Einherji


Einherji - 22.04.1953, Blaðsíða 3

Einherji - 22.04.1953, Blaðsíða 3
E I N H E R J I 3 Tilkynnið aðsetursshípti TILKYNHIKG Að gefnu tilefni tilkynnist atvinnurekendum ú Siglufirði, að þeim ber að skila skrá yfir alia útsvarsskylda starfsmenn sína til bæjar- skrifstofunnar, ,og þeir bera ábyrgð á innheimtu útsvara af starfs- mönnum sínum samkvæmt fyrirmælum útsvarslaganna og reglugerð um útsvarsinnheimtu. Siglufirði, 23. marz 1953. BÆJARSTJÓRI Tilkynning m bótagreiðslur almanna- trygginganna árið 1953. Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s.l. og stendur yfir til ársloka. Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra helmingi ársins 1953 eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bót- um síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjun að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1952 og endanlegur úrskurður um upphæð lífeyrisins 1953 felldur, þegar framtöl til skatts liggja fyrir. Þein, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örorkulífeyris, barna- lífeyris eða fjölskyldubóta, þurfa ekki, að þessu sinni, að sækja um framlengingu þessara bóta. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvæmt heimildarákvæðum almannatrygginga- laganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyrá, makabætur, bætur til ekkla vegna barna, svo og lífeyrishækkanir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á við- eigandi eyðublöð Tryggingastofnunarinnar, útfyllt rétt og greini- lega eftirr því, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðs- manni ekki síðar en fyrir 15. ma'i næstkomandi. Áríðandi er að örorkustyrksþegar, sem misst hafa 50—75% starfsorku, sæki á tilsettum t ma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess, að f jár- hæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja um- sóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með trygg- ingask'írteni sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skenðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og allar nýjar umsóknir nm lífeyri, fjölskyldubætur eða mæðralaun verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi sklivís- lega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Norðurlandaþegnar, sem hér hafa búsetu eru minntir á, að skv. milliríkjasamnmgum hafa danskir, finnskir, sænskir og norskir rikisborgárar ellilifeyrisrétt rrteð tilheyrandi barnalíf- eyrisrétti, hafi þeir haft hér samfellda 5 ára búsetu þegar bót- anna er leitað. Þá hafa finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar fjölskyldubótarétt fyrir börn sín, séu þeir ásamt börnunum skráðir á manntal hér, enda hafi þeir ásamt börnunum haft hér 6 mánaða samfellda búsetu • áður en bótarétturinn fcemur til greina. Fjölskyldubótaréttur þessi tekur ekki til danskra ríkis- borgara. Islenzkir ríkisborgarar, eiga gagnkvæman rétt til ellilífeyris og f jölskyldubóta í hinum Norðurlöndunum. Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast frá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsófcnir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnst að öðrum kosti. Reykjavík, 25. marz 1953. TRYGUINGASTOFN UN RÍKISINS Samkvæmt lögum nr. 73/1952 ber öllum þeim, sem skipt hafa um heimilisfang hér í bænum frá 16. október 1952, eða flutzt liafa í bæinn frá þeim tíma, að útfylla tilkynningareyðublöð um aðseturs- sldpti, sem liggja frammi á bæjarskrifstofunum, að viðlögðum sektar- ákvæðum, ef út af er brugðið. Siglufirði, 10. april 1953 liggur frammi á bæjarskrifstofimni til atliugunar fyrir kjósend- endur frá 1. apríl til 30. apríl n.k. Kærur Ivegna kjörskrárinnar skulu hafa borizt undirrituðum eigi síðar en 3 vikiun fyrir kjördag, eða í síðasta lagi 7. júní n.k. Siglufirði, 24. marz 1953. CBÆJARSTJÓRINN Fjárhagsráðs Samkvæmt heimild í 3. gr._ reglugerðar frá 23. september 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. apríl 1953. Nefnist hann „ANNAR SKÖMMTUNAR- SEÐILL 1953“, prentaður á hvítan pappír með svörtum og grænum lit. Gildir hann samkvæmt því sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 6—10 (báðir mfeðtaldir) gildi fyrir 500 grömm- um af smjörlíki, hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 30. jiúní 1953. REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor um sig fyrir 500 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri). Reitir þessir gilda til og með 30. júní 1953. Eins og áður hefur verið auglýst, er verðið á bögglasmjöri greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör. „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjórum sé samtímis skilað stofni af „FYRSTA SKÖMMTUNARSE'ÐLI 1953“, með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingadegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 31. marz 1953. INNFLUTNINGS- OG GJALDEYRISDEILD FJÁRHAGSRÁÐS 15 Siglfirðingar geta fengið atvinnu lijá Sameinuðum verktökum á Keflavíkurflugvelli 27 .þ.m. Þeir Siglfirðingar, sem lóska eftir að komast í þessi, pláss, til- kjnni það til bæjarskrifstofunnar fyrir hádegi n.k. föstudag 24. apríl. Þeir, sem eru orðnir 18 ára og eldri, sitja fyrir plássum. ATVINNUMÁLANEFNDIN BÆJARSTJÓRI Kjörskrá Siglufjarðarkaupstaðar 1953. AUGLYSIHO nr. 1/1953 frá Innflutnings- og gjalrieyrisdeild Atvinnumálanefnd Siglufjarðar tilkynnir: bMY -<

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.