Einherji


Einherji - 27.05.1953, Blaðsíða 4

Einherji - 27.05.1953, Blaðsíða 4
Sendum Siglfirðinginn Jón Kjartanson á þing Tilkynning um söluskatt Athygli söluskattsskyldra aðilja í Siglufirði skal hér með vakin á því ,að gjalddagi söluskatts fyrir 1. timabil 1953 var 15. apríl s.l., en heimild til lokunar verzlana og fyrirtækja er 15. þ.m. væri skattur þá eigi að fullu greiddur. Er því hér með skorað á alla þá, sem ekki hafa gert full ski! á nefndum skatti að ljúka fullnaðarskilum fyrir 20. þ.m., ella verður lokunarheimild beitt að þeim degi liðnum án frekari aðvörunar. Skrifstofu Siglufjarðar, 12. maí 1953. BÆJARFÓGETINN FELAGSMENN —ATHUGIÐ Frá og með 1. júní verður tekið upp nýtt fyriri.íomulag með út- tektarkvittanir félagsmanna. I stað þess að skrifa nótu, verður gef- inn arðmiði, þar sem tiltekið er félagsnúmer, dagsetning og upphæð úttektar. Miða þessa eru félagsmenn beðnir að geyma veel og afhenda um áramót, eða eftir nánari fyrirmælum. Brýnt heefur verið fyrir starfsfóiki, að gefa alltaf arðmiða. Sé því ábótavant, eru félagsmenn vinsamlega beðnir að ganga eftir því, að svo sé gert. Munið að geyma arðmiðana vel. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA Bátur oskast tll leigu Bæjarstjórn hefur ákveðið, ef tiltækilegt þykir, að taka á leigu í einn mánuð 40—60 tonna skip til handfæraveiða. T'iiboð óskast hér aneð í leigu á slíku skipi umræddan tíma og skal tilboðið lagt inn á bæjarskrifstofuna fyrh' 5. júní n. k. Þá tilkynnist jafnframt, að þeir siglfirzkir drengir á aldrinum 14—16 ára, sem áhuga hafa á að komast mánaðartíma á handfæra- veiðar, geta gefið sig fram á bæjarskrifstofunni íyrir sama tíma. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður. Siglufirði, 26. mai 1953 [BÆJARSTJÓRI Framhald af. 1. síðu Alþingis og tilmæli Reykvíkings- ins E. Þ. leyst. En svo reyndist ektki. 1 sambandi við ákvörðun framboðs kratanna hér sannaðist það, sem Jóhann nokkur Möller hefur nýlega haldið fram í Neista, að Erl. Þorsteinsson sé einn af alfærustu og slyngustu samninga- mönnum okkar“ (þ.e. kratanna). Undir þetta vill blaðið taka, því Erlendi tákst að vefja flestum samflokksmönnum sínum hér um fingur sér við framboðsákvörðun- ina og fá þá til að samþykkja allt annað en þeir höfðu hugsað sér i máli þessu. Vissulega eru slíkir menn ,,slyngir“ menn og ekki allra að fara í fötin þeirra. Hvers vegna getur þú eikki kos- ið Erlend? spyrja nokkrir kratar einn og annan um þessar mundir. Svar flestra er einfaldlega þetta: Erlendur yfirgaf Siglufjörð og Siglfirðinga (á sama tíma og síid- in) þegar verst stóð á fyrir Siglu- firði. Hann gleymdi Sigiufirði mitt í ákafanum við að komast alfarinn til Reykjavíkur. Hann man aldrei eftir Siglufirði, nema þegar auglýst er eftir framboðum ti-1 Alþingis.“ Erlendur tilheyrir minnsta flokiki þjóðarinnar og þingmanna- fjöldi þessa flokks fer stöðugt minnkandi og svo getur farið, að flokkur þessi þurrkist svo til út við þessar kosningar. Ekkert vit er fyrir Siglufjörð að kjósa mann frá siikum flokki fyrir þingmann. Það er staðreynd, að hvorki kommúnisti né krati getur orðið það sverð og sá skjöldur, sem Siglufjarðarþingmaðurinn þarf að verða fyrir siglfirzka hagsmuni. Veldur því mestu annarsvegar einangrun kommúnista og hins- vegar þingmannafátækt Alþýðu- flokksins. Kemur „sendiherra“ Sjálfstæðis- fiokksins til greina? Þeir, sem eitthvað þekkja til hér 1 Siglufirði, hafa allt til þessa haldið því fram, að meðal sigl- firzkra Sjálfstæðismanna væru all margir, sem líklegir væru sem þingmannsefni fyrir flokkinn við Alþ.kosningar. Hafa þá verið hafðir i huga menn eins og Pétur Björnsson, Schiöth, Ólafur Ragn- ars, Jón Stefánsson o. fi., svo ein- hver nöfn séu nefnd. Allt eru þetta frambærilegir menn, sem þekkja hvar sikórinn kreppir að hjá Siglfirðingum nú í erfiðleik- um þeirra. Enginn þessara manna kom tii greina hjá miðstjóminni sem frambjóðandi. Það var ekki nógu fint, þeir voru ,,bara“ Siglfirðing- ar. Ákvörðunin var tekin í höf- uðborginni, eins og fiest annað. Nýr maður var sendur Siglfirð- ingum. Það ikostaði Sjálfstæðis- flokkinn lítið. Hin styrka flokks- hönd, sem