Einherji


Einherji - 27.05.1953, Blaðsíða 1

Einherji - 27.05.1953, Blaðsíða 1
3. tölublað jFratn$óknarmaittui í Miðvikudagur 27. maí 1953 Frambod Framsóknar- flokksins í Siglufirði Jón Kjartansson, bæjarstjóri, verður í kjöri í Siglu- firði fyrir Framsóknarflokkinn við alþingiskosn- ingarnar, sem fram eiga að fara 28. júní h. k. Jón Kjartansson þarf e'kiki að i ltynna fyrir Siglfirðingum. Hann er, eins og kunnugt er, fæddur og uppalinn í Siglufirði og hefiu- starfað hér alla sína tíð, við hin margþættustu störf og leyst þau af hendi af samvizkusemi og dugnaði. Jón Kjartansson tók hér við bæjarstjórastarfinu á erfiðum t'ima. Vanskilaskuldir höfðu hlað- izt upp hjá bænum og hér hafði verið bæjarstjóralaus um nokk- urn tíma. Síðan hafa erfiðlei'karn- ir enn aukizt með áframhaldandi síldarleysisárum. Höfuð atvinnu- vegur Siglufjarðar hefur brugð- izt að mestu öll þau ár, sem Jón hefur verið bæjarstjóri. En með sérstökum dugnaði, skyldurækni við sitt bæjarfélag og samninga- lipurð, sem er viðurkennd bæði af andstæðingum hans sem öðr- um, hefur honum tekizt ýmist að íkoma í höfn eða þoka áleiðis þeim framfara- og nauðsynjamálum, er ibærinn hafði og hefur í fram- kvæmd. Það eru sennilega ekki allir, sem hugleiða það, hvað störf bæj- arstjórans eru margþætt og þýð- ingarmikil fyrir bæinn og bæjar- búa. Þessi störf væru þó leikur einn, ef hér rlkti venjulegt at- vinnuástand og sildveiðin hefði ekki brugðizt, — hjá þeim miiklu erfiðleikum, sem hafa skapazt, þegar aðalatvinnuvegur bæjarbúa bregst að mestu ár eftir ár og tekjustofnar bæjarins, þar af leið- andi, hrapa niður. I svona erfiðleikum reynir fyrst á dugnað og manndóm þess manns, sem er framkvæmdastjóri bæjarfélagsins og "orsvarsmaður. Það er t. d. allkunna, að Sjálf- stæðismenn hælast mikið um yfir f jármálastjórn sinni á Reykjavík- urbæ og dugnaði borgarstjórans, Gunnars Thoroddsen. En vilduð þið, Siglfirðingar góðir, hugleiða það, hvernig útkoman yrði hjá borgarstjóranum í Reykjavík, ef að hann gæti ekki um árabil lagt tekjuútsvör svo neinu næmi, á helztu atvinnugreinar höfuð- staðarins og hefði ekki úr öðrum útsvarstekjum að spila en veltuútsvörum og tekjuútsvörum á láglaunafólk. Undir svona kringumstæðum reyndi fyrst á, hversu fjármála- stjórn Sjálfstæðism og hagsýni Gunnars borgarstjóra dyggði til. En þetta eru þeir erfiðleikar, sem Jón Kjartansson hefur orðið að glíma við þau ár, sem hann hefur verið hér bæjarstjóri. Hér verður ekki rifjaður upp gangur ýmissa þeirra mála, sem Jón Kjartansson hefur haft með að gera fyrir bæinn. Fólki eru þau vel kunn. En þó að því hafi verið haldið á lofti hár í bænum 'i áróðursskini, að Jón Kjartans- son sæti oft lengi við samninga- borðið í Reykjavík, út af erindum fyrir bæinn þá liefur hann komið heim íneð svo stórfellöan árangur fyrir Siglufjörð, að það hefur va'; ið eftirtekt víða um land. Þetta ættu kjósendur í Siglu- firði vel að muna við kjörborðið 28. júní m. k. Þeir ættu að bera saman þátt Jóns Kjartanssonar í lausn ým- issa vandamála bæjarins og á- huga hans á iframt'iðarmálum hans og hinna þriggja frambjóð- endanna. Frambjóðandi Sósíalistaflokks- ins, Gunnar Jóhannsson, hefur