Einherji


Einherji - 16.06.1953, Blaðsíða 2

Einherji - 16.06.1953, Blaðsíða 2
* EINHERJI Stefna Framsóknarflokksins í fjárhagsmál- um, verzlunarmálum, skattamálum oJI. Framhald af. 1. síða hagsmálum sé miðuð við jafnvægisbúskap, þannig að hjá því verði komizt, að hafa hömlur á verzluninni og opinber afskipti af verð- lagi. Ennfremur- að samvinnufélögunum sé tryggður aðgangur að nauðsynlegu veltufé til verzlunarrekstursins. Sé úthlutun á gjaldeyri til vörukaupa háð opinberum afskiptum, telur ílokksþingið að hún eigj að framkvæmast þannig, að tryggt sé að menn geti ráðið því hjá hvaða verzlunarfyrirtækjum þeir kaupi þær vörur, sem leyft er að flytja til landsins. Flok'ksþingið bendir á, að frjáls innílutningsverzlun byggist á að auðið sé að fullnægja eðlilegri gjaldeyriseftirspurn og, að fullt samræmi sé í aðgerðum ríkisvaldsins og bankanna, varðandi verzlun- ina. Það telur því verkefni næstu ára, að þjóðin eignist hæfilegan gjaldeyrisforða til að tryggja og auðvelda innflutningsverzlunina. Flokksþingið telur núvei'andi höft á útflutningsverzluninni óvið- unandi og í ósamræmi við aukið frelsi í inniflutningsverzlun. Leggur því áherzlu á, að fleiri aðilum en nú er, gefist kostur á að flytja út og, selja íslenzkar afurðir á erlendiun mörkuðum. SKATTA- OG ÚTSVARSMÁL Flokksþingið telur að tekjuöíiunarlöggjöfina beri m.a. að miða við það, að skattleggja eyðsluna en verðlauna spamað ög afköst, og að þeim aðilum, sem hafa nauðsynlegan atvinnurekstur, verði gert kieift ð mynda sjóði til tryggingar og auknihgar starfsemi sinni. Flokksþingið telur aðkallandi; að sett verði ný löggjöf um skatta og útsvör, og leggur í því sambandi áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. Skattaáilagning verði gerð einfaldari með sameiningn tekjuskatts, tekjuskattsviðauka og stríðsgróðaskatts, og skattstiganum breytt. Umreikningur verði niður felldur. 2. Persónufrádráttur verði hæikkaður. 3. Tekjum hjóna verði skipt, að vissu marki, við skatta- og útsvars- álagningu, og veittur sérstaikur frádráttur við stofnun heimila. 4. Tekið vei'ði meira tillit til kostnaðar við tekjuöflun launþega en gert er í gildandi skattalöggjöf, þar á meðal kostnaðar, sem leiðir af því að gift kona aflar skattskyldra tekna. 5. Komið sé í veg fyrir ósamræmi í skatta- og útsvarsgireiðslum þeirra manna, sem búa í eigin húsnæði, og hinna, sem búa í leigu- hiúsnæði. 6. Jarðræktarframlag verði ekki talið með skattskyldum tekjum. 7. Ríkið innheimti ekki fasteignaskatt, en sveitarfélög fái þann tekjustofn. 8. Skattfrjáls eign einstaklinga verði hækkuð. 9. Gjaldendum verði ekki 'iþyngt óhæfilega með álagningu veltu- útsvara og þau, ásamt eignarútsvari og samvinnuskatti, gerð frá- dráttarbær. i , 10. Leitast verði við að finna fleiri fasta tekjustofna fyrir sveitar- félögi, og takmarka svo álagningu útsvara, að tryggt sé að heil- brigt framtak og tekjuöflun einstaklinga verði ekki lamað. RANNSÓKN Á NÁTTÚRUAUÐI LANDSINS 1. Flokksþingið telur, að hraða beri rannsó'kn á náttúruauði lands- ins, samkvæmt þingsályktunartillögu .er samþykkt var á síðasta Al- þingi að tilhlutan Framsóknarflokksins. Verður að teljast aðkallandi að fá úr því skorið með ýtarlegri rannsókn, hver af náttúruauðæfum landsins geti orðið undirstaða nýrra iðngireina og hvar heppilegast sé að byggja nýjar iðnaðarstöðvar, er skapi fjölþættara atvinnulíf og stuðli þannig að auknu öryggi í atvinnuháttum þjóðarinnar. Kemur hér m. a. til greina saltvinnsla og magíníumvinnsla úr sjó, postulínsframleiðsla úr 'islenzkum leir, vinnsla biksteins, aluminí- um og brennisteinsvinnsla o. fl. Málmauðgi landsins verði rannsakað og magn nytsamra jarðefna og hvort vinnsla þeirra sé hagkvæm. Ennfremur nýting jarðhitans bæði til upphitunar, iðnaðar, heilsu- verndar og lækninga, ræktunar og raforkuframleiðslu. Fé verði veitt á fjárlögum til framhaldsrannsókna á einstökum greinum, ef undirbúningsrannsóknir bendá til, að þess sé þörf. 2. Floikksþingið ítrekar fyrri samþykktir sínar um rannsókn á því, hvernig háttað er eignayfirráðum jarðhitasvæða landsins. Að rann- sókn lokinni verði sett löggjöf um það efni. DREIFING BYGGÐARINNAR 10. flokksþing Framsóknarmanna leggur áherzlu