Einherji


Einherji - 27.05.1953, Blaðsíða 3

Einherji - 27.05.1953, Blaðsíða 3
EI NH E R J I 3 S K R k R FYRIRMÆLI yfir tekjuskatt og eignaskatt, tekjuskattsviðauka og stríðsgróða- skatt, skrár yfir iðgjöld til Almannatrygginga og gjöld til námsbóka- sjóðs, liggja frammi, almenningi til sýnis, á skrifstofu bæjarfógeta frá 18. maí til 2. júní 1953. Kærur yfir álögðum gjöldum sendist á skrifstofu bæjarstjóra í síðasta lagi 2. júní 1953. SKATTANEFND Atvinnuleysisskráning Samkvæmt ákvörðun. bæjarstjórnar Siglufjarðar hefur verið á- formað að fram fari atvinnuleysisskráning hér í Siglufirði dagana 27., 28. og 29. maí n. k. Skráningin fer fram á bæjarskrifstofunum fyrrnefnda daga frá kl. 1—6 e. h. Hér með er skorað á allt atvinnulaust fólk að mæta til skrán- ingar. Siglufirði, 22. maí 1953. BÆJARSTJÓRI Framboð Framsóknarfiokksins í Siglufirði Framhald af. 1. síðu nema með aðstoð þings og stjórn- ar, fjárframlögum og lánum frá því opinbera. Má þar t. d. nefna, að ljúka við virkjun Skeiðsfoss, ljúka við Gagnfræðaskólann, full- gera vatnsveituna, vinna áfram að innri höfninni og svo ekki sízt að koma á fót nýjum atvinnu- greinum fyrir bæjarbúa. Hvort eru nú meiri l'ikur fyrir því, að þingmaður frá fámennasta flokknum á Alþingi, Alþ.fl., eða þingmaður frá öðrrun aðalflokki þingsins, Framsóknarfl., verði á- hrifameiri og hafi betri aðstöðu til að koma málum Siglfirðinga á framfæri. Þingmaður frá Fram- sóknarfl. hlýtur að hafa þarna margfallt stenkari aðstöðu og það því fremur, sem Jón Kjartansson er gjörkunnugur öllum málefnum Sigluf jarðar og vel þekktur í sín- um flokki. Fæddur Siglfirðingur og heimamaður, sem er sérstak- lega áhugasamur um öll velferð- armál bæjarins. Hjá Sjálfstæðisflokknum er eins og aldrei sé neitt um að velja Þar virðist vera gegnumgangandi regla, að írambjóðandi hans sikuli vera bæjarfógetinn, hver svo sem hann er, bar ef hann er íSjálfstæðisflokknum. Það er vit- að mál, að miðstjóm Sjálfstæðis- flokksins réði þessu framboði og átti hún þó völ margra mætra Sjálfstæðism. hér í bænum, sem ekki hafa flúið af hólmi, þó syrt hafi i álinn. En er þá noikkur á- stæða fyrir Siglfirðinga að ta'ka alveg óþekktum aðkomumanni, sem Bjarni Benediktsson hefur sent hingað í embætti, og fela honum umboð okkar á Alþingi, þegar við höfum völ á vel þekkt- um Siglfirðingi og áhrifamanni í öðrum stærsta stjórnmálaflokki landsins. Framsóknarfloikkurinn *og ráð- herrar hans í ríkisstjórn hafa gert mikið fyrir Siglufjörð (að öðrum flokkum og ráðamönnum þeirra alveg ólöstuðum) og for- ráðamenn Framsóknarflokksins hafa, öðrum fremur, næman skiln ing á því, að hér þarf að reisa við nýtt atvinnulif og það verður ekki gert nema með aðstoð þess opinbera að einhverju leyti. Siglufjörður er að mestu byggð ur upp af verkafólki. Og til þess að þjóðimii geti vegnað vel fjár- hagslega, þurfa verkamenn og bændur að vinna meira saman. Framsóknarflokkurinn er flokkur bænda, verkamanna og smærri framleiðenda. Hann er eini stjórn málafloikkurinn í landinu, sem berst fyrir því, að dreifa fjár- magninu á sem flestra hendur til sjávar og sveita. Hann er eini stjórnmálaflokkurinn í landinu, sem vill tryggja það, með því að beita rekstrarkerfi samvinnunnar 'i framleiðslu og verzlun, að af- rakstur vinnunnar fari sem mest og beinustu leið til þeirra, sem vinna verkin, hvort sem þeir búa við sjó eða í sveit. Valið er því auðvelt fyrir íkjós- endur í Siglufirði, við þessar kosn