stjómar taflmönnum þessa flokks, ,,hrókeraði“, flutti taflmann af Norðurlandi suður þangað sem Erlendur flutti forð- um, og riddari var settur í stað- inn til Siglufjarðar. Sjálfstæðis- flokkurinn teiur bersýnileega, að fyrsta skilyrði, sem frambjóðandi þeirra í Siglufirði þarf að upp- fylia, sé að hann sé bæjarfógeti með gyllta hnappa. Það er að v'isu í senn fínt og fallegt, en hvergi nærri einhlýtt. Frambjóðandi til Alþingis þarf fyrst og frenist að vera gagnkunnugur þörfum kjós- endanna og þörfum kjördæmisins. Bæjarfógetinn er lítt kunnugur Siglfirðingum og Siglufirði. Hann er sem óskrifað blað og þekkir hér hvoriki tii manna né málefna. Fullyrt er, að bæjarfógetinn, sem er hið mesta góðmenni, gangi nú til leiks frekar af hlýðni við Reykjavíkurvaldið í Sjálfstæðisfl. en. af áhuga fyrir þingmennsku. Þegar þetta er vitað hlýtur sú spurning að vakna: Hefur þessi maður nokkuð að gera á Alþing íslendinga sem fulltrúi Siglufjarð- ar og er íhaldið í landinu ekki orðið nógu sterkt fyrir, þó Sigl- firðingar fari ekki að efla völd þessa sérréttindaflokks ? Ókunnugur maður, sem býður sig fram til þings fyrir norðlenzk- an kaupstað, fyrir þrábeiðni vissra valdamanna á Suðurlandi, og sem hefur takmarkaða þekk- ingu á málefnum kjördæmisins, getur aldrei borið málefni kaup- staðarins fram til sigurs, hvorki á Aiþingi né annarsstaðar. Hvern á að kjósa sem þingmann Siglfirðinga? Sá maðurinn, sem líklegastur er til að vera hinn dugmikli full- trúi bæjarins á Alþingi, er Sigl- firðingurinn Jón Kjartansson. Hann er fæddur hér og hefur al- izt hér upp og sýnt, að hér vill hann starfa og hvergi annarsstað ar. Hagsmunamál Siglufjarðar eru hans hjartans mál. Hann hef- ur sterkan þingfiokk á bak við sig og allar líkur ibenda til að sá flokkur verði stærstur eftir næstu kosningar. Jón Kjartansson á sæti 1 miðstjóm þessa flokks. Þingmenn og ráðherrar floikksins hafa margsinnis sýnt þessum frambjóðanda fylista stuðning og gert hans baráttumál varðandi Siglufjörð að sínum baráttumál- um og borið þau fram til sigurs í ríkisstjórn og á Aiþingi. Jón Kjartansson er gagnkunnug- ur málefnum kjördæmisins. Eins og fyrr segir, er mikið rætt um kosningu þingmanns fyr- ir Siglufjörð. Undanteknmgarlítið telja Siglfirðingar að langgiftu- samlegast væri að Jón yrði kjör- inn. Veldur þar mestu um, að hann er gagnkunnugur siglfirzik- um hagsmunamálum og þekkir hag og aðstæður fiestra heimila hér. Hann er bindindismaður og vinnur markvisst gegn einum höfuðvágesti þjóðarinnar, áfengis bölinu. Hann nýtur trausts í flokki sínum og bak við hann standa eftir næstu kosningar um 20 þingmenn. Siglfirðingar! Hefjið ykkur yf- ir flokkabaráttuna. Gerið ekki krossinn á kjördegi eftir gömlum vana. Hugleiðið hvað Siglufirði er fyrir beztu. Sigur Jóns Kjartans- sonar er SIGUR SIGLUFJARÐAR T i I b o ð Tilboð óskast í að múrhúða íbúðarhús að Krossi í Hofshreppi Skagafjarðarsýslu. Húsið er allt steinsteypt, bæði loft og allir veggir. Einangrun er gosull og er hún komin á útveggi. Stærð liúss- er: 106 m- og kjallari 48,6 má Tilboðin séu komin fyrir 1. júní til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. ARNBJÖRN JÓHANNSSON Krossi Frá bæjarstjórn Framhald af 2. síðu ið keyptur í bæinn og hefur hann greitt tug milljóna í vinnidaun til Siglfirðinga. Eitt af fullkomn- ustu frystihúsum landsins tekur til starfa í sumar. Viðbótarstækk- un Skeiðsfoss er tryggð. Aukning vatnsveitunnar er komin á rek- spöl. Gagnfræðaskólabygging haf- in, liallarekstur mjólkurbúsins á Hóli stöðvaður og svona mætti elngi teija. Þetta hefur skeð á sama tíma sem síldveiðin hefur árlega sí- minnkað og hagur almennings hnignað vegna minnkandi atvinnu Gamall málsháttur segir: „Fýs- ir eyra illt að heyra“. Á þessu er þó undantekning hér 'i Siglufirði. Siglfirðingar hafa skömm á níði bæjarfulltrúa Alþýðufl. um bæj- arstjórnarmeirihiutann og bæjar- stjórann. Þeir vita að þessir að- ilar tóku höndum saman á hættu- tímum og: hafa gert allt sitt bezta í sambandi við stjórn bæjarmála. Ábyrgðarmaður: RAGNAR JÓHANNESSON S>0lv)fjar$ctrj}r»nUmiSja b, f.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.