Einherji


Einherji - 15.08.1953, Síða 1

Einherji - 15.08.1953, Síða 1
8. tölublað. Laugardagurinn 15. ágúst 1953 22. árgangur. fwii——m—i—----------------------------------------------------------------------------m'iiiiii'ii íí" imfiirrm—f" T í M I N N er bezta fréttablaðið. Tekið á mótl nýjum áskrifendum í Eyrarbúðinni. Fridleifur Jóhannsson. í dag er Friðleifur Jóhannsson, fyrrveandi útgerðarmaður og fiskimatsmaður, 80 ára. Ilann er fæddur í Háagerði í Svarfaðardal 15. ágúst árið 1873, sonur hjónanna, sem þar bjuggu þá, Kristíar Friðieifsdóttur og Jó- lranns Jónssonar. Foreldrar Friðleifs voru komnir af traustum og hraustum bænda- ættum úr Svarfaðardal og innan úr Eyjafirði, er koma mjög við sögu svarfdæla. Friðleifur Jóhannsson var elzt- ur þriggja systkina. Föður sinn missti hann er hann var innan við tvitugt. Varð hann þá að taka við ibúi móður sinnar og stýrði hann því með ágætum, þrátt fyrir margs- konar erfiðleika, í nokkur ár, eða þar til hann kvæntist árið 1899, Sigríði Stefánsdóttur frá Hofsár- koti. Þau hófu búsiklap í Háagerði og bjuggu síðar að Lækjarbakka í Svarfaðardal, eða til ársins 1927, að þau fluttu hingað til Siglu- Siglufjarðar. Börn þeirra hjóna, sem á lífi eu, — eru öll fulltiða og nýtir þjóðfélagsþegnar. Þau eru: Gunn- iaugiur, Anna, Stefán, Jóhann, Snorri og Kistín. Eru þau öll bú- sett hér, nema Snorri, sem búsett- u er á Akureyri. 'Margskonar trúnaðarstörf hlóð- ust á Friðleif Jóhannsson, bæði í Svarfaðardal og hér í Siglufirði. Þau verða ekki rakin hér, en þess skal hér minnzt sérstaklega, að hann er einn af stofnendum Fram sóknarflokksins og hefur stutt hann drengilega og af eldlegum áhuga umbótamannsins alla tíð. 1 röskan aldarfjórðung hefur Friðleifur Jóhannsson unnið fyrir Framsóknarflokkinn í Siglufirði og unnið iþar mikið og gott starf. Hann hefur verið með limur Fram sóknarfélags Siglufjarðar frá stofnun þess og gjaldkeri félags- jns var hann um mörg ár, Gjald- fyrn/erandi útgerðarmaður, áttrœöur. keri og afgreiðslumaður Einherja hefur hami verið ,í fjöldamörg ár. Fyrir öll hans störf í þágu flokksins og blaðsins eru honum færðar í dag innilegustu þakkir. Þau eru ótalin sporin, sem hann hefur gengið fyrir Einherja og öll sú vinna, sem hann hefur lagt á sig endurgjaldslaust d þágu blaðsins, verður aldrei að fullu metin. Fyrir allt þetta er þajkikað í dag Samherjarnir munu jafnan minn- ast Friðleifs Jóhannssonar sem fyrirmyndarmannsins, sem alitaf var reiðúbúinn til starfa og spurði aldrei um daglaun að kveldi. Samherjar og vinir senda hon- um og hans ágætu konu, frú Sig- ríði og bömum þeirra, innilegustu árnaðaróskir í tilefni dagsins og þeir vona að aftanskinið vermi og lýsi hinum öldnu sæmdarhjónum á ófarinni æfibraut þeirra. Blaðstjórn Framsóknarfélaganna í Siglufirði. AFMÆLISKVEÐJA Friðleifur Jóhannsson , fyrrv. útgeðarmaður, er 80 ára í dag. Það er ótrúlegt en satt. Fáir hér um slóðir bera aldur sinn bet- ur en þessi svarfdælski sómamað- ur, sem fyrst leit dagsins Ijós 'i Háagerðisbænum á Ufsaströnd- inni 