Einherji


Einherji - 02.06.1953, Blaðsíða 2

Einherji - 02.06.1953, Blaðsíða 2
EINHERJI Kosningaávarp Framsóknarmanna Framhald af 1. síðu raunverulegum umbótum á lífskjörum almennings og spomað við þeirri hættu, sem yfir þjóðinni voíir, að óbreyttum háttiun á þessu sviði. Hann telur nauðsynlegt og óhjákvæmilegt, að alþjóð manna og þeir, sem framkvæmdunum ráða, geri sér sem gleggsta grein íyrir, hvað framkvæmanlegt sé á hverjum tíma, og ráði ráðum sínum í þeim efnum í samræmi vlð framtíðarhagsmuni. Hann varar við hóflausri notkun fjármuna, hvort sem um er að ræða eigið fé eða annarra. Haiwi heitir öllum þeim mönnum stuðningi sínum, sem nytja vilja landið, svo sem hægt er, og tengja bústaði sína, líf og menningu við hiu dreifðu náttúrugæði á landi og sjó, og mim enn beita sér fyrir hæfilegri dreiiingu fjármagnsins í samræmi við þessa stefnu. Flokkurinn telur, að þjóðin geti því aðeins haldið lilut s'num í samfélagi nútíma þjóða, að liún kosti kapps ym að endurbæta vinnubrögð hinna fornu atvinnuvega og þroska verkmenningu sína með hliðsjón af tækni breyttra t ma, og gerist jafnframt iðnaðar- þjóð á nútímav.su, eftir því sem ástæður leyfa. Hann telur að stefna beri að því eítir sldpulegri áætlun, að taka hinar iunlendu auðlindir í þjónustu atvinnulífs, cg að minnimáttartilfinning gagn- vart erlendu fjármagni megi ekki verða því til fyrirstöðu, að Islend- ingar færi sér það í nyt að hætti annarra fjárvana menningarþjóða, sem þann vanda liafa leyst, án þess að skerða með því sjálfstæði sitt. Hann telur, að sjálfstæði þjjðarinnar verði því aðeins tryggt til frambúðar, að b.yggðir verði upp atvmnuvegir, sem séu þess megnugir að sjá öllum vinnuíærti n mönnum fyrir arðbærum verk- efnum og á þann hátt beri að íryggja þjóðina gegn atvinnuleysi á komandi tímum. Hann telur aj þetta hafi mistekizt hörmulega á „nýsköpunarárunum“ eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar og var- ar eindregið við því, að láta það mistakast í annað sinn, þegar lok- ið er þeim framkvæmdum, sem nú eiga sér stað á vegum erlendra aðila hér á landi. Flokksþingið lieitir á Framsóknarmenn og aðra stuðningsmenn flokksins um land allt, að standa einhuga saman um stefnu flokks- ins í kosningunum og í átökum þeim, er flokksins bíða eftir kosn- ingarnar. Jafnframt skorar það á trúnaðarmenn flokksins, að gæta á komandi tímum fyrst og fremst þeirrar skyldu, að vinna að al- þjóðarheill með því að beita allri orku sinni til að koma stefnu flokksins íframkvæmd og miða starísaðferðir sínar við það, að þetta megi takast eftir því sem unnt er á hverjum t.ma. Þegar nauðsyn ber til að táka upp samitarf við einn eða fleiri andstæða flokka, telur flokksþingið, að gera beri flokksmönnum og allri þjóð- inni opinberlega grein fyrir málavöxtum, svo að enginn þurfi að vera í vafa um, á hverju slíkt samstarf byggist. Jalnframt lýsir flokksþingið yfir þeirri skoðun sinni, að það telur affarasælast að stjórn ríkisins geti verið þannig skipuð, að hún njóti trausts og stuðniugs hi ina fjölmennu vinnustétta þjóðar- innar, og sé óháð sjónarmiðum sérhagsmunamannanna. Með þeim hætti verður bezt tryggt, að á miUi stjórnarstefmmnar og starfs hins vinnandi fólks sé samræmi það, sem er xmdirstaða þess, að stjórnarsteínan beri þann árangur, sem til er ætlazt. Flolíksþingið tekur það fram, að það telur kominúnista útiloka sig frá samstarfi í ríkisstjórn með fjandskap s.'num við lýðræði og mannfrelsi, og þjónkun við erlent vald. Við kosningarnar 1949 veitti þjóðin Framsóknarflokknum mik- ið brautargengi. Kosnmgasigur flokksins bar þess glöggt vitni, að fjöldi kjósenda vildi votta flokknum traust sitt fyrir einarða and- stöðu gegn óhófs- og tækifærisstefnu stríðsáranna og hins svonefnda „nýsköpunartíma“, jafnskjótt sem gögnin voru lögð á borðið. Þegar er llokkurihn liafði