Einherji


Einherji - 16.06.1953, Qupperneq 1

Einherji - 16.06.1953, Qupperneq 1
Kosningaskrifst FramsóknarfL er í Norðurgötu 4. Opin 5—7 og 8,30—10,30 síðd. — Framsóknarmenn og annað stuðningsfólk Jóns Kjartanssonar er beðið að hafa samband við skrifstofuna. Kosninganefndin Stefna Framsóknarflokksins í ffórhagsmálum, verzlunarmálum, skatta- og útsvarsmálum o. fI. FJÁRHAGSMÁL 10. flokksþing Framsóknarmanna telur, að stefnuna í fjárhags- málum beri að miða við, að allir hafi verk að vinna. Telur flokks- þingið höfuðnauðsjm, að jafnvægi sé í þjóðarbúskapnum, þar sem stöðugt verðlag og peningagengi er nauðsynleg undirstaða þess, að framleiðsluskilyrði nýtist til hins ítrasta. Stöðugt verðlag og pen- ingagengi örfar framleiðsluna og eykur sparnaðinn, en sparnaður er undirstaða fjárfestingar og framfara. I þessu sambandi leggur flokkeþingið megináherzlu á eftirfarandi: 1. Ríkisbúskapur sé greiðsluhallalaus og fyllstu ráðdeildar og sparn- aðar gætt í ríkisrékstrinum. 2. Útlán bankanna séu miðuð við sparnað og framleiðsluverðmæti, en forðast að setja fjárhagskenfið úr skorðum með verðbólgu- útlánum. 3. Fjárfestingin (framkvæmdirnar) miðist við það fjármagn, sem á heil'brigðan hátt er hægt að tryggja til þess að standast kostn- aðinn við hana — og því aldrei gjeymt, að sama féð verður ekki notað bæði til neyzlu og fjárfestingar. 4. Þjóðartekjurnar séu auknar með meiri afköstum og framleiðslu og með bættu skipulagi á dreifingu eftir þeim leiðum, sem nánar eru tilgreindar í ályktun þessa flokksþingis um atvinnu-, sam- göngu- og viðskiptamál. 5. Stuðlað verði að auknum sparnaði með því meðal annars að veita þeim ívilnanir í skatti og útsvari, sem fé leggja til ávöxtunar með tilteknum skilyrðum. Þá verði og tekið til rækilegrar athugr unar, hvort unnt sé að koma á verðtryggingu sparifjár, sbr. álykt- un s’iðasta Alþingis. 6. Komið verði á, í samvinnu við stéttasamtökin, nýjum grundvallar- reglum að tekjuskiptingu, sem hvetji til aukinnar framleiðslu og afkasta, til tryggingar bættum lífskjörum. 7. Stuðlað verði að stofnun og rekstri framleiðslusamvinnufélaga. Flokksþingið bendir á, að fjárhagslegt jafnvægi og stöðugt peningagengi verður ekki tryggt, nema saman fari viðleitni Alþingis og ríkisstjórnar og, þeirra almannasamtaka, er mestu ráða um stefn- una í kaupgjalds- og launamálum. Flokksþingið telur því, að gera beri pllt, sem unnt er, til þess að auka skilning á því, að kaupgjald og laun verði að miða við verð- mæti framleiðslunnar. Launagreiðslur séu eins háar og, þjóðartekjur leyfa, án þess að myndist verðbólga, sem leiði til gengisfalls. Tryggt fjármálakerfi er nauðsyn alþjóðar. Það er grundvöllur mikillar framleiðslu og góðra lifskjara. Flokksþingið telur, að brýna nauðsyn beri til að hagnýta sem bezt náttúruauðæfi landsins, og þá ekki sizt orkulindir þess, til fjöl- breytni og eflingar atvinnulífinu, með það fyrir augum að atvinna sé næg og þjóðinni tryggð æskileg lífskjör. Flokksþingjð álítur, að til þessa viðfangsefnis muni þurfa meira fjármagn en unnt verður að afla innanlands fyrst um sinn, þótt fram- leiðsluaukning verði og spamaður. Þessvegna telur flokksþingið eðli- legt, að lán verði tekin