á, að gæði landsins og hafsins umhverfis það verði eigi að fullu nýtt, nema byggðin sé hæfilega dreifð um landið. Flokksþingið iítur ekki á dreif- býli og þéttbýli sem andstæður, þar sem eðlilegt er, að hvomtveggja eigi sér stað — allt eftir staðháttum og atvinnuháttum. Flokksþing- ið telur, að stefnuna í atvinnu- og fjárhagsmálum beri sérstaklega að miða við það sjónarmið, að halda jafnvægi i byggð landsins og koma í veg fyrir, að lands- og sjávargæði séu ónotuð vegna þess, að fólkið þjappist saman í fáa staði, e» aðrar byggðir leggist í eyði. Telur flok'ksþingjð, að taka verði nægilegt tillit til þessa sjónarmiðs, þannig að ekki sé dregið úr pólitískum áhrifum dreifbýlisins, þó að fólki fækki þar í bili. Ennfremur sé leitazt við að gera kjör fólksins sem jöfnust til sjávar og sveita, t. d. með þvi að hraða sem mest framkvæmdum við að dreifa rafmagni um sveitir landsins. Sé þessa sjónarmiðs einnig gætt við afgreiðslu fjármála á Alþingi og ekki s'iður í útlánastefnu bankanna. SAMGÖNGUMÁL Flokksþingið telur mjög mikilsvert að samgöngur komist í það horf, að þær fullnægi sem bezt þörfum ail'rar þjóðarinnar, og ályktar að Framsóknarflokkurinn beiti sér hér eftir sem áður fyrir umbót- um í samgöngumálum. Vill flokksþingið einkum leggja áherzlu á það, er hér greinir: a. Fjárframlög til vegagierða og brúargerða vei'ði sem ríflegast og framkvæmdum hagað þannig, að sem beztur árangur -náist, og sérstaklega sé lögð áherzla á að þær sveitir, sem ekki eru enn í sambandi við vegakerfi landsins, komist það sem allra fyrst. Fjár- ráð sýsluvegíasjóða vei'ði aukin, hreppavegir yfirleitt gerðir að sýsluvegum, og athugað verði unt nauðsyn þess, að héruðum, sem búa við ótryggar vetrarsamgöngur, sé gert kleift að eignast snjóbíla til nota, þegiar vegir og firðir lo'kast vegna fannalaga og ísa. Marrkvisst verða stefnt að þv'í, að öll byggð býli á landinu komist í akvegasamband svo fljótt sem verða má. b. Brúarsjóðurinn verði efldur, svo hann geti sem fyrst gegnt hlut- verki s'ínu. c. Flugveliir verði gerðir sem fyrst í þeim héruðum, þar sem þá vantar, og áherzla lögð á að í öllum sveitum landsins séu til not- hæfir staðir fyrir lendingu lítilla flugvéla, svo sem sjúkraflugvéla. d. Strandferðaskipin verði látin haga ferðum þamúg, að þær komi að sem beztum og almennustrmi notum, og áætlanir um ferðirnar birtar með nægilegjum fyrirvara. Gerð sé gangskör að því, að skipuleggja flóabátaferðir sem bezt, og tryggja að til þeirra séu aðeins notuð traust skip, sem búið geta sæmilega að farþegum. e. Skip í millilandasigjingum haifi viðkomur sem víðast á höfnum umhverfis landið, svo að vöruflutningar erlendis frá komi sem mest beina leið á heimahöfn hvers héraðs, þar sem hafnarskil- yrði leyfa. Enda sé unnið að því að bæta þau, þar sem þess er þörf. Flokksþingið lýsir ánægju yfir stækkandi kaupskipaflota lands- manna og auknum millilandasiglingum. Telur þingið mikilsvert að áfram verði haldið að auka kaupaskipastólinn og flugvélaeignina, fyrst og fremst til þess að fullnægja flutningaþörf landsmanna sjálfra, en einnig til þess að íslendingar geti í vaxandi mæli haft tekjur af milli- landaflutningum fyrir aðrar þjóðir. Póstsamgöngur. Flokksþingið áréttar fyrri samþykktir um minnst vikulegar póst- samgöngur til allra heimila á landinu, en daglega og annanhvern dag, alls staðar þar, sem samgiöngur eru greiðar. Telur þingið sjálf- sagt að nota flugvélar til póstflutninga, þegar póstsendingar komast fyrr en annars væri til móttakanda með þeim hætti. i i Símamál Flokksþingið leggur áherzlu á, að símalagíiingum um sveitirnar verði hraðað svo sem unnt er, svo að öll byggð býli geti fengið síma sem allra fyrst. Gistihúsmál. Flokksþingið lítur svo á, að nauðsyn beri til þess, að í hvívetna sé efld og bætt gjstihúsastarfsemi 1 landinu, svo að hún fullnægi sem alh'a bezt nútímakröfum innlendra og erlendra ferðamanna. Leggja skal áherzlu á það, að húsnæði, umgengni og þjónusta sé stórum bætt. Væntir flokksþingið, að ráðherrar flokksins í ríkisstjórn láti und- irbúa lagasetningiu til að tryggja hagkvæm lán í þessum tilgangi. Frá 10. flokksþingi Framsóknarmanna

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.