Einherji


Einherji - 27.06.1953, Blaðsíða 4

Einherji - 27.06.1953, Blaðsíða 4
EINHERJI Samstjórn kratanna, íhaldsins og kommún- istanna 1945 byggðu dýrustu síldarverk- verksmiðjur í heimi. Sjómennirnir gjalda þess nú á hverju ári. Stjórn Síldarverksmiðja níkis- ins er um þessar mundir að ákveða síldarverðið til verksmiðj- anna á þessu sumri. Allar líkur benda til, að verðið pr. mál verði í ár kr. 60,00 eða sama og var s.l. sumar. Sjómennirnir, sem ganga til kosninganna á morgiun, ættu í þessu sambandi að athuga, að vegna einstakrar óhófseyðslu og óstjórnar nýsköpunarstjórnarinn- ar í sambandi við byggingar nýju verksmiðjanna hér og á Skaga- strönd, fá þeir hvergi nærri eins mikið greitt fyrir hvert s'íldar- mál og hægt hefði verið að fá, hefði verksmiðjurnar verið byggð ar af fyrirhyggju og viti. Ihaldið og kratar hafa reynt að koma ábyrgðinni aif þessari óstjóm yfir á kommúnista eina, en allir bera þessir flokkar ábyrgð á byggingu dýrustu síldar verksmiðja beimsins. Siglfirzkir sjómenn svarið slík- umvinnubrögðum á viðeigandi hátt. Kjósið allir frambjóðanda Framsóknarflokksins. Setjið x við Jón Kjartansson. Hafnið forustuliði Alþýðuflkokksins Eftir síðustu alþingiskosningar ákvað Alþýðuflokkurinn að draga sig út úr pólitík. Hann neitaði með öllu að eigia þátt í að leysa þau geysimiklu vandamál, sem biðu þá úrlausnar, og gerði það undir því yfirskyni, að hann væri á móti gengislækkun þeirri, sem virtist óhjákvæmileg til viðreisn- ar atvmnulífinu — en gengislækk un þessi var fyrst og fremst sam- ræming — því gengið var fallið fyrir löngu. Hvað vildi Alþýðuflokkurinn? Þeir, sem kunnugir voru mál- um á þessum tíma, vissu, að gengislækkunarskraf Alþýðufl. var hræsni, þvi þingmenn þessa sama ílokks fluttu ásamt öðrum þingmönnum árið 1939 frumvarp til laga um gengislækkun, og greiddu allir þingmenn Alþýðu- flokksins þvl atkvæði, nema einn (Sigurjón Ólafsson). Hið rétta í þessu máli var, að Alþýðuflokkurinn vildi ekki taka Lýðræðissinnaðir sósíalistar, sem undanfarið liafið kommúnistum að málum, og kos- ið frambjóðanda þeirra, snúið nú baki við þeim og fylkið ykkur á morgun, 28. júní, um eina frjáls- lynda frambjóðandann, sem get- ur á komandi kjörtímabili unnið Siglufirði gagn á Alþingi. Sigur Jóns Kjartanssonar er sigur siglfirzkrar alþýðu, sigur Siglufjarðar, , þátt í stjórnaraðgerðum, því hann óttaðist, að það sem gera þyrfti yrði óvinsælt, AIþ.fI. vildi því gera sig vinsælan á því að vera á móti viðreisnartillögummi — þess vegna tók hann það ráð að fara i fýlu — vera óábyrgiur flokkur í trausti þess, að með ábyrgðarieysi sínu tækist honum að vinna sér fylgi í næstu kosn- ingum. Nú eru þessar kosningar á morgun. Siglfirðingar teljið þið rétt, að verðlauna þennan flokk fyrir hina óábyrgu afstöðu árin 1949 og ’50? — Nei, þvert á móti. Ef að það verður ofan á, að kjósendur verðlauna á morgun flokk fyrir að „draga sig út úr pólitík", ef að kjósendur verð- launa á morgun þá löggjafa, sem þeir hafa kosið til að leysa vanda málin — fyrir að fara í ,,fýlu“, í stað þess að snúast gegn vanda- málunum. Þá er ekki imnt að segja, hvar slíkt gæti endað. Hvernig hefði farið, hefðu allir þingmenn tekið sömu afstöðu og Alþýðuflokksþingmennirnir, eftir síðustu kosningar — að neita að skifta sér af stjórnmálum. Vakin skal athygli á því, að það er engin trygging fyrir því, að Alþýðuflokkurinn taki ekki sömu afstöðu eftir úrslit kosn- ingianna á morgun. Endalaus fýla gæti orðið einu úrræðin, sem þessi flokkur kæmi islenzkri þjóð til hjálpar í þeim vánda, sem hún er nú stödd í. Því skulu siglfirzkir kjósendur fylgt auga á, Nokkur orð til Jóhanns Möller Frá því ég fyrst bauð mig fram fyrir Framsóknar'flokkinn hér í Siglufirði 1946, hefur þú jafnan haft því tilgangslausa hlutverki að gegna í þessum kosningum, að vera aðalkosninga- smali Erlendar Þorsteinssonar. Þú hefur alltaf verið jafn dug- legur, en misjafnlega ósvifinn og ófyrirleitinn. Kosningaáróðri þín- um hefur þú beitt á vinnustöðv- um, á gatnamótum og í blaði ykkar, Neista. Það hefur gilt þig einu, hvort þú hefur farið með satt eða logið — tilgangurinn hef- ur jafnan helgað meðalið. Mér hefur verið vel ljóst, að þú hefur jafnan haft hug á að stuðningsmenn mínir og fylgj- endur Framsóknarflokksins hér svikju stefnu sína og samherja á kjördegi, í þeim tilgangi að auka fylgi Erlendar Þorsteins- sonar. Síðasta tilraun þín í þá átt, sem að framan er lýst, er ritsmíð þín á 3ju síðu >Neista, sem út kom í gær og þú kallar „Kosninga- fundur forsætisráðherrans“. 