Einherji


Einherji - 02.06.1953, Page 1

Einherji - 02.06.1953, Page 1
er í Norðurgötu 4. Opin 5—7 og 8,30—10,30 síðd. — Framsóknarmenn og annað stuðningsfólk Jóns Kjartanssonar er beðið að hafa samband við skrifstofuna. ______Kosninganefndin Þriðjudaginn 2. júní 1953, 4. tölublað. 22. árgangur, Kosningaávarp Framsóknarmanna Eftir 36 ára starf gengur Framsóknarflokkurinn nú í 12. sinni til almennra Alþingiskosninga í kjördæmum landsins. Um rúmlega aldar- fjórðungsskeið hefir hann átt ríkan þátt í löggjöf og landsstjórn ís- lendinga og borið gæfu til þess að hafa að mjög miklu leyti forystu í þeirri átakamiklu baráttu, sem þjóðin hefir liáð til eflingar sjálfstæði sínu, velmegun og menningu á mesta framfaratímabili sögu sinnar, Fylgi flokksins hefir lengi verið mikið og traust í byggðum landsins, en þó liefir styrkur hans og sainheldni aldrei verið meiri en nú við uppliaf Iiosningabaráttu þeirrar, er í hönd fer. Sigur sá, er flokk- urinn vann í kcsningunum 1949, m.a. í ihöfuðstað landsins, og úrslit aukakcsningarinnar í Vestur-ísafjarðarsýslu á s.l. hausti, sýna að möguleikar til að vinna steínu flokksins fylgi eru enn vaxandi. Á þessu vill flokksþingið sérstaklega vekja athygli stuðningsmanna flokksins um land allt. Sigur flokltsins í kosningunum 1949 varð til þess, að flokkurinn nokkrum mánuðum síðar tók að sér stjórnarmyndun, og hefir liaft á liendi stjórnarforystu undanfarin þrjú ár. Flokkurinn taldi það sér- staka skyldu sína, vegna úrslita kcsninganna, að takast þessa íforystu á hendur, jafn skjótt, sem hann Iiafði tök á, enda þótt honum væri ljóst að óvenjulega erfið viðfargsefni voru framundan, og vandséð, livernig úr rættist í því stjórnarsomstaríi, sem fi’amkvæmanlegt var og kostur var á. Eins og Framsóknarflokkurinn liafði sagt fyrir í kosningunum 1949 reyndist óhjákvæmi'egt að fbreyta hlutfallinu milli innlendra og erlendra verðmæta til þess að koma i veg fyrir stórfelldan samdrátt eða stöðvun útflutningsframleiðsluimar af völdum verðbólgunnar innan lands og óhagstæðra verðlagsbreytinga á heimsmarkaðinum. Með ráð- stöfunum, sem að þessu miðuðu, yoru sköpuð skilyrði til áframhald- andi útflutningsframleiðslu, og þar með almennrar framleiðsluaukn- ingar, og kornið í veg fyrir neyðarí stand í landinnu. Þegar flokkurinn við myndun núverandi stjórnar, tók að sér for- ystu í f jármálum ríkisins, var það markmið lians, að komið yrði á greiðsluliallalausum ríkisbúskap. Þetta tókst þegar á fyrsta ári kjör- t'mabilsins og hefir nú verið greiðsluhallalaus ríkisbúskapur í þrjú ár án þess, að nýir skattar eða tollar hafi verið á lagðir, en árið 1951 tókst að leggja til hliðar allmikið fé af tekjum ríkisins, sem aðalleiga var notað til stuðnings ræktunar og byggingarframkvæmdum. Stefnu- breytingin í fjármáliun ríkisins hefir orðið til þess, að hægt liefir verið að nota Marsliallfé til írairikvæmda í stað eyðslu. Af sömu ástæðum hefir tekizt að útvega erlent lánsfé til framkvæmda svo að verulegu nemur, jafnframt því sem slakað hefir verið á innflutnings- höftum, skömmtun afnumin að mestu og svartur markaður kveðinn niður með vaxandi vöruframboði scmfara frjálsri verðmyndun og læklt andi verði á ýmsum vörum. Framl.væmdir hafa orðið meiri en nokkru sinni fyrr á jafn skömmum thna. Til landbúnaðarins hefir verið útveg- að mun meira lánsfé en áður, og eru tveir þriðju hlutar þess óaftur- kræft framlag til sjóða Búnaðarbcnkans. Bygging áburðarverksmiðju verður lokið á þessu ári: Einnig verður á þessu ári lokið honum stóru orkuverum við Sog og Laxá, m.a. til ómetanlegs gagns fyrir iðnaðinn í landinu. Verxdegum fjármunum hefir verið varið til íbúða handa efnalitlu fólki í kaupstöðum og kauptúnum, svo og til framleiðslu- og atvinnuaukningar á þessum stöðum. Framkvæmd hafa verið skuldaskil fyrir vélbátaútveginn og