Einherji


Einherji - 27.06.1953, Side 1

Einherji - 27.06.1953, Side 1
Framsókn - samvinna - frelsi Með aukraim áhrifum FramsóknarfloKksins sru hagsmunir Sigiufjarðar bezt tryggðir. Framsóknarflokkurinn hefur barizt gegn: Óhófseyðslu — f jármálaóreiðu — verðbólgu, — en heib brigð fjármálastjórn er undirstáða framfaranna. —Hann var eini flokkurinn, sem varaði við verðbólg- unni, og sagði það fyrir, að hún hlyti að leiða af sér gengisfall, sem nú er fram komið. Sjálfstæðisflokk- urinn, Alþýðuflokkurinn og kommúnistar sameinuðust þá gegn Framsóknarflokknum og gerðu ráð- stafanir, sem rýrðu kaupmátt peninganna, refsuðu hinum sparsömu og skipulögðu lánsfjárkreppu. - Framsóknarflokkurinn hefur barizt fyrir: Frarníö riirn, réttlæti, öflugu atvinnulífi, batnandi lífskjör- um, — samhjálp og samvinnu. Þess vegna greiða siglfirzkir kjósendur Jáni Kjartanssyni atkvæði á morgun. Á morgun eigum við Sigifirzkir kjósendur með atkvæði okkar, að segja til um, hvaða stjórnmála- flokki við teljum bezt trúandi til að hefja það björgunar- og við- reisnarstarf, sem hér er svo að- kaUandi á sviði fjárhags- og at- vinnumála. Afkoma allra Sigl- firðinga, hvaða flokki, sem þeir annars tilheyra, er kominn undir því, að sigifirzkt atvinnul'if verði endurreist. En til þess að svo megi verða, þurfa kjósendurnir að skipa sér um þann flokk, sem hefur verið trúr þeirri hugsjón sinni. að vinna að því að koma þeirri skipan á í þjóðfélaginu, að allir hafi verk að vinna, og af- rakstur vinnunnar séu tekjur þeirra sjálfra, sem vinn- una leggja til. Þessu' skipulagi berst Framsóknarflokkurinn fyrir að komið verði á. En allir hinir flokkarnir eru andvigir þessu skipulagi. Þjóðfélagsstefna Framsóknar- flokksins er Samvinnustefnan. — Fjórir meginþættir hennar eru neytendahugsjónin, framleiðslu- hugsjónin, lýðræðishugsjónin og mannúðarhugsjónin. Neytendahugsjónin stefnir að þvi að skapa sannvirði - var'a, stuðlar að tekju- og eignajöfn- uði með því að afnema arðrán í verzlun og viðskiptum. FramleiSsluhugsjónin stefnir að því að sameina fjár- magn og vinnu í höndum hins vinnandi fólks og gera það sjálf- stæða og ábyrga framleiðendur og skapa sannvirði vinnunnar. Fýðræðishugsjónin, er hinn stjórnarfarslegi grundvöllur sam- vinnuskipulagsins. „Hver maður eitt atkvæði" er ein megjnregla samvinnufélaganna. Einstakling- arnir hafa jafnan rétt. Mannúðarhugsjónin, mótar öll framangreind megin- atriði samvinnustefnunnar. Hún kennir, að maðurinn sjálfur og velferð hans eigi að sitja í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru í þjóðfélag- inu. Af því, sem hér er sagt, er augijóst, að samvinnustefnan, sem þjóðfélagsstefna sameinar glæstar hugsjónir frelsisunnandi mannvina, sem vilja að fólkið, velferð þess og þjónusta við það ráði því, sem gert er 1 þjóðfélag- inu .Þá er einnig; ljóst, að sam- vinnustefnan skapar réttlátt þjóð- félag, með því að afnema arðrán af vinnu og viðskiptum og stuðlar að því sem flestir verði bjarg- álna, en fátækt og örbirgð hverfi. Siglfirzkir kjósendur. Verum þess minnugir að í tæp fjögur ár, hefur frambjóðandi Fram- sóknarflokksins, Jón Kjartarisson ,g;egnt erfiðu og vandasömu starfi fyrir bæjarbúa, þar sem hann hefur verið bæjarstjóri. Allir bæjarbúar vita af eigin raun þá fjárhagslegu erfiðleika, sem bær- inn hefur átt við að etja, s.l. 8 ár vegna síldarleysisins. Þrátt fyrir það er það sameiginlegt álit ■ allra bæjarbúa, hvaða flokki, sem þeir annars tilheyra, að vart hefðu þeir getað fengið sam- Ef þú vilt kjósa öfgastefnur og •áhrifalausan þingmann, þá kjóstu Gunnar Jó- hannsson. Ef þú vilt kjósa afturlialdið og afhenda ókunn- ugum manni umboð þitt á Al- þingi, þá kjóstu Einar Ingimund- arson, vizkusamari og harðduglegri mann 1 þennan stai’fa, en Jón Kjartansson hefur verið, enda hefur hann sýnt það með starfi sínu, að hann vill Siglufirði og ; Siglfirðingum allt hið bezta. — | Hagsmunir bæjarins og allra Sigl- firðinga krefjast þess, að hæfni ogi dugnaður við val þingmanns- i ins á morgun verði látin sitja 'i fyrirúmi fyrir öllu öðru. Póli- tískur litarháttur má þar engu ráða, þeir kjósendur, sem greiða Jóni Kjartanssyni atkvæði styðja að eflingu atvinnulífsins hér í bænum, og þar með batnandi aif- komu þeirra sjálfra, því fylkja kjósendur sér á kjörstað á morg- un og kjósa Jón Kjartansson. Munið X við JÓN KJARTANSSON Ef þú vilt kjósa áhrifalausan aðkomumann, sem fulltrúa Siglfirðinga, og verð- launa þannig flóttafólkið, þá kjóstu Erlend Þorsteinsson. Ef þú vilt kjósa Siglfirðing á þing fyrir Sigl- firðinga, ef þú vilt viðreisn í stað hnignunar, þá kjóstu Jón Kjart-< ansson. > ,

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.