að vísu setið í bæjarstjórn Siglufjarð ar um árabil, en vegna aðstöðu 22. árgangur. BHBBEH Kosnrngaskrifst. Framsðknarfi. er í Norðurgötu 4. Opin 5—7 og 8,30—10,30 síðd. — Framsóknarmenn og annað stuðningsfólk Jóns Kjartanssonar er beðið að liafa samband við skrifstofuna. Kosninganefndin sinnar sem kommúnisti yrði hann vita áhrifalaus á .alþingi og hefði ekki minnstu möguleii’.ra, frekar en Áki Jakobsson, til þess að koma málefnum Siglufjarðar í höfn. Þetta vita allir Siglfirðing- ar. Þetta er staðreynd, sem greinilega hefur sannazt á liðnu kjörtímabili. Kciímiúnisti er þvi gagnslaus þingmaður fyrir Siglufjörð. Þingmannsefni Alþjfl., Erlend- ur Þorsteinsson, sat hér i bæjar- stjóm nokkur ár, eða þar til at- vinnuerfiðleikarnir fóru að herja í. Þá uppgafst hann og flúði bæ- inn. Síðan hafa Siglfirðingar lítið frá honum heyrt, nema helzt fyr- ir alþingiskosningar. Þá er hann sendur hingað af Stefáns Jóhanns liðinu til þess að biðja um at- kvæði. Það ætti því að vera auðve’.t fyrir kjósendur að gera upp á milli frambjóðanda Aiþ.fl. og Jóns Kjartanssonar. Siglufjarðar- bær er með miklar iframkvæmdir, sem margar eru nauðsynlegar fyr ir vöxt og framþróun bæjarins. Þær eru misjafnlega á -leið komn- ar og hafa fjárhagsörðugleikar undanfarandi - aflaleysisára tafið fyrir framgangi þeirra. En þær eiga það flestar sameiginlegt, að þeim verður ekki komið i höfn Framhald á 3. síðu Sendum Siglfirðinginn Jön Kjartans- son á þing fyrir Siglfirðinga Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú tilkynnt framboð s'in hér í Siglufirði, við Alþingiskosningarn ar, sem fram eiga að fara 28. júní n.k. Tveir af þessum fram- bjóðendum hafa áður verið í kjöri hér, þ. e. þeir Jón Kjartansson og Erl. Þorsteinsson, en tveir eru nýjir af nálinn, þ. e. Einar Ingi- mundarson og Gunnar Jóhanns- so'n. Framboðin eru mikið rædd Manna á milli er nú mest talað um kosningarnar og hver verða muni næsti þingmaður Siglfirð- inga. Nokkrir spyrja um ástæð- urnar fyrir því, að Áki Jakobsson er nú ekki í kjöri ifyrir kommún- ista eins og að undanförnu. — Kommúnistar hér hafa gefið þá skýringu, að einkaástæður Áka valdi hér mestu. Fáir munu trúa þessu. Hitt mim vera réttara, að ástæðurnar fyrir breytingunni á framboði kommúnista hér séu há- pólitískar. Annaðhvort er Áki orð inn leiður á Kommúnistaflokkn- um og freistar nú að byrja nýtt pólitískt l'if, eða kommúnistar hafa fengið nóg af Áifca. Það skiptir ekki miklu máli hvort frambjóðandi kommúnista hér heitir Áki, Gunnar eða eitt- hvað annað. Það er fyrirfram vit- að, að kommúnistaþingmaður get- ur engu til leiðar komið á Alþingi. Saga síðustu ára sannar oikkur það áþreifanlega. Kommúnista- þingmenn verða utan gátta á þingi og þar af leiðandi vanmátt- ugir. Það veit öll þjóðin. „Slyngasti samningámaðurinn". Meðal Alþýðuílokksmanna hér ríkir mikil óánægja yfir því, að flokkur þeirra sku-li enn einu sinni bjóða upp á Reykvíiking sem kandídat hér við Alþingiskosning- arnar í vor. Margir héldu að með tilkomu Sigurjóns Sæmundssonar í Alþ.fl. væri vandamál kratanna hér í sambandi við framboðið til Framhald á 4, síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.