mikilsverð hjálp veitt bændum á óþurrka- og harðindasvæðunum. Með stofnun Framkvæmdabank- ans er endanleega lögfest, að hclmingi mótvirðissjóðs skuli varið í þágu landbúnaðarins og hinum helmingnum i tilsvarandi uppbygg- ingu við sjávarsíðuna. Stækkim landhelginnar heíur verið ák\eðin og framkvæmd. Samið hefur ve.ið um ráðstafanir til tryggingar öryggi landsins. Þrátt fyrir þessar ráðstaíani; heíur þjóðin allt þetta kjörtíma- bil átt við mikla örðugleika að strfða. Kemur héf eir.kum til: harð- indi, afiabrestur og óhagstætt veislunarárferði í viðskiptum við aðr- ar þjóðir. 1 ávarpi til þjóðarinnar, sem niðstjórn flokksins birti fyrir kosn- ingarnar 1949, var gerð grein fyr.'r þeim málum, er flokkurinn hafði í hyggju að beita sér fyrir á I jörtímabilinu, eftir þvl sem hann fengi aðstöðu til í kosnlngunum. Flokksþingið telur að trúlega liafi verið unnið að þessum málum aí fulltrúum flokksins, þrátt fyrh’ örðuga samstarfsaðstöðu við anlstæð öfl. — Telur flokksþingið ávinning að því fyrir flokkinn, a3 sem mest sé um þessi mál rætt í áheyrn alþjóðar, m. a. með ti liti til margendurtekinna tilrauna stjórnarandstöðunnar til að gera trúnaðarmenn flokksins í miðstjórn, á Alþingi og í ríkisstjórn tortryggiiega vegna hins ólijákvæmileega stjórnarsamstarfs..... Þrátt fyrir það, sem áunnizt hefur á kjörtímabilinu fyrir for- göngu Framsóknarflokksins, telur flokksþingið sór skylt að vekja athygli á því, að stjórnarstefnan í heild hefur að sjálfsögðu mótast að verulegu leyti af þeirri samkomulagsnauðsyn, sem jafnan er fyrir hendi í samsteypustjórn, og stjói narframkvæmdir ýmsar þvl orðið mjög á annan veg, en flokkurinn hefði kosið. Þegar ólíkir flokkar vinna saman, getur aldrei verið um hreina flokkstefnu að ræða af hálfu ríkisstjórnar. Baráttan fyrir mótun stjórnarstefnimnar er þá að mestu háð innan vébanda ríkisstjórnar og þingflokka og verður ekki kunn almenningi á sama hátt og barátta og áróður stjórnar- andstöðunnar. Hér er í kyrrþey u nið mikið starf, sem meta verður eftir árangrinum en ekki gný þeim, er frá baráttunni heyrist. í kosningum þeim, er í hönd fara, munu stjórnmálaflokkarnir enn á ný flytja þjóðinni boðskap sinn og gera grein fyrir sérafstöðu sinni til meginmála. Flokksþingið vill í því sambandi vitna til álykt- ana, sem það hefur gert um einstök mál eða málaflokka óg birtar verða samhliða ávarpi þessu. 1 þjóðmálastarfi sínu á þeim viðsjárverðu umrótstímmn, sem nú eru og í hönd fara, mun Framsóknarflokkurinn, eir.s og áður, fyrst og fremst hafa það í huga að efla beri heilbrigt atvinnulíf og trausta stjórn á fjármálum ríkis- og lánsstofnana, og auka af- köst þjóðarbúsins og þá jafnan með þeim hætti, að sem bezt sé borgið framtiðarhagsmunum hir.s vinnandi fólks í sveit og við sjó, sjálfstæði þjóðarinnar og íslenzkri menningu. Hann telur það sann- að með reynslu, að þjóðinni geti stafað hætfca af misnotkun valds og f jármuna, bæði í þjóðnýtingu og stórrekstri einstaklinga og mun því beita sér eindregið fyrir því, að þjóðin taki samvinnuskipulagið í þjónustu sína alls staðar þar, sem þvi verður við komið almenn- ingi til hagsbóta, og dugnaður, áhugi og forsjá einstaklinganna fær ekld notið sín í sjálfstæðum eir.karekstri án þess, að almenningi verði mein að. Telur flokkurinn að auka þurfi fjármagn sam\innufélaga til mikilla muna frá því sem nú er. Framsólínarflokkurinn leggur áherzlu á nauðsyn þess, að sem flestir landsmenn séu beinir þátttakendur í framleiðslunni á landi og sjó. Hann vil beita sér fyrir þvi í samvinnu við stéttasamtökin í landinu, að skipting þjóðarteknanna verði framkvæmd á nýjum grundvelli ,þannig að í tekjuskiptiiigunni felist hvatning til afkasta- aukningar í hvaða starfsgrein sem er, svo að komið verði við Framhald á 2, síðu ,

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.