Einherji


Einherji - 08.12.1953, Side 1

Einherji - 08.12.1953, Side 1
FRAMSÓKNARMENN! Munið fund Framsóknar- félaganna ámorgun9.des., kl. 8,30 í Sjómannaheim- ilinu. LESENDUR! Sjáið augl. frá Jóhanni Stefánsyni á 3. síðu. Draumurinn um Nýtt hraðfrystihús er ordinn að veruleika 27. okt. 1953 mun í sögu Siglu- fjarðar verða talinn merkisdagur Þann dag hóf hraðfrystihús Síldarverkssmiðja r'íkisins starf- semi sína, og tók það þá á móti karfa úr b/v Hafliða. Um 200 manns voru í vinnu þennan dag og næsta dag við löndun og nýt- ingu togaraaflans. Fæstir þeir, sem skoðuðu íshús- ið þennan dag, og handléku fyrsta fiskinn, sem íshúsinu barst, gerðu sér '1 hugarlund hversu naiklu Grettistaki hér hefir verið lyft. BÆJARSTJÓRNIN IIAFÐI FORUSTUNA Frá ,því að núverandi bæjarstj.- meirihluti tók við völdum, hefur hann gert allt sem unnt hefur verið til að auka atvinnuna í bæn- um og hefir hann á skipulags- bundinn hátt ráðist gegn atvinnu- leysinu, þó enn hafi ekki tekist að útrýma því með öllu. Kaupin á b/v Hafliða (sem hef- ir fært Sigifirðingum milljónir í vinnulaun), bygging hins nýja hraðfrystihúss, stækkun Skeiðs- foss og undirbúningur að stækkun bátaflotans o. Ifi., talar sínu máli. FUNDURINN 5. OKT. 1951. Á fundi bæjarstjórnar Siglu- f jarðar 5. okt. 1951, voru atvinnu- og efnahagsmál Siglufjarðar til umræðu. Á fundinum var sam- þykkt áskorun til ríkisstjórnar- innar um að „ríkisstjórnin komi á stofn þeg- ar á næsta ári beitubúri ríkis- ins, hraðfrystihúsi og fiskmót- tökustöð, er verði rekin á veg- um Síldarverksmiðja ríkisins.“ Þetta var fysta tillagan er sam- þykkt var í þessu máli, og var hún samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum, Almenmw’ þorgarafundur, sem haldinn var hér 6. okt. s.á. um at- vinnumál Siglufjarðar, samþykkti að lýsa yfir ánægju sinni með þessa samþykkt bæjarstjómarinn- ar. . RÆTT VH) RlKISSTJÓRN- INA OG STJÓRN S.R. Jón Kjartansson, Bjami Bjarna- son, Kristmair Ólafsson og Gisli Sigurðsson, vom kjörnir til að vinna að þessu máh. Rituðu þeir r'kisstjórninni og stjóm S. R. bréf um þetta mál. Nefnd þessi fór áleiðis til Reykjavikur 9. okt. ’51, og kom heim eftir tæpa 2ja mán. útivist. Áuk þessa máls ræddi nefndin fjölmörg önnur hagsmunamál bæjarins við ríkisstjórnina. I skýrslu, sem liggur fyrir frá nefndinni um þetta íshúsmál segir svo: „Viðræður við ríkisstjórnina og einstaka ráðherra hófst úr 15. okt. Kom strax í ljós í viðræðum við ríkisstjórnina, að hún vildi ekki taka ákvörðun í sambandi við 1. lið í bréfi nefndarinnar, (þ. e. byggingu hraðfrystihúss á vegum SR) dags. 8. okt., fyrr en fyrir lægi álit stjómar SR um þessi' mál. Þegar þetta var ljóst, var stjórn SR innt eftir svari við bréfi nefndarinnar, og bárust nefndinni þau svör, að ekki væri unnt að taka ákvörðun, þar sem allir stjómarmenn SR væm ekki komnir til Reykjavíkur, og því ekki hægt að halda fullskipaðan stjórnarfund um málið. Fimdir hjá stjóm SR um þetta mál, gátu ekki hafizt fyrr en föstudaginn 26. okt. Mætti nefndin á fundi stjórnar SR 27. okt., þar sem þetta mál var rætt frá ýms- um hhðum, og virtist stjórn SR skilja það ástand, sem hér hefði skapast í atvinnumálum, í sam- bandi við síldarleysi fyrir norður- landi síðastliðin ár, þó ekki væri hægt að segja að hún væri þá þegar sammála um hveir leið skyldi farin til úrbóta. Nefndinni er ljóst að næstu daga vom fundir hjá stjórn SR um þetta mál, en á þessum tíma kom tilboð frá Óskari Halldórs- syni um að selja íshús sitt hér á staðnum fyrir 1340 þús. kr., og var í því sambandi sendur verk- fræðingur, Gísli Hermannsson, á vegum SR til Siglufjarðar til að athuga hús Óskars Halldórssonar, og aðra möguleika til að koma hér upp frystihúsi til fiskmóttöku. — Að fenginni skýrslu Giísla Her- mannssonar samþ. stjóm SR með öhum atkvæðum 10. nóv. s. 1., að leggja til við atvinnumálaháðherra að hann beiti sér fyrir því, að Alþingi samþ. lög um stofnun hraðfrystihúss iríkisins í Sigllu- firði, sem rekin verði sem sjálí- stæð ríkisstofnun með sömu stjórn og framkvæmdastjórum sem rikis verksmiðjurnar. Hraðfrystihúsið afkasti 10—15 smálestum af flök- um, miðað við 12 klst. frystitíma. Frystihúsið verði sett upp í mjöl- geymsluhúsi SRN (steinhúsi). — Kostnaðarverð áætlað 4 millj. kr., og er þar innifalið áðurnefnd hús, en mál þetta vísast að öðru leyti til símskeytis, sem lá fyrir bæjar- stjórn 11. nóv. s. 1. Strax að fengnu samþ. bæjar- stjórnar, og þegar vitað var, að stjóm SR hafði skrifað atvinnu- málaráðuneytinu, var gerð tilraun til að ná tali af atvinnu- málaráðherra, Ólafi Thors, en vegna veikinda hans náðist ekki I hann fyrