Einherji


Einherji - 09.06.1953, Qupperneq 1

Einherji - 09.06.1953, Qupperneq 1
Þriðjudaginn 9. júní 1953 5. tölublað, 22. árgangur. Kosnmgaskrifst Framsðknarfl. er í Norðurgötu 4. Opin 5—7 og 8,30—10,30 síðd. — Framsóknarmenai og annað stuðningsfólk Jóns Kjartanssonar er beðið að hafa samband við skrifstofuna. Kosniniganefndin Stefna Framsóknarflokksins í sjávar- útvegs- og iðnaðarmálum SJÁVAItÚTVEGSMÁL v Tíunda flokksþing Framsóknarmanna telur það eitt af megin- skilyrðum fyrir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, að sjávarútveg- inum séu búin svo arðvænieg skiiyrði, að unnt sé að reka hann á fjárhagslega öruggum g;rundvelli og að þeir, sem við hann vinna, hafi sambærileg kjör við aðrar stéttir, og ,njóti sannvirðis vinnu sinnar. Stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum markar flokksþingið í meg- inatriðum þannig: 1. Flokksþingið lýsir ánægju siuni yfir þeim áfanga, sem náðst liefur með stækkun fiskveiðiiandhelginnar og þakkar forgöngu ríkisstjórnarinnar í málinu. Telur flokksþingið, að ekki komi til mála að veita neinar ti'lslakanir varðandi hina nýju friðunarlínu og skorar á þjóðina að standa einhuga saman um þá ákvörðun, sem tekin hefur verið. Ennfremur telur flokksþingið brýna nauð- syn bera til, að vinna að friðun ákveðinna veiðisvæða, sem liggja utan núverandi friðunardínu og sem reynslan hefur sýnt, að hafa orðið fyrir sérstakri ágengni togara, t. d. veiðisvæði vélbáta á Vestfjörðum þar sem sérstök góðfiskimið liggja undir gereyðingu. Þá leggur flokksþingið áherzlu á, að landhelgisgæzlan verði aukin og bætt frá því, sem nú er. 2. Flokksþingið te'lur æskilegt að þeir, sem vinna að framleiðslu ;sjávarafurða, eigj beinna hag:muna að gæta um rekstursafkomu útgerðarinnar með hlutaskiptvim, ef um einkarekstur er að ræða, eða beinni þátttöku í félagsformi. Fdokksþingið tedur, að vinna beri að því, að jafnhliða einkarekstri á útgerð séu rekin sam- vjnnuútgerðarfélög sjómanna. Flokksþingið telur það mjög nauð- . . . .synlegt, að útgerðarmenn og sjómenn verði beinir aðilar að vinnslu og nýtingu aflans og sölu hans, svo þeir njóti sannvirðis vörunnar. Þá telur flokksþingið rétt að stofnuð verði, þar sem nauðsyu krefur, fé’lög um rekstur togara tii atvinnuaukningar i hinum ýmsu iandshiutum, með stofnframiögum frá ríkinu, kaupstöðum og 'kauptúnum. 3. Flokksþingið telur nauðsynlegt, að útgerðinni sé jafnan séð í tæka tíð fyrir fulinægjandi hagkvæmum rekstrarlánum, og vextir af þeim lækkaðir frá því sem nú er, svo að til stöðvunar atvinnu- tækjanna ikomi ekki vegna skorts á rekstursfé, enda sé gætt fullr- ar hagsýni 1 rekstrinum. Þá telur það, að stefnu bankanna beri að breyta í það horf, að lánum til útg;erðar verði beint til ver- stöðva víðsvegar um landið meira en nú er gert, og bankaútibú- um verði gefnar frjálsari hendur ,um útlán í því skyni. Harmar þingið þá þróvm, sem undanfarið hefur átt sér stað, að fleiri og og fieiri bátar eru fluttir frá útgerðarstöðum úti á landi, þar sem útgerðarski-lyrði eru góð, með þeim afieiðingum, að atvinnulíf lamast og byggðir eyðast. 4. Áherzla sé lögð á að ijúka þeim hafnargerðum, sem byrjað hefur verið á og mikla þýðingu hafa fyrir útgerðina. Þá sé einnig stefnt að því, að koma upp hafnarmannvirkjum, þar sem skammt er í auðug og lítt notuð fiskimið. 