Einherji


Einherji - 27.05.1953, Blaðsíða 2

Einherji - 27.05.1953, Blaðsíða 2
 EINHERJI Frá bœjarstjórn S.l. fimmtudag var haldinn fundur í bæjarstjórninni að Hótel Hvanneyri og hófst hann kl. 2 síðd. Á dagskrá voru fundargerð- ir bæjarráðs og Hólsbúsnefndar og fjárhagsáætlanir kaupstaðar- ins, síðari umræða. Sundlaugin verður opnuð 26. maí Á þessum sama fundi samþ. bæjarstjórnin að opna sundlaug- ina þriðjudaginn 26. maí. Þann dag hefst kennsla skólanemenda og stendur yfir alla virka daga frá kl. 9 f.h. til 12 og frá Ikl. 14—16. Frá þeim tíma og til kl. 20 verður sundlaugin opin fyrir aimenning. Sama gjaldskrá gildir nú og síðasta ár. Afgreiðsla fjárliagsáætlananna. Fyrri umræða um fjárhags- áætlanir bæjarins fór fram 11. maí 9.1. Þá gaif bæjarstjóri yfirlit yfir rekstur bæjarsjóðs, hafnar- sjóðs og vatnsveitu á s.l. ári. Bæj- arstjóri gat þess, að höfuðástæð- an fyrir því, að fjárhagsáætlanir kæmu svona seint fram væri sú, að hann hefði þurft að vera fjar- verandi í erindum bæjarins mikið í febrúar, marz og apríl. Sökum þess hefðu samningar fjárhags- áætlana tafizt. Fjárhagsáætlun liafnarsjóðs: T e k j u r : 1. Hafnargjöld .................................. kr. 460.000,00 2. Tekjur af eignum ............................... — 200.000,00 3. Lántaka til framkvæmda við innri höfnina, hafnar- bryggju o. fl................................... — 300.000,00 Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs 1953 Tekjur: 1. Endurgreiddur fátækraistyrkur ................... kr. 110.000,00 2. Leigutekjur ...................................... — 75.000,00 3. Frá Hafnarsjóði, Vatnsveitu, Rafveitu og Rauðku fyrir reikningshald og yfirstjórn ................. — 140.000,00 4. Fasteignaskattur og gangstéttagjöld ............ — 300.000,00 5. Ríkissjóðsstyrkir ................................. — 96.250,00 6. Frá Jöfnunarsjóði og endurgr. lán og vaxtainnb. '— 100.000,00 7. Útsvör: a. Aðalniðurjöfnun ................................ — 2.656.500,00 b. Verksmiðjuútsvör .............................. — 100.000,00 c. Áfengisverzlun ríkisins ........................ — 80.000,00 8. Ýmsar tekjur, samvinnusk., skemmtanask. o. fl. — 80.000,00 9. Lántökur: a. v. skuldabreytinga .......... kr. 1.300.000,00 b. v. byggingar Gagnfr.skóla .... — 150.000,00 c. Til bátaíkaupa og annarra atvinnuaukninga ............. — 250.000,00 ------------- — 1.700.000,00 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 14. - 13. 15. Samtals kr. 5.437.750,00 Gjöld: Stjórn kaupstaðarins ........................... kr. 340.000,00 Löggæzla ...................................... — 210.000,00 Umsamdar afb. lána og ógr skuldakr. og styrkir — 1.607.300,00 Vextir af lánum ................................ — 70.000,00 Framfærslumál ................................. — 400.000,00 Menntamál ...................................... — 448.000,00 Styrkir til félaga ............................. — 18.000,00 Til íþróttamála: / Til sundlaugar v. reksturshalla og framh.framkv. — 40.000,00 Til íþróttabandalagsiris ....................... — 5.000,00 Viðhald fasteigna og skattar .............. — 80.000,00 Viðhald vega, gagnstéttarl. og gatnalagning .... — 400.000,00 Brunamál .................................i..... — 108.000,00 Lýðtrygging og lýðhjálp ........................ — 530.000,00 Þrifnaður ...................................... — 100.000,00 Heilbrigðismál ................................. —■ 147.600,00 ímsar greiðslur: 1. Til bátakaupa og annarra atvinnuaukn. eftir nánari ákvörðun bæjarstjórnar ........ kr. 250.000,00 2. Til Bæjarútgerðar Siglufjarðar — 200.000,00 3. Til byggingar Gagnfræðask. að því tilskyldu að 150.000,00 kr. lántajka fáist .................. — 250.000,00 4. Viðgerð flóðvarnargarðs ........ — 50.000,00 5. Til ungl.vinnu og barnaleikv...... — 30.000,00 6. Til dagheimilis barna .......... — 10.000,00 7. Til séra Kristjáns Róbertssonar — 2.000,00 8. Ýmis útgjöld ................... — 41.850,00 Samtals kr. 960.000,00 G j ö 1 d : 1. Stjórn hafnarinnar ............................... kr. 217.766,00 2. Afborganir lána .................................... — 392.589,90 3. Vextir af lánum .................................... — 60.000,00 4. Hafnarvitarnir .................................. — 10.000,00 5. Fasteignir ......................................... — 240.000,00 6. Rekstur hafnarbáts ................................. — 10.000,00 7. Öviss útgjöld ...................................... — 29.644,10 Samtals kr. 960.000,00 Niðurstöðutölur vatnsveitunnar eru kr. 1.182.800,00 Niðurstöðutölur rafveitunnar eru kr. 4.400.000,00 — 833.850,00 Samtals kr. 5.437.750,00 Ábyngðarlaus stjórnarandstaða Neisti, sem út kom 22. þ. m., skýrir frá afgreiðslu fjárhags- áætlananna undir fyrirsögninni „Frá bæjarstjórn“, á hinn furðu- legasta hátt. ,,Fréttirnar“ hefjast á því að sagt er frá, að Haraldur Gunnlaugsson bæjarfuiltrúi hafi hafið umræður af hálfu stjórnar- andstöðunnar og bent á „helztu veilur“ áætlananna og deilt á bú- skaparlagið sem væri á bæjarfé- laginu og „áframhaldandi óreiðu“ (mun þar hafa verið átt við þá óreiðu, sem hófist undir forystu Alþýðuflokksins). Ræða H. G. var sú skársta sem hann hefur haldið í bæjarstjórn, sökum þess hve stutt hún var, en það kom ekki til af góðu, aðeins einn áheyrandi var viðstaddur. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins lögðu fram að- eins eina breytingartillögu við fjárhagsáætlanirnar, og var hún á þá leið að útsvör skyldu lækk- uð um kr. 600.000,00. Framlag þessara bæjarfulltrúa í sambandi við fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs á undanfömum árum hefur jafn- an verið tillögur um að lækka út- svörin. Þetta hefur skeð á sama tíma og allir útgjaldaliðir hafa hækíkað, og aðrir kaupstaðir hafa á þessum tíma stórkostlega hækk að sin útsvör og fasteignaskatta. Þessi breytingatillaga Alþýðufl. á fyrst og fremst að vera kosninga beita, því að vissulega myndu all- ir skattgreiðendur þiggja það, að útsvörin lækkuðu. Þetta vita bæj- arfulltrúar Alþýðuflokksins, en bæjarbúar sjá í gegnum þennan blekkingarvef Alþýðufl.manna og skilja, að það er ekki hægt að læikka útsvörin í Siglufirði á sama tínia og aðrir kaupstaðir hækka þau um allt að 30%. Ræða H. G., sem gekk mikið út á það að verja þessa einu breytingartillögu, bar vott um sér stakt ábyrgðarleysi hjá einum bæjarfulltrúa. Meðal öfgalkenndra fullyrðinga x þessari ræðu var ein þess efnis, að Siglfirðingar muni í ár þurfa að greiða ca 90% hærri útsvör en Reykvíkingar. Ekki rökstuddi bæjarfulltrúinn þetta með einu orði, enda ekki hægt, þar s^m þetta eru vísvit- andi blekkingar og verður nánar vikið að þeim, þegar álagningu útsvara er lokið hér og í Reykja- vík. Almennt er hlegið að þess- um staðhæfingum Haraldar. Haraldur bar á bæjarstjórann að hann hefði aldrei lagt fram yfirlit yfir útistandandi útsvör frá 1952 og eldri og heldur ekki lagt fram skuldalista yfir eftir- stöðvar fasteignagjalda frá 1952 og eldri. Hið rétta í þessu máli er, að 8. maí s.l. er svofelld bók- un gerð í fundargerð bæjarráðs: „Þá lagði bæjarstjóri og. fram skuldalista yfir eftirstöðvar fast- eignagjalda að f járhæð 115.359,96 kr. og eftirstöðvar útsvara kr. 1.323.524,12, hvorttveggja á ár- inu 1948 og yngra.“ Haraldur Gunnlaugsson skrifar* sjálíur und- ir þessa fundargerð. Þetta dæmi er hér tiltekið til að sýna brot af sannleiksást og málsmeðferð Har. Gunnlaugssonar. Það, að bæjarfulltrúar Alþ.fl. lögðu fram aðeins eina breyting- artillögu við fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs, hafnarsjóðs og vatns- veitu, sýnir bezt, að þeir telja að þessar fjárhagsáætlanir sé ekki hægt að gera betur og ber því að skoða framkomu þeirra . .sem fyllsta traust, enda er sannleikur- inn sá, að hefði ekki tekizt að skapa svo sterkan og samstilltan meirihluta, sem raun er á, þá væri bæjarfélagið fyrir löngu komið á ríkið og fólkið hetði streymt viðstöðulaust úr bænum. Því verður ekki neitað, að miklir erfiðleikar eru framundan, en mikið hefur áunnizt á þeim árum, sem núverandi meirihluti hefur farið með völdin í bæjar- stjórninni. Nýr togari hefur ver- Framhald á 4, síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.