Einherji


Einherji - 09.06.1953, Blaðsíða 4

Einherji - 09.06.1953, Blaðsíða 4
EINHERJI r 4 UM DAGINN OG VEGINN Tilkynning frá yfirkjörstjórninni í Siglufirði I framboði við alþingiakosningar, sem fram eiga að fara 28. júní 1953 eni þessir menn í kjöri: Fyrir Alþýðuflokkinn: Erlendur Þorsteinsson, framkv.stjóri, Eski- Idíð 21, Reykjavík. Fyrir Framsóknarflokkinn: Jón Kjartansson, bæjarstjóri, Norður- götu 4, Siglufirði. Fyrir Sameiningarflokk alþýðu — Sós'alistaflokkinn: Gunnar Jó- Iiannsson, verkamaður, Hólavegi 10, Siglufirði. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Einar Ingimundarson, bæjarfógeti, Hvanneyrarbraut 27, Siglufirði. Siglufirði, 2. júní 1953. YFIRKJÖRSTJÓRNIN Nauðungaruppboð Eftir kröfu Ármanns Jakobssonar hdl., Siglufirði, og að undan- gengnu fjárnámi 11. maí s.l., verður vörubifreið áður skrásett sem nr. F. 6, eign iBjörns Ölafssonar, Hldðarvegi 3 hér í bæ, boðin upp Og: seid, ef viðunanlegt boð fæst, til lúkningar dómskuld að fjárhæð kr. 2.650,00, auk vaxta og alls kostnaðar, á opinberu uppboði, sem haidið verður á skrifstofu embættisins þriðjudaginn 30. júní n. k., kl. 4 e. h. — Uppboðsskilmá'lar verða lesnir á uppboðsstað, áður en uppboðið hefst. Bæjarfógetinn í Siglufjarðarkaupstað, 6. júní 1953 EINAR INGIMUNDARSON Spaugilegur stjórnmálafundur 2. þ.m. efndu Sjálfstæðisfélögin her til stjórnmálafundar, rétt svona til að kynna háttvirtum kjósendum stefnu og störf Sjáif- stæðisflokksins á landsmálasvið- inu. Fundurinn var sæmilega vel sóttur., enda vel tii hans vandað. Af heimamönnum tóku til máls frambjóðandi flokksins hér í Sigluíirði, Einar Ingimundarson og Aage Sshiöth. Þá voru þarna einnig mætt að tilhlutan félag- anna Magnús Jónsson frá Mel, leikararnir Alfreð Andrésson og Hara'ldur Á. Sigurðsson og Norsk Söngkona. Hafa allir þessir aðilar að sjálfsögðu túlkað stefnu flokks ins eftir beztu getu og kunnug- leika, að minnsta kosti telja for- svarsmenn fél., að fundurinn hafi heppnast vel. Stefna Sjálf- stæðisflokksins eigi vaxandi fylgi að fagna; það hafi fundarsóknin og undirektir fundarmanna sýnt!! Sáttaumleitanir Hannibals S.l. fögtudag kom til bæjar- ins hinn nýkjörni formaður Alþýðuflokksins, Hannibal Valde- marsson. Kunnugir telja, að aðal- erindi hans hingað hafi veerið að reyna að koma á sáttum á milli hægri og vinstri krata um fram- boð Erlendar. Það er á vitorði állra bæjarbúa, að Alþýðuflokkur inn hér hefur nú um lengri tíma ekki gengið heill til skógar. Þegar að því kom, að flokkurinn þurfti að fara að velja sér fram- bjóðenda fyrir Siglufjörð, þá kom aðallega tveir menn til gyeina, þeir Sigurjón Sæmundsson og Erl. Þorsteinsson. Fylgjendur Sigur- jóns, sern aðallega eru yngri menn innan Alþýðuflokksins, töldu sig- urvænlegra að hafa Sigurjón í kjöri, bæði vegna þess, að hann er búsettur hér, og hins, að hann hefur tekið minni þátt í pólitísk- þrasi og iUdeilum en Erlendur og þvl hafi hann verið líklegri til að ná atkvæðum mirnna utan Alþ.- flokksins, — Hægri kratar stóðu fast með Erlendi og urðu sterkari á samkundu þeirri, er framboðið var endanlega ákveðið. Þessu undu vinstri kratar ilia, og því er nú ósamlyndið og óá- nægjan með framboð Erlendar innan Alþýðuflokksins eins mögn- uð og raun ber vitni. Hvaða áhrif sáttaumleitanir Hannibals hafa skal hér ósagt látið. Skeð getur að honum hafi tekizt eða takist að lægja mestu óánægjuradd- irnar, þannig að betur líti út á yfirborðinu. En engum, sem til þekkir getur dulizt, að undiraldan er hin sama, og liklega gætir hennar lengur en fram yfir næstu alþingiskosningar. Stjórnmálafundur Alþýðu- flokksins. Jafnframt þessum sáttatilraun- um Hannibals mætti hann á stjórnmálafundi, sem Alþýðuflokk urinn boðaði til í Sjómannaheim- ilinu s.I. fimmtudagskvöld Hanni- bal tók fyrstur til máls, héldu margir fundarmenn, að nú myndi liann þakka flokksbræður sínum hér á staðnum fyrir þá aðstoð, og það traust, sem þeir hefðu sýnt sér með því að senda sér góða liðsmenn á síðasta flokksþing, er hann átti í orrustu við lið Stefáns Jóhanns um það hver ætti að vera formaður Alþýðuflokksins. Engin þakklætisorð hrukku af hans munni í þessu