aðstöðu til eftir kosningarnar, framkvæmdi hann þær ráðstafanir, er hann sjálfur Iiafði sagt fyrir á verðbólgutíman- um, að óhjákvæmilegar yrðu, ef verðbólgustefnan sigraði á þeim tíma. Sú afhjúpun sjálfsblekkingariimar, sem í þessum ráðstöfun- um fólst, hlaut að koma hart við marga, en fiokkurinn treysti því þá sem fyrr, að viðurkenning staðreynda væri þjóðinni hollust. Enn sem fyrr telur hann sér skylt að segja þjóðinni sannleikann um málefni hennar og hvetja liana til að taka nauðsyn framtíðar- innar fram yfir stundarhag. Hann veit, að slík afstaða er skilyrði þess, að hugsjónir rætist. Með þá vissu í huga gengur liann öruggur til kosninga í trú á málstað sinn og þroska þeirrar þjóðar, sem oft áður hefur falið honum forystu í málum sínum. (10 Flokiksþing Framsóknarmanna í marz 1953.) TILKYNIMING frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi Lánadeild smáíbúðarhúsa Þeir, sem kynnu að ætla sér að sækja um lán úr Lánadeild smáíbúðarhúsa á árinu 1953, skulu senda umsóknir sínar til félags- málaráðuneytisins, Túngötu 18, Reykjavík, fyrir lok næstkomandi ágústmánaðar. Umsóknum um lán úr Lánadeildinni þurfa að fylgja eftirfarandi skilríki: 1. Afrit af lóðarsamningi eða yfirlýsing þess, er lóðina hefur látið á leigu, að umsækjandi hafi fengið útmæ'da lóð, samkvæmt skipulagsuppdrætti, ef slíkt er fyrir hendi. Sé um eignarlóð að ræða, þarf sönnun fyrir eignarrétti. 2. Uppdrátt af fyrirhugaðri byggingu, eða húsi því er sótt er um lán til. 3. Vottorð byggingarfulltrúa eða oddvita, hvað bygging sé komin langt, ef umsækjandi hefur þegar halið byggingu. 4. Vottorð oddvita eða bæjarstjóra viðkomandi sveitarfélags um fjölskyldustærð. 5. Upplýsingar um húsnæðisástæður umsækjanda, s. s. stærð ibúð- ar í fermetrum. Ef um heilsuspiUandi húsnæði er að ræða, þá þarf vottorð héraðslæknis (í Reykjavik borgarlæknis). 6. Veðbókarvottorð, ef bygging; er eitthvað komin áleiðis. 7. Greinargerð umsækjanda varðandi fjárhagslega mögleika til að gera fyrirhugaða íbúð fokhelda. Þeir, sem sendu umsóiknir um lán til Lándeildarinnar á árinu 1952, og eigi var hægt að sinna, þurfa að endurnýja umsóknir sínar, en vísað geta þeir til áðursendra upplýsinga. Eyðublöð undir umsóknir fást i VeðdeUd Landsbankans í Reykja- vík og útibúum hans, en hjá oddvitum og bæjarstjórum þar sem ekki er starfandi útibú frá Landsbankanum. Félagsmálaráðuneytið, 22. maí 1953. A Ð V Q R U N til eigenda alifugla, kvikfénaðar og annars búpenings. Samkvæmt 63. til 70. gr. í VH. kafla lögreglusamþykktar Siglu- fjarðar er eigendum alifugla, kvikfénaðar og annars búpenings, gert að skyldu: 1) Eigendum alifugla er skylt að liafa alifugla sína í minnst 2ja metra háum vírnetsgirðingum, eða öðrum girðingum er lögregl- an tekur gildar. Svo tryggilega sé frá girðingum þessum genigið, að eigi sé hætta á, að alifuglar sleppi úr þeim. Eru eigendur alifugla ábyrgir fyrir vanrækslu á þessu og jafn- framt er lögreglunni heimilt að láta slátra alifuglunum á kostnað eigenda, séu ofangreind ákvæði ekki lialdin. . . 2) Eigendum kvikfénaðar og annars búpenings er óheimilt að hafa kvikfénað eður annan búpening á verzlunarlóð bæjarins frá 15. júní til gangna ár hvert, nema á afgirtum svæðum, er lögreglan tek- ur gild. Sé út af fyrirmælum þessum brugðið, hefur lögreglan lieimild til að láta slátra, á kostnað eigenda, þeim búpeningi, sem kann að vera á verzlunarlóð bæjarins á tilgreindu tímabili, nema í lögmætum girðmgum, er teknar liafa verið gildar af iögreglunni. Það er því skorað á alla eigendur alifugla, kvikfénaðar og annars búpenings, að fylgja ofangreindum ákvæðum lögreglusamþykktarinn- ar, eUa verða þeir gerðir ábyrgir samkvæmt téðum greinum lög- reglusamþykktarinnar. Skrifstofu Siglufjarðar, 1. júní 1953 Bæjarfógetinn

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.