erlendis, enda sé þeim varið til arðsamra fram- kvæmda. Ennfremur er flokksþingið því fylgjandi, að efnt sé til sam- vinnu við erlenda aðila um stofnun stóriðjufyrirtækja á sérleyfis- grundvelli eða á annan hátt, eftir því sem haglkvæmt þykir, enda sé örugglega um slíka samninga búið og þá meðal annars höfð til hlið- sjónar reynsla annarra þjóða. Flokksþingið leggur áherzlu á, að fyrirtæki verði staðsett þar sem þjóðinni er hagifelldast, m. a. með tilliti til hæfilegrar dreifingar byggðarinnar. , * VERZLUNARMÁL 10. flokksþing Framsóknarmanna bendir á, að verzlunarstarf- semi er þjónusta, sem ekki má vera kostnaðarsamari en óhjákvæmi- legt er. Óeðlilega mikill verzlunarkostnaður og óhóflegur gróði á verzlun er óþarfur skattur á vörukaupendur, og er því mikils vert fyrir þá, að hagia viðskiptum sínum þannig, að þeir komist hjá að greiða sffikan skatt. Flokksþingið telur að samvinnuskipulagið tryggi sannvirðisverzl un. Fyrir því telur það þýðingarmcst í verzlunarmálum, að verzlunin geti verið sem'frjálsust og samvinnufélögin óhindrað útvegað mönn- um vörur með sannvirði. Flokksþingið leggur þar af leiðandi áherzlu á, að stefnan i fjár- \ Framhald á 2. síðu Frambjóðendurnir og framtíð Siglufjarðar himininn líka. Því var fjörðurinn íkvaddur og fólkinu vinkað og farið til Reykjavíkur. Ár og dag- ar eru liðnir siðan þessi maður kvaddi, nú er hann að heilsa á ný. En Siglfirðingar eru lang- minnugir og telja ástæðu'laust að verðlauna flóttafólkið. Fyrir því verður hann afgreiddur eins og fyrn daginn — látinn falla. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er hér í kjöri „nýi bæjarfógetinn". Það má segja að það sé lán útaf fyrir sig, að hafa alltaf völ á nýmeti frá Sjálfstæðisflokknum, en það hefur nú líka sina galla. Mér er fortalið að þessi maður sé hér öllu ókunnugíur og öllum ókunnugur og hafi alls ekki vilj- að fara hér í framboð, hann hafi blátt áfram verið neyddur til þess, annaðhvort af yfirboðara s'inum eða öðrum áhrifamönnum. Eg var að velta því fyrir mér, hvort slíkir menn gætu orðið sig- ursælir striðsmenn fyrir máleíni okkar litla bæjar á Alþingi. ef svo tiltækist að um nægilegt kjör, Framhald á 3. síðu Eftir fáar vikur verður gengið til alþingiskosninga. Yfirkjör- stjórnin hefui’ auglýst að fjórir menn séu hér í kjöri. Einn þess- ara manna.er samkvæmt auglýs- ingu þessari Reykvíkingur, Er- lendur Þorsteinsson að nafni. Eg, var að velta þVí fyrir mér hvort ‘ ég ætti að kjósa hann, en ég varð strax fráhverfur því. Eg held að maður, sem flúið hefur frá Siglufirði til höfuðborgarinn- ar. geti ekki borið framtíðarmál- efni Siglufjarðar fram til sigurs. Það þýðir ekkert að koma aftur, eftir að hafa yfirgefið stað eins og Siglufjörð og biðja «m at- kvæðin til að verða fínn maður 1 þingsölunum. Sennilega gæti Erlendur Þor- steinsson orðið nýtur þingmaður fyrir REYKJAVÍK, staðinn sem hann valdi fram yfir Siglufjörð, þessvegna átti hann að bjóða sig fram þar. Hér hafði þessi maður ágæta atvinnu, eina bezt launnðu í bænum, bjó á faffiegum stað og virtist liða vel á sigl- firzka vísu. En þetta nægði ekki. Hann vildi eiga þetta allt og

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.