ingar. Jón Kjartansson er þekkt- asti og áhrifamesti frambjóðand- inn um öll málefni Siglufjarðar. Framsóknarflokkurinn hefur gert meira fyrir Siglufjörð en nokkur annar floikkur, þegar erfiðleikarn- ir hafa steðjað að. Jón Kjartans- son er líklegasta þingmannsefnið til þess að vinna Siglufirði mest gagn á Alþingi, ef hann verður kosinn. Kjörorð okkar Framsóknar- manna og annarra, sem styðja að kosningu Jóns Kjartanssonar, er því: Gerum Siglfirðinginn Jón Kjart ansson að þingmanni Sigluf jarðar 28. júní n. k. um skráningu og skoðun opinna báta Samkvæmt lögum nr. 68/1947 um eftirlit með skipum, 2. gr. sbr. nr. 37/1930 um skráningu skipa, 4. gr. 1. tölul. skal skrá og skoða árlega alla opna báta, sem eru 6 metrar á lengd eða lengri, mælt milli stafna, og gerðir eru út hér á landi, hvort heldurertilfarþegaflutninga, vöruflutninga eða fiskveiða. Þó skal einnig færa á skrá og skoða ár- lega þá báta, sem stunda fiskiveiðar að staðaldri, þó minni séu en hér að framan getur. I samræmi vi,ð framangreind ákvæði, er hér með skorað á alla eig- endur opinna báta, sem skoðunar- og skráningarskyldir eru hér í um- dæminu, að láta nú þegar og eigi síðar en 10. júní n.k. skoða þá og skrá, hafi það ekki þegar verið gert. Mun lögreglan hér á staðnum sjá um, að ákvæðum laganna um skoðun og skrásetningu opinna báta, verði hlýtt, og munu þeir, sem vanrækja að láta skoða og skrá skoð- unar og skráningarskylda báta fýrir þennan tíma, verða látnir sæta ábyrgð samkvæmt refsingarákvæðum fyrrnefndra laga. Þá skal einnig vakin athygli eigenda skipa, stórra sem smárra, á ákvæðum 206. gr. reglugerðar nr. 11/1953 um eftirlit með skipum og öryggi þeirra, þar sem segir, að hver sem geri út skip, sé skyldur til að biðja um skoðun á því í tæika tíð, svo að hih fyrirskipaða skoðun geti farið fram. Þá segir og í nefndri grein nefndar reglugerðar, að þegar skip, stórt eða lítið, er dregið á land eða í þurrkv'i, skuli til- kynna það skipaeftirlitinu, svo að botnskoðun geti farið fram, ef eftiriitið óskar þess. Siglufirði, 16 .maí 1953. Bæjarfógetinn í Siglufjarðarkaupstað EINAR INGIMUNDARSON . Skoðunarmaður skipa í Sigluf jarðarumdæmi HARALDUR GUNNLAUGSSON Auglýsing um framboð til kosninga til Alþingis þann 28. júní 1953. Framboð til kosingar alþingismanns í Siglufjarðarkjördæmi, sem fram á að fara þann 28. júní 1953, skulu tilkynnt oddvita yfir- kjörstjórnar, bæjarfógetanum í Siglufjarðarkaupstað, í síðasta lagi Eyrir kl. 12 á miðnætti þann 27. mai 1953. Tilgreina skal við framboðin skýrlega fullt nafn frambjóðenda, stöðu þeirra og heimili, svo og fyrir hvaða stjórnmálaflokk þeir bjóða sig' fram. Fylgja skal hverju einstök.u framboði skriflega yfirlýsing eigi færri en 12 og eigi fleiri en 24 kjósenda í Siglufjarðarkjördæmi, um, að þeir styðji kosningu þess írambjóðanda, sem meðmælendalistinn fylgir, fyrir þann stjórnmálaflokk, sem frambjóðandinn býður sig fram fyrir. Á meðmælendalistum skal einnig tilgreina heimilisföng meðmæl- enda. Rétt eiga frambjóðendur á að gefa einum eða tyeimur mönn- jm í hverri kjördeild umboð til að gæta hagsmuna sinna við kosn- ingu á kjörstað og við atkvæðatalningu. Er rétt að frambjóðendur tilkynni yfirkjörstjórn, hverjir verði umboðsmenn þeirra, um leið og þeir tilkynna henni framboð sín. Siglufirði, 21. maí 1953. í yfirkjörstjórn Siglufjarðarkjördæmis: SVEINN ÞORSTEINSSON OTTO JÖRGENSEN EINAR INGIMUNDARSON

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.