Einherji


Einherji - 16.06.1953, Blaðsíða 3

Einherji - 16.06.1953, Blaðsíða 3
EINHERJI S Góðtemplar á þing Þlað er margs að gæta, þegar íkjósandinn gerir það upp við sig,, hvern hann ætlar að senda sem fulltrúa sinn á löggjafarþing hjóðarinnar. En fyrir góðtemplara á Siglu- firði, sem gangia að kjörborðinu 28. júní n.k. ei' ekki nema einn frambjóðandinn, sem kemur til greina, en það er Jón Kjartans- son bæjarstjóri. Allir hinir fram- bjóðendurnir eru kunningjar vín- guðsins. Þessvegna kemur ekki til mála að nokkur sannur templ- ari, hvar sem hann stendur í stjórnmálum, svíki heit sitt og gefi þeim atkvæði sitt, en í heiti því, sem við templarar höfum öll gengizt undir, er talað um það, að við skulum vinna að því á allan heiðarlegan hátt að gera alla áfenga drykki landræka. Þessvegna er það okkur templ- urum mjög mikið ánægjuefni, að ganga að kjörborðinu 28. júní n.k. með þá vissu, að með því að setja X JÓN KJARTÁNSSON, erum við að senda einn af okkar ágætu málsvörum inn í raðir þeii'ra manna, sem hafa úrslita- vald í áfengismálum þjóðarinnar. Þegar við höfum sent mann eins og Jón Kjartansson á þing, þá getum við fyrst farið að treysta því, að þær. samþykktir, sem við gjörum innan okkar vé- banda og sendar eru til Alþingis, verði metnar að verðleikum. Áfengisneyzla þjóðarinnar fer ört vaxandi frá ári til árs og hörmungar þær, sem í kjölfar hennar sigla, láta ekki sitt eftir ligfja. Á öilum tímum hefur bölvaldur áfengisins gert nýtustu menn að ræflum, tortimt heimilum þeiri'a og framtíð. gert þá að vofum samtíðar sinnar. Gegn þessu viljum við templ- arar fyrst og fremst vinna, og það skulum við sýna dýrkendum vínguðsins, með því að fylkja okkur um góðtemplarann 28. júní n.k. og senda okkar mann sem fulltrúa Siglfirðinga á Alþing. Templari rBsrnr-' Frambjóðendurnir og framtíð Siglufjarðar Framhald af 1. s’iðu fylgi væri að ræða, og, ég komst að þeirri niðurstöðu að ókunnug- ur maður, sem er „pressaður“ í slíkt ferðalag, yrði fljótt móður og göngulúinn. Það verðm' vanda- samt verk og erfitt að vera þing- maður Siglfirðinga næstu fjögur ár. Fyrsta skilyrði sem Siglu- fjarðarþingmaðurinn þarf að hafa, er brennandi áhugi fyrir framtíð Siglufjarðar og batnandi hag bæjarbúa. Blessaður „nýji bæjarfógetinn“, sem telja verður aðeins nokkurra mánaða gamlan Sigílfirðing, vantar með öllu þann eldlega áhuga, sem þingmaðurinn okkar þarf að hafa. „Nýji bæjar- fógetinn“ er sagður góður emb- ættismaður og vill ekki fara á þing. og bezt e'' að gera honum og Sigluf'rði þann greiða, að lofa honum að sitja heima og sinna sínu embætti. Frambjóðandi kommúnista er nú víst hvergi hræddur og telur sig vissan 28. júní. En ekki verð- ur það atkvæði mitt, sem fleytir honum inn á þingið. Og ég er ekki farinn að trúa þvi enn, að Siglfirðingar geri sig seka «m slíkt, því þá yrði Siglufjörður eina kjördæmið utan Reykjav'ik- ur, sem slíkt henti. Gunnar Jó- hannsson, sem er frambjóðandi kommúnista, er að mörgu leyti almennilegur maður og vill Siglu- firði vel, en hgnn yrði enn stærra og meira núll á Alþingi en Áki nokkur Jakobsson var, og e>' þá m'kið sagt. Flokkur Gunnars getur engn komið til vegar á Al- þingi fyrir Siglufjörð, því er gagnslaust með öllu að kjósa hann. Þar með er það mái af- greitt. Það er einn innfæddur Sigl- firðingur í kjöri við þessai' kosn- ingar og hann er sá, sem við eigum að kjósa. Hann er öllum hnútum kunnugur hér heima í Siglufirði og hann hefur sýnt það frá fyrstu tíð hvern hug hann ber til Sigiufjarðar. Flokk- urinn, sem hann býður sig fram fyrir, hefur líka sýnt það hvem hug hann ber til Siglufjarðar. Þingflokkur Framsóknarmanna og ráðherrar flokksins hafa jafn- an staðið með hagsmunum Siglu- . .f jarðar í hverju því máli. sem borið hefur verið fram fyrir rík- isstjórnina pg Alþingi á siðastá kjörtímabili. Frambjóðandi Framsóknar- flokksins, Jón Kjartansson, er því tvímælalaust sá frambjóðand- inn, sem gæti gert mest á Alþingi fyi'ir Siglufjörð á næstu fjórum árum. Sigur hans er því sigur Siglufjarðar. Siglfirðingar! Hef jum okkur yfir flokkabaráttuna og venun ehm sinni samtaka og sendum Siglfirðingjnn á þing fyrir Siglu- fjörð. Óflokksbundinn kjósandi Ábyrgðarmaður: RAGNAR JÓHANNESSON Hið nýja skip samvinnumanna er væntan- legt til landsins 20. þ.m. Með skipum sambandsins: Hvassafelli Arnarfelli og Dísarfelli eru fluttar vörur til og frá landinu í stöðugt vaxandi mæli. ★ Samvinnumenn flytja vörur með eigin skipum. SAMBAND ÍSL. SAMVMFELAGA SKIPADEILD ARDUR TIL ILUTHAFA Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 6. júní 1953, var sam- þykkt að greiða 4% — fjóra af liundraði — í arð til hluthafa ifyrir árið 1952. — Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík og hjá afgreiðslumönnurn félagsins um land allt. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS innköllun kröfulýsinga um bætur á sparifé samkvæmt 13. gr. 1. nr. 22, 19. marz 1953 og bráðabirgðalögum 20. apríl 1953. Hér með er skorað á þá, sem teija sig eiga rétt til bóta samkvæmt ofangreindum lögum, að lýsa kröfum sínum fyrir 25. október 1953, að viðlögðum kröfumissi, til innlánsstofnunar (banka, sparisjóðs, inn- lánsdeildar samvinnufélags) eða verzlunarfyrirtækis, þar sem inn- stæða var 31. desember 1941 og/eða 30. júní 1946. Eyðublöð undir kröfulýsingu verða afhent í ofangreindum stofn- unum frá og með 25. júní 1953. LANDSBANKI ÍSLANDS

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.