Einherji


Einherji - 22.04.1953, Blaðsíða 1

Einherji - 22.04.1953, Blaðsíða 1
 w ww m m «*? tattijsóknatrtttatttta í tgtufivðt EINHERJI óskar öllum GLEÐILEGS S U M A R S ! 2. tölublað. Miðvikudaginn 22. aprll 1953 22. árgangur. SKYRSLA sendinefndar bæjarstjórnar Sigluf jarðar, sem kjörin var 10. febrúar s.l. Einherji birtir í dag skýrslu sendinefndar bæjarstjórnar Sigluf jarðar, sem kjörin var 10. febr. s.l. til að vinna að lausn togaramálanna. Skýrsla þessi var rædd á bæ/arstjórnarfundi föstudag- inn 17. þ.m. Vegna þrengsla í blaðinu í dag er ekki unnt að rekja umræðurnar á þessum fundi, en þar kom berlega í Ijós, að tveir af bæjarfulltrú- um Alþýðufl. vildu heldur láta ganga að togurunum og selja þá á nauðungaruppboði og segja síðan bæinn á ríkið, heldur en að taka 4,5 millj. kr. að láni eins og gert var. Umræðum þessum verður gerð skil síðar og þá ræddar þær stefnur, er virtust ríkja í togaramálinu í bæjarstjórn. Á fundi bæjarstjómar Siglu fjarðar, þann 10. febrúar s.l., vor um við undirritaðir kjörnir ti þess að fara til Reykjavíkur, 'ti viðræðna við r'ikisstjómina og stjórn SildarverksmiðJa ríkisins o.fl. aðila um framtíðarrekstur bæjartogaranna og önnur hags- munamál Siglufjarðarkaupstaðar, svo sem aukningu skipastólsins hér, ríkisábyrgð vegna erlendrar lántöku v. Skeiðsfossvirkjunar- innar o.fl. Tillagan, sem sam- þykkt var varðandi för nefndar- innar og erindi var svohljóðandi: „Fjárhag togara bæjarins er nú svo komið,. vegna hallarekstrar undanfarinna ára, að skipin liggja hér aðgerðarlaus og ekki er sýni- legt. að nægilegt lánsfé fáist til Æið tryggja öruggan rekstur þeirra í framtíðinni, og því yfir- vofandi hætta á að skipin verði seld úr bænum. Hinsvegar telur bæjarstjórn brýna nauðsyn á, að skipin séu staðsett og starfrækt sem atvinnutæki í bænum og samþykkir því að láta athuga nú þegar möguleika á að selja Síld- arverksmiðjum ríkisins togara bæjarins. Eftirfarandi skilyrði verði sett fram af hálfu bæjarins fyrir sölu ekipanna: 1. Skipin verði gerð út frá Siglu- firði með siglfirzkum áhöfn- 2. Áherzla verði lögð á að sá afli, sem landað verður hérlendis, " verði lagður upp á Siglufirði. 3. Bærinn hafi forkaupsrétt ef verksmiðjurnar vilJa selja tog- arana, annan eða báða. „Þar sem nauðsyn er á, að tog- ararnir komist út á vert'ið, þá er nú fer í hönd, samþykkir bæjar- stjórn að kjósa 3 menn, sem ásamt bæjarstjóra f ari með fyrstu ferð til Reykjavíkur til að vinna að þessu máli við stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins og ríkisstjórn, samhliða því að nefndin vinni að framgangi annarra þeirra -mála. sem bæjarstjórn hefur beint til r'ikisstjórnarinnar." Fimmtudaginn 12. febrúar kom nefndin saman á fyrsta fund sinn. Nefndin fór héðan áleiðis til Reykjavíkur með m.s. Heklu 19. febr. s.l., Þar sem forsætisráð- herra var erlendis . og nauðsyn var á að ná fundi hans, sá nefndin ekki ástæðu til að hraða frekar ferð sinni. Nefndin kom til Reykjá víkur 21. febrúar s.l. Fyrsti við- ræðufundur varð við stJórn Sild- arverksmiðja ríkisins, mánudag- inn 23. febrúar. Var málið lagt fyrir stjóm S.R. og var það all mikið rætt á þessum sameigin- lega fundi. Þann 27. febrúar barst svar frá Síldarverksmiðjum r!Íkisins ,um þá málaleitan bæjarstjórnar Siglufjarðar, að S.R. keyptu tog- ara Siglufjarðarkaupstaðar. Tillagan sem samþykkt var í verksmiðjustjóminni var svo- hljóðandi: „Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins telur sig ekki geta orðið við tilmælum bæjarstjórnar Siglu- f jarðar, er samþykkt voru á fundi hennar hinn 10. þ.m. um að Síldar verksmiðmr., ríkisins kaupi tog- ara bæjarins, m.a. vegna þess, að ekki er lagaheimild til sl'ikra kaupa né fjárhagsgeta fyrir hendi hjá verksmiðjunum til kaupanna. Hinsvegar telur stjórn Síldarverksmiðja ríkisins mikla nauðsyn á því, að togar- arnir verði áfram gerðir út frá Siglufirði, og fundinn verði fjár- hagsgmndvöllur fyrir rekstri þeirra þar." Bréf Síldarverksmiðja ríkisins yar sent áfram tH ríkisstjóniar. innar, laugardaginn 28. febrúar. Ræddi nefndin við forsætisráð- herra. Steingr'im Steinþórsson, um erindi bæjarstjórnarinnar og gerði grein fyrir því hvernig þessi mál s.tæðu nú. Miðvikudaginn 4. marz gekk nefndin á fund fjármálaráðherra, Eysteins Jónssonar og atvinnu- málaráðherra, Ólafs Thors, ráð- herrarnir tjáðu nefndinni að ríkisstjórnin hefði fyllsta vilja á að greiða úr þeim vandamálum, sem skapast hefðu í Siglufirði í sambandi við stöðvun togaranna og ákveðið væri, að skrifstofu- stJórarnir í Fjármálaráðuneytinu og Atvinnumálaráðuneytinu þeir hr. Sigtryggur Klemenzson og hr. Gunnlaugur Briem rannsökuðu af- komu togaraútvegsins í landinú og yrðu þá togaramál Siglfirðinga þar efst á blaði. Ákveðið var, að skrifstofustjór- arnir tækju til starfa á fimmtu- dag 5. marz og var fundur ákveð- inn með þeim þann dag. Á þessum fundi var mikið rætt um ástand og horfur <[ atvinnumálum Sigl- firðinga og þátt bæjarútgerðar- innar til úrbóta í þeim málum. Á tímabilinu firá 6. marz til 11. marz var rætt við Atvinnumála- nefnd ríkisins, Sameinaða verk- taka, Fjármálaráðuneytið, v. Skeiðsfossvirkjunarinnar, fiski- málastjóra o.fl., varðandi ýms vandamál Siglfirðinga, og verður síðar vikið að. þeim viðtölum í sk.ýrslu þessari. Á tímabilinu frá 11. marz til 19. marz var rætt oftar en einu sinni við fyrrnefnda ráðherra og skrifstofustjóra og þess óskað, að afgreiðslu málsins yrði hraðað. Svör þeirra voru jafnan á þá leið, að sýnt væri að bæjarútgerðin þyrfti minnst 4—5 millj. króna til að komast á réttan kjöl. og verið væri að kanna, hvort svo stór lányeiting fengist, sl'íkt hlyti' að taka nokkurn tíma, ef það tækist þá. 20. marz skrifaði nefndin ríkis- stjórninni svohljóðandi bréf: „Við undirritaðir sendinefndar- menn Siglufjarðarkaupstaðar höf- um nú dvalið hér í Reykjavík um mánaðart'ima. Eins og hæstvirtri ríkisstJóm er kunnugt, var aðalerindi oikkar að leysa fjárhagsvandamál bæjar- útgerðar Sigluf jarðar. Okkur er mjög vel Ijóst hve lausn þessa máls er erfið og vandasöm og einnig ,að málsmeð- ferðin tekur langan tíma. En við viljum þó leyfa okkur að benda á eftirfarandi, sem er að okkar áliti höfuð ástæðan fyrir því, að þess- um málum verði flýtt svo sem ikostur er á. í fyrsta lagi, að sjómenn og fjölskyldur þeirra, §ru þegar faru- ir að líða algera neyð vegna greiðsluvandræða" útgerðarinnar. og versnar það ástand með hverj- um degi sem líður. I öðru lagi má telja líkur til. að vertiðin, sem hefst um mánaða- mótin næstu, gefi vonir um betri afkomu útgerðarinnar. Hver dagur sem líður án þess að málið leysist, minnka líkumar fyrir því, að skipin komist út á vertíð í tæka tíð. I.þriðja lagi bendum við á, að ef ekki leysist úr fjárhagserfið- leikum útgerðarinnar næstu daga, eru mjög miklar l'ikur fyrir því, að yfirmenn á skipunum, sem viðurkenndir eru sem dugnaðar- -menn, ráði sig fyrirvaralaust á önnur skip. I fjórða lagi viljum við benda á, að skipin verða ófrávíkJanlega boðin upp laugardaginn 28. þ.m. til lúkningar sjóveðskröfum og öðrum dómkröfum. Af framangreindum ástæðum viljum við því beina þeim tilmæl- um til hæstvirtrar ríkisstjórnar, að. mál þetta verði leyst eins fljótt og töku eru á." Laugardaginn 28. marz barst nefndinni tilkynning frá ríkis- stjórninni þess efnis, að hún hefði ákveðið að útvega og ábyrgjast i— gegn vissum skilyrðum — 4,5 milíjónir króna lán til Siglu- fjarðarkaupstaðar. vegna bæjarút gerðarinnar. Þar sem skilyrði ríkisstjómar- innar voru birt fulltrúum í bæjar- stjórn Siglufjarðar í skeyti frá nefndinni innlögðu til ritsímans samdægurs og þau bárust nefnd- inni í Reykjavík, sjáum við ekki ástæðu til að endurprenta þau hér með. Því miður var ekki símasam- * band við Siglufjörð á laugardag- inn 28/3, eftir að kunnugt var um svar ríkisstjórnarinnar, og þv'í ekki unnt þann dag að skýra nán- ar í síma frá máli þessu, en það var gert í samtölum strax á sunnudag, þegar talsamband komst á við Sigluf jörð. 1 framangreindu skeyti lagði nefndin til, að Bæjarstjórn Siglu- fjarðar samþykkti skilyrði ríkis- stjórnarinnar fyrir lántökunum til bæjarútgerðar Siglufjarðar og málið yrði afgreitt á fundi bæjar- stjórnar sunnudaginn 29/3. Nefndin lagði þetta til að vel athuguðu máli, og eftir að hafa rætt þetta við ibæjarfulltrúana Ragnar Jóhannesson og Jón Stef- ánsson, sem staddir voru í Reykja Vík og samþ. voru till. nefndar- innar. Að dómi nefndarinnar var þetta eina færa leiðin út úr þeim vanda, sem bæjarútgerðin yar stödd í. í sambandi við þá ákvörð un nefndarinnar að leggja til að Framhald á 4. »íðw

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.