sambandi, enda kannske lítil ástæða til þess Heldur ræddi hann aðallega um hina pólitísku taflstöðu Alþýðu- flokksins við í hönd farandi kosn- ingum. Mátti skilja á honum, að Alþýðuflokfcurinn gæti tapað sum um þeim kjördæmum, sem hann hefði fengið mann kosinn í síðast. T.d. gæti svo farið, að hann (Hannibal) félli við þessar kosn- ingar, ef svo færi bað hann við- stadda að taka því með stillingu og hógværð og leit um leið á Stjána á Eyri, sem var fundar- stjóiri samkomunnar. Annars var ræða Hannibals að mörgu leyti athyglisverð og þá einkum og sér í lagi fyrir það hvað hún stakk í stúf við þá stefnu og starfshætti sem Alþýðuflokksforustan hefur fylgt undan farin ár. Á eftir Hannibal tók Erlendur til máls. Ræddi hann meðal ann- ars um afurðasölumálin og virtist tala af miklum kunnugleika um þá spillingu, sem hann taldi ríkja í þeim málum og kenndi Sjálf- stæðisflokknum um þá spillingu. Löks töluðu þeir Sigurjón Sæ- mundsson og Kristján Sigurðs- son. Sá fyrr nefndi ræddi mikið um að Alþýðuflokkurinn yrði að hætta allri íhalds vinnumennsku, en í stað þeess að taka upp sam- starf með Framsóknarflokknum. Heilbrigðrar stjórnarstefnu væri ekki að vænta með öðrum flokki, en Framsóknarflokknum. Hversu vel hægri krötum hef- ur liðið undir ræðu Sigurjóns, verður hver og einn að geta sér til um. Ræðu Kristjáns má skipta í tvo kafla, fyrrihlutann raibb um stjórnmál, seinnihlutan „kjafta- snakk“ um óstundvísi bæjarfull- trúa Sjálfstæðisfl. á bæjarstjórn- arfundum, Skíðftfélagið fyrirhugar að leggja veg upp í Hva nneyrarskál Fyrir nokkru hefur bæjarstjórn Siglufjarðar orðið við tilmælum sikíðafélagsins, um að það fái leyfi til að leggja akveg upp í Hvanneyrarskál. Skíðafélagið hef- ur í huga, að koma þar upp íþróttasvæði. Nú eru þessar fyrir- huguðu framkvæmdir allkostnað- arsamar, en hinsvegar er f járhag ur félagsins ekki það góður, að það geti staðið undir þessum framkvæmdum, nema fjárfram- lög fáist annars staðar frá. Hafa forráðamenn félagsins hug á að ieita til einstaklinga og fyrir- tækja hér í bænum um fjárfram- lög í þessu skyni. Þessi framtakssemi skíðafélags ins er vel þess verð, að bæjarbú- ar aðstoði það við þessar fram- kvæmdir, bæði með fjárframlög- um og með því að sækja skemmt- anir, sem kynrnu að verða haldn- ar til fjáröflunar fyrir félagið. Frá þjóðhátíðanefnd Vegna þess hve margir Siglfirð- ingar eru fjarvistum úr bænum, vill þjóðhátíðanefnd góðfúslega beina því til bæjarbúa, sem heima eru, að þeir f jölmenni við öll at- riði hátíðahaídanna. Hátíðahöldin fliefjast með guðsþjónustu 1 kirkj- unni kl. 11 f. h. og heitir nefndin á alla að mæta við guðsþjónust- una. Þá vill þjóðhátíðanefnd sér- staklega óska þess, að þær konur, sem eiga 'islenzka búninginn, að iklæðast honum á þjóðhátáðardag- inn og g;era á þann hátt sitt til að setja sem þjóðlegastan blæ á 'hátíðahöldin. — Að síðustu' vill þjóðhátíðarnefnd vekja athygli bæjarbúa á auglýsingu nafndar- innar til húseigenda um að hreinsa vél til í kringum hús sín fyrir 17, júní, Þjóðhátíðarnefnd 17. júní-hlaup, viðavangshlaup Þátttakendur I 17.-júníhlaupinu gefi sig fram við formann íþrótta bandalags Siglufjarðar, Braga Magnússon eigi síðar en 13. júni. Keppt verður um 17. júní bikar- inn, gefinn af IBS. EFNAHAGSMÁL siglufj, (Framhald af 3. síðu) afskrifaðar eru eignir fyrir kr. 150.000,00 bæði árin. Skipakomur til Siglufjarðar árið 1951 voru aðeins 2055, en það er helmingi færri skipakomur hingað en árið 1937, en þá komu skip hingað 4200 ferðir, en árið 1939 komu skip hingað 6047 ferðir. Þessar tölur er rétt að hafa í huga, þegar rætt er um rekstursafkomu hafnarsjóðs Siglufjarðar og um leið skal bent á, að árið 1951 voru vörugjaldstekjur hafnar- sjóðs 204 þús. eða 28 þús. lægri en vörugjaldstekjurnar árið 1946. Vörugjaldstekjurnar 1951 urðu 287 þús. kr., eða aðeins 50 þús. kr. hærri en vörugjaldstekjurnar 1946. I næstu grein um efnahagsmál Sigluf jarðarkaupstaðar mun verða rætt um fjárhag vatnsveitunnar og rafveitunnar. Nýr hamfl. svartfugl Nýtt hrefnukjöt kjötbuð siglufjarðar Ábyrgðarmaður: RAGNAR JÓHANNESSON

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.