1 þessari grein flytur þú „fréttir" af þessum fundi. Þessi grein þin er svívirðileg og ósönn. Þú leyfir þér að læða því inn tneðal les- enda blaðs þins, að varaformaður Framsóknarflokksins og forsætis- ráðherra Steingr. Steinþórsson hafi komið hingað til Siglufjarð- ar tii að gefa samherjum sínum hér laglega bendingu um að svikja frambjóðanda Framsókn- arflokksins hér 28. júní n. k. Er hægt að ganga lengra ? ' Það vill til, að þú ert af fáum tekinn alvarlega,- Þar af leiðandi skaðar þessi túlkun þín á orðum forsætisráðherrans hvorki mig eða Framsóknarflokkinn á sunnu daginn kemur, heldur þvert á móti þjappar okkur fastar saman til frekari sóknar fyrir því, sem við teljum sannast og> réttast. Að lokum þetta: Það eru alls staðar til takmörk, Jóhann Möll- er, einnig í ötjórnmála-baráttunni, þó þú virðist ekki þekkja þau. Það er ekki hægt, hvorki fyrir athuga, að það á aldrei að verð- launa ábyrgðarleysi, eins og það, sem Alþýðuflokkurinn sýndi eftir síðustu kosningar. Margra hluta vegna eru margir óánægðir Alþýðuflokksmenn, sem ganga til kosninga á morgun. — Þessir menn eiga að styðja Fram sóknarflokkinn nú í þessum osn- ingum ogi setja x framan við nafn Jóns Kjartanssonar í kjörklef- anum á sunnudaginn 28. júní. Með því styðja þeir raunhæfa pólit'ik og koma í veg fyrir að atkvæði þeirra verði gert óvirkt, eins og Alþýðuflokksforustan hefir gert síðastliðið kjörtímabil. \ frambjóðanda né staðgengil hans, að smeygja sér inn í raðir flokks- bundinna andstæðinga, betlandi um atkvæði á forsendum ósann- inda og iblekkin-ga. Það gera að m.k. ekki aðrir en þeir, sem sama -er um nafn sitt og æru — en ég ætla ekki að svo sé komið fyrir þér. Sökum þess átt þú að breyta strax í dag til um áróðursaðferð- ir þínar. Ef Erlendur Þorsteins- son kemst ekki á A-lþing nema með þv'i að Framsóknarmenn kjósi hann á sunnudaginn kemur, þá verður h-ann að sitja heima hjá sér í Eskihlíð 21, 1. hæð, í Reykjavik, hvort sem honum Ik- ar betur eða ver. . Það hefur engin áhrif á stjórn- arstefnu komandi tíma, hvort Er- lendur Þorsteinsson kemst hér að eða ekki. Til þessa hefur hann verið í hópi þeirra manna, sem torve-ldað hefur samkomulag milli Framsóknarfl. og Alþýðufl., en ekki a-ukið. Skrif þín til Framsóknarmanna í umræddri Neistagrein verka öf- ugt við það sem þeim er ætlað, söku-m rangfærs'lu þinnar á orð- um forsætisráðherra, meðferðar þinnar á sannleikanum og þeirrar 'lítilsvirðingar, sem fram kemur hjá þér fyrir dómgreind viss hluta kjósenda í Siglufirði. Framsóknarmenn og aðrir * stuðningsmenn minir munu svara 'þessum áróðri þ'mum og annarra slíkra á sunnudaginn kemur, á viðeigandi hátt. Jón Kjartansson HITAVEITA Það hefir vakið mikið mntal í bænum, að einn frambjóðandinn við í hönd farandi Alþingiskosn- ingar, Jón Kjartansson, ræddi á framboðsfundunum um mögiu- leika á Hitaveitu í Siglufirði. — Andstæðingar Framsóknarmanna, sérstaklega kommúnistar og kr-at- ar reyna nú gera hugleiðingar Jóns Kjartansson broslegar, og telja hann vera „upp í skýjun- um“ með þetta málefni. Það hefir jafnan verið svo, að þegar vakið hefir verið máls á nytsömu-m og þýðingarmiklum málum, þá hafa þau á öl-lum tímum mætt and- stöðu afturhaldsaflanna, en eftir að þessi mál hafa komist í fram- kvæmd og farin að njóta vin- sælda almennings, þá hefir ekki staðið á þessum sömu atfurhalds- öflum að tileinka sér málið og þakka sér hugmyndina og fram- kvæmdina, og svo mun einnig verða um þetta mál. Ábyrgðarmaður: RAGNAR JÓHANNESSON , Sigluíjarðarprentsmiðja b. í.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.