greitt var í vexti 86.000,00. Til brunamála var áætlað 93 þús., en vegna þeirra var greitt 64 þús. kr. I lok ræðu sinnar um rekstrar- reikning bæjarsjóðs 1951 fórust bæjarstjóra þannig orð um niður- stöðutölur rekstrar- og efnahags- reikninga bæjarsjóðs Siglufjarðar fyrir árið 1951: „Eins og rekstrarreikningur bæjarsjóðs 1951 ber með sér er tilfært þar tap 230.044,54. Þetta tap stafar m.a. af því, að útsvör að upphæð 134.369,24 eru felld niður. Þá hafa og verið afskrifað- ar eignir bæjarsjóðs 100.617,71. Þegar litið er yfir efnahags- reikning bæjarsjóðs 1951, þá sést að eignamegin hafa engar veru- legar breytingar á orðið frá fyrra ári. Útistandandi bæjargj. samkv. gjaldendabókum eru þó hærri en í árslok 1950, eða um 236 þús. og inneign bæjarsj. hjá bæjarútgerð- inni hefur hækkað um 200 þús. Skuldamegin eru aðalbreytingar þær, að nýtt lán hefur verið tekið á árinu hjá Tryggingarstofnun r'íkisins að upphæð 500 þús. kr. Bæjarsjóður er talinn skulda vatnsveitunni 190 þús. kr.; er það 100 þús. meira en árið 1950. — Þessi hækkun er komin fyrst og fremst af því, að útistandandi gjöld vatnsveitunnar eru færð sem eign vatnsveitunnar hjá bæjarsjóði, og honum ætlað að sjá um innheimtu ásamt öðrum fast- eignagjöldum. Þá var á þessu ári stofnað til nýrrar lántöku vegna Skútukaupanna 69 þús. kr. Eg vil þá að endingu geta þess, að eignir umfram skuldir 1951 eru 3.312.746,58, og er það 230 þús. minna en árið 1950. Til saman- burðar má geta þess, að árið 1948 eru eignir bæjarsjóðs umfram skuldir 3.595.000,00, en nú eins og fyrr segir 3.312.746,58, eða 283 þús. kr. lægra. Þegar litið er til ástands í atvinnu- og efna- hagsmálum Siglfirðinga árið 1949, 1950 og 1951 svo og þess að lækk uð hafa verið og afskri-fuð útsvör á tveimur síðustu árum fyrir rúmar 400 þús., sem áður hafa verið talin eign, verður að telja afkomuna mun skárri en efni stóðu til,“ Tíl sölu Nýbyggð þriggja herbergja íbúð. Einnig til sölu miðstöðvar- eldavél og þrír miðstöðvar stál- ofnar. — Afgr. víaar á. t Frú Stefama Jóhannesdottir andaðist að heimili sínu Aðal- götu 25 hér í bæ, hinn 30. ján. s.l. Þessarar mikilhæfu ágætiskonu verður minnzt í næsta blaði. Theédór Páfsson SKIPSTJÓRI — ÁTTRÆBUR Hinn 27. janúar s.l. átti hinn góðkunni borgari Theódór Páls- son, skipstjóri, áttræðisafmæli. Ef dæma ætti eftir útliti Theó- dórs, þá yrðu fáir, sem létu sér til hugar koma, að hann væri orðinn áttræður, svo sporgreiður og léttur í hreyfingum er hann enn, þrátt fyrir þenna aldur. Á afmælisdaginn heimsóttu af- mælisbarnið fjöldi vina og kunn- ingja, en það veitti gestunum af hinni gömlu og góðu 'íslenzku gestrisni. Á öðrum stað hér í blaðinu eru birtar nokkrar vísur, sem af- mælisbarninu bárust. Einherji óskar Theódór allra heilla í tilefni þessa afmælis hans, og væntir þess, að hann haldi kerlingu Elli eins trúlega frá sér hér eftir sem hingað til. Vísur sendar Theódóri Pálssyni áttræðum Allra gæSa óska ég þér á afmælisdegi stýróu svaSa um sólarvegi, st>o aS skaSa finnir eigi. N. N. Sé ég áltræSan en ungan sigla bölharSan beitivind hjá blindskerjum. Enn er til hafnar ófarinn snarpharSur snertuspölur. S. B. Hjartanleg hamingjuósk á afmælis- daginn 27. jan. 1953, með ósk um gleðiríka framtíð. Óskin mín er eflaust sú áttræSis á vori, aS sú gráa gæti nú gamla manninn boriS. Ó. G. Heill þér áttræðum! Vertu lengi ungur enn, þó aldur hækki; Elli kerling ei þig lækki; átak hennar hvert þig stækki. Þú stóSst þig vel aS stjórna Njáli stýrisvana í tuitugu og fjóra tíma ólina; tefldir djarft viS sænornina, — G.S.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.