5. Sjómönnum og öðru starfsfólki útgerðarinnar sé tryggð gpð að- búð 'í viðleguhöfnum og annars staðar, þar sem það dvelur vegna atvinnu sinnar. 6. FloUksþingið telur, að rejmsla siðustu ára af síldveiðum fyrir Norður- og Austurlandi sýni nauðsyn þess, að aukin verði fjöl- breytni í útgerð, og meiri áhcrzla verði lögð á reknetasíldveiðar og sildveiðar á úthafinu, en verið hefur. Flokksþingið ályiktar að fela þingmönnum flokksins að vinna að þv'i, að íslendingar fái aðstöðu til útgerðar við Grær.land. 7. Flokksþingið ályktar að vinna beri að því, að sala saltfisks verði frjálsari en nú er og bendir á í þvi sambandi, að S.Í.S. verði löggiltur útflytjandi, ásamt S.I.F. 8. Efldar séu vísindalegar rannsóknir í þágu fiskveiða og nýtingar sjávarafurða, og þeim búin þau skilyrði, að þær geti komið að sem beztum notum. I því sikyni verði útvegað fuilkomið skip til haf- og fiskrannsókna og ramisóknarstofnun sjávarútvegsins bú- in betri og fullikomnari starfsskilyrði. 9. Flokksþingið áréttar fyrri ályktanir um að æskilegt sé, að komið verði upp reikningaskrifstofu fyrir togaraútgerðina á sama hátt og fyrir vélbátaflotann. 10. Flokiksþingið leggur áherzlu á, að fuilit tiilit sé tekið til smábáta- útgerðarinnar í löggjöf og stjórnarframkvæmdum varðandi sjáv- arútvegsmál. Lýsir flokksþingið ánægju sinni yfir þingsályktim . . um rekstrarlán til cpinna véibáta, er samþykkt var á síðasta Alþingi. 11. Flo'ksþingið telur nauðsynlegt, að varzla verði allan sólarhringinn árið um kring á talstöðvum, þar sem það kann að þykja nauð- synlegt vegna öryggis sjófarenda og ennfremur að greitt sé fyrir Framhald á 2. s'íðu BETL ARI N N I Neista, sem út kom 30. f.m. birtist grein eftir einhvern ónefndan Adþ.fd.mann innlendan eða „erlendan“, undir fyrirsögn- inni: „Hver verður stefna Fram- sóknarfl. eftir næstu kosningar?“ Efni þessar greinar er ekkert nýmeti fyrir Sigifirðinga. Upphaf hennar og endir er áskorun til Framsóknarmanna hér, um að svíkja flokk sinn og frambjóð- anda á kosningadagjnn 28. þ.m. Álíka áskoranir hafa Alþýðufl- menn hér sent frá sér fyrir hverjar alþingiskosningar, allt frá því Siglufjörður varð sérstakt kjördæmi, og eru þær ýmist fram settar í blaði þeirra eða í gegn- um „talstöðvar" flokksins. Þessi áróðursaðferð Aiþýðu- fiokiksmanna hér, er einstök í sinni röð og sýnir glöggt móral- inn, sem þarna ríkir hjá þessu fólki. I umræddri grein , Neista birt- ist t. d. þessi klausa: „Ef flokkurinn (Framsóknarfl.) ætlar sér aö gera iteiðarlega til- raun til þess að ltverfa fró íhalds- pólitíkinni og taka upp umbóta- sinnaða vinstri stefnu, þá getur hann ekki ó isama tíma stutt af fremst mégni andstæðinga þeirrar stefnu til áhrifa í þjóðfélagsmál- um, eða stuðlaö beinlínis að kosn- ingu fulltrúa kommúnista eða Sjálfstæðismanna í ákveðnum kjördæmum. En þetta gerir flokkurinn visu- lega hér í Siglufirði. Allir vita, að kosning Jóns Kjartanssonar er vonlaus. — Með því að beita allri orku sinni að því hér í Siglufirði að fá frjálslynda Framsóknarmenn til þess að eyðileggja atkvæði sín og áhrif á islenzk stjórnmál, með því að kasta þeim á glæ, er flokk- urinn beinlínis að stuðla að kosn- ingu koinmúnista á Siglufirði.“ Þessi „móralska“ grein endar Framhald á 3. síðu

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.