Einherji


Einherji - 02.06.1953, Blaðsíða 4

Einherji - 02.06.1953, Blaðsíða 4
EINH E R JI Hver verður stefna Alþýðuflokksins eftir kosningarnar ? ar úr íhaldssveit Stefáns Jóhanns Það er ekki að ástæðulausu, þótt kjósendur bæði hér í bæ og annarsstaðar velti því fyrir sér: Hver verður stefna Alþýðuflokks- ins eftir kosningarnar. Eins og alþjóð veit, gerði Framsóknar- flokkurinn allt sem hann gat til þess að fá Alþýðuflokkinn í sam- stjórn um ríkisstjórn upp úr s.l. alþingisikosningum. Framsóknar- flokkurinn taldi og telur enn, að þessir tveir flokkar eigi og geti myndað framfarasinnaða umbóta- stjórn og þar með tryggt kjós- endum s'ínum, alþýðu til sjávar og sveita, batnandi I:ífsaf;komu. Ástæðan fyrir því að þetta sam- starf tókst ekki upp úr s.l. kosn- ingum var sú, að það strandaði á Alþýðuflokknum. Forustumenn þess flokks lýstu því yfir, að þeir væru ekiki til við- tals um rnyndun ríkistj. með Framsóknarflokknum og það þótt þeir fengju að ráða stefnu stjórn arinnar 1 aðalatriðum. Fyrir kosningarnar höfðu fram bjóðendur Alþýðuflokksins lofað kjósendum því, að fengju þeir að- stöðu til, þá myndu þeir vinna að bættum stjórnarháttum til hagsbóta fyrir alþýðu þessa lands. Þrátt fyrir ifyrri svik á gefnum loforðum surnra þessara frambjóðenda, gaf meirihluti kjós enda í einstökum kjördæmum þeim umboð til setu á Alþingi. Hinsvegar tapaði flokkurinn þing mannatölu frá því sem hann áður hafði haft. Nú hafði honum teik- izt að verða minnsti stjórnmála- flokkurinn. Ástæðan fyrir því, að svona hefur farið fyrir Alþýðu- flokknum, er ifyrst og fremst sú íhaldspólitík, sem flokksforustan hefur rekið undanfarin ár. Meiri- hluti þingmanna floikksins hafa af sjálfselsku og; eiginhagsmunum gætt þess vandlega að gera íhald- inu efcki á móti skapi og þar með haldið opinni leið til allskonar samningamakks, foringjunum til hagsbóta. Ný forusta Nú nýverið hefur mikil orrusta geisað innan Alþýðuflokksins. Formanni flokksins, Stefáni Jóh. Stefánssyni, hefur verið vikið frá formennskunni, en hann var einn- ig foringi hægri krata í Alþýðu- flokknum. Við formennsku flokks ins tók Hannibal Valdimarsson. Hvaða áhrif þessi formanna- fullyrðingum, læt ég ljósmynda síðuna úr fundargerðarbók bæj- arráðs, svo lestndum blaðanna gefist ikostur að sjá, hvor okkar fer með rétt mál. Jón Kjartansson skipti ihafa á stefnu og starfs- hætti Alþýðuflokksins nú á næst- unni, skal ósagt, látið. En vissu- lega spáir það ekki góðu, að við i hönd farandi Alþingiskosningum skuli megin þorri framboðsefna Alþýðuflokksins vera hægrikrat- Snjómokstur hafinn á Siglu- fjarðarskarði S.l. laugardag var byrjað að ryðja snjó af Skarðsveginum. Þetta mun nú vera eini fjallveg- urinn á landinu, sem ekki er orð- inn opinn til umferðar. Hvað veld ur þeim seinagangi að fá veginn ruddan, geta Siglfirðingar ekki gert sér grein fyrir. Ár eftir ár hafa ráðamenn bæjarins þurít að senda vegamálaskrifstofunni marg ítrekaðar áskoranir um að opna veginn, en þeim ekki verið sinnt fyrr en seint og síðar meir. Það væri þó ekkert eðlilegra en að vegaverikstjórinn hér á staðn- um, sem jafnframt er fulltrúi vegamálaskrifstofunnar, réði því hvenær tiltækiiegt væri að hefja moksturinn, í stað þess að bíða eftir fyrirsikipun ókunnugra manna sunnar úr Reykjavík. Það má því segja, að Reykjavíkur- valdið birtist á mörgum sviðum. 17. júní Að tilhlutan bæjarstjórnar hef- ur verið kosin nefnd í sambandi við 17. júnr n. k. Nefndin mun þegar hafa tekið til stanfa. Um fyrirkomulag hátiðahaldanna mun ekki endanlega ákveðið. En nefndarmenn hafa fulian hug á að gera allt sem hægt er, til að dagurinn verði sem virðulegastur. Fyrir þessi hát'iðahöld ættu bæj- arbúar að hafa loikið við hreins- un lóða sinna og þeir sem ætla að mála eða kalka hús sín utan, ættu einnig að hafa lokið því verki. Sendiherrann og utanbæjar- maðurinn. Frambjóðendur íhaldsins og kratanna hér í bænum hafa nú undanfarið skipzt á sendibréfum ,í málgögnum flokka sinna. Aðal- uppistaðan og 'ivafið í þessum bréfum þeirra er persónulegt nagg og nart í hvers annars garð. Af þessum sendibréfum er þá helzt hægt að draga þá ályktun, að pólitís'kur ágreiningur sé harla lítill milli þessara tveggja heið- ursmanna, þvi ef svo væri, myndu þeir verja hinu takmarkaða rúmi blaða sinna á annan veg en þeir nú gera, og virkilegir aðdáendur hans. — Þetta gefur ótvírætt til kynna, að þrátt fyrir formannaskiptin svif- ur Stefáns Jóhanns-valdið ennþá yfir pólitískum stöðuvötnum Al- þýðuflokksins. Bazar Kvennadeildarinnar Hinn árlegi bazar Kvennadeild- arinnar Vörn verður n.k. laugar- dag, 6. júní, í Barnaskólanum kl. 4 s'iðdegis. Léíeg fundarsókn og lítiil áhugi. Kommúnistar hafa þegar hald- ið hér tvo almenna stjórnmála- fundi. Á fyrri fundinum mætti Lúðv’ik Jósefsson, en á þeim síð- ari Einar Olgeirsson og Eðvarð Sigurðsson. Á fyrri fundinum mættu að því er kunnugir telja aðeins um 60 manns. Á seinni fundinum var fundarsóknin iítið eitt betri eða um 80 manns. Á FyrirsDurn til Neista I tilefni af grein frambjóðanda Alþ.fil., Erlendar Þorsteinssonar, í 3. tbl. Neista þ. á., þar sem hann segir eftirfarandi: „mér vit- anlega hefur Sigurjón (Sæmunds- son) aldrei óskað þess að vera í framboði, hvorki hér 'i Siglufirði eða annarsstaðar. Mér er kunn- ugt um að Alþýðuflokkurinn hef- ur óskað eftir að hann færi 1 framboð, en,-hann hefur þver- neitað“, vili Einherji hér með spyrja, hvort það sé ekki rétt skilið, að hér eigi E. Þ. við það, að Ailþ.fi. hafi „óskað eftir“ að Sigurjón gæfi kost á sér í fram- boðið hér í Siglufirði, en Sigurjón neitað ? HÚSEIGNIN Hverfisgata 6, Siglufirði, er til sölu Upplýsingar gefur Útvegsbanki íslands h.f. Skrifstofan á Siglufirði báðum fundunum mætti fólik, sem ekki eru kommúnistar, held- ur ikomu af forvitni. Er greinilegt, að mikil vonbrigði hafa gripið um sig ,í herbúðum kommúnista. TILKYNNING Þeir, sem eiga kartöflur á kartöflugeymslunni, eru vinsamlega beðnir að taka þær fyrir 20. júni. Bæjarstjóri Tilkynning frá Síldarverksmiðjum ríkisins Þeir verlcamenn, sem óska að starfa hjá oss sumarið 1953 þurfa að hafa sótt skriflega um vinnu fyrir 7. júní n.k. Siglufirði, 26. maí 1953. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS Framsóknarmenn og aðrir stuðningsmenn Jóns Kjartanssonar við í liönd farandi Alþingiskosningar, eru beðnir að liafa samband rið kosningaskrifstofuna í Norðurgötu 4. Þeir kjósendur, sem ætla sér að fara úr bænum og ekki verða komnir lieim fyrir kjördag eru áminnt ir um að kjósa áður en þeir fara úr bænum. Kosningin fer fram á bæjarfógetaskrifstofunni. KJÓSENDUR! Vinnum öll ötullega að kosningu Jóns Kjartans- sonar. Með því vinnum við Siglufirði mest gagn. KOSNINGANEFNDIN ' UM DAGINN OG VEGINN

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.