15. dag ágústmánaðar 1873. Það var mikið um dýrðir þenn- an dag hjá hjónunum í Háagerði, Kristínu Friðleifsdóttur og Jó- hanni Jónssyni, þegar fyrsta barn þeirra fæddist og það sýndi sig fljótlega, að hinn ungi sveinn var barn sumars og sólar og lofaði góðu. Tíminn leið og börnunum í Háa- gerði fjölgaði, annar sonur og dóttir bættust i hópinn. Vinnudagur Háagerðishjónanna lengdist, börnin uxu upp, áætlanir voru gerðar og í huganum vöru borgir- byggðar. En fyrr en varði sjnrti að. Húsbóndinn féll frá á bezta aldri og í ómegð voru tvö yngstu börnin og eldri sonurinn aðeins átján ára. Hann var þá um það bil að leggja af stað ,,út á heim- inn“ til að mennta sig og afla séri fjár og frama. Fyrirætlunum varð að breyta. Friðleifur Jóhannsson mætti fyrsta mótlætinu með karl- mennsku og festu. Hann lagði til hliðar áform æskumannsins og hóf þess í stað glímu við viðfangis- efni komandi daga. Það sýndi sig þá strax, að hann var góður sonur og góður bróðir. Hann tók við stjórn á búi móð- ur sinnar, þótt ungur væri að ár- um og stjórnaði því þannig nokk- ur ár, að hann skilaði þvi með álitlegri hagsæld. Um aldamótin kvæntist Frið- leifur Sigríði Stefánsdóttur Björns sonar frá Hofsárkoti. Þau hófu búskap í Háagerði og fluttu siðan að Lækjarbakka í Svarfaðardal og bjuggu þar til 1927, að þau fluttu hingað til Siglufjarðar. Það má segja, að líf og starf Friðleifs og frú Sigríðar sé í tveimur köflum, Hinn fyrri hefst í Svarfaðardal, á æskustöðvum ; ibeggja, — þar hittast þau fyrist, | — þar eru fyirstu ákvarðanirnar ; teknar sem móta allt il’if þeirra. 1 há.'.fa öld er Svarfaðardalurinn heimkynni þeirra. Friðleifur Jóhannsson hefur alltaf haft mikið að gera um dag- ana og hefur það enn, þegar þetta er ritað. í Háagerði og á Lækjar- bakka hlóðust á hann margvísleg trúnaðarstörf. Hann var um langt skeið hireppsnefndarmaður og sóknarnefndarmaður, einnig átti hann sæti í sáttanefnd og var talinn mannasættir mesti. I annálum getur, að um alda- mótin síðustu fauk kirkja Svarf- dæla. — Friðleifur Jóhannsson gekkst þá fyrir því, að endur- ibyggja kirkjuna, en hann var þá sóknarnefndarmaður. Tókst hon- um það með hjálp sveitunga sinna. 1902 var kirkjan fullbyggð. Fimm árum síðar sagði Friðleifur af sér formennsku í sóknarnefnd og skilaði hann þá kirkjuuni ekki aðeins skuldlausri, heldur með digrum sjóði. Auk framangreindra trúnaðar- starfa var Friðleifur um mörg ár deildarstjóri í Kaupfélagi Svarf- dæla og féhirðir Sparisjóðs Svairf- dæla. Hann gegndi þessum störf- um með einstakri trúmennsku og dugnaði og mimu Svarfdællingiar þess lengi njóta. Þó Friðleifur gerðist bóndi inn- an við tvdtugt, þá var hugur hans. hálfur við hafið. Hann ætlaði sér að verða skipstjóri og sækja gull í greipar Ægis til hagsbóta fyrir sig og sina, land sitt og þjóð. Það voru þessi áform, sem breyttust við andlát föður hans. En Friðleifur gafst ekki upp. Þótt hann yrði ekki sjálfur sjó- sóknari, þá hóf hann fyrstur um- Framhald á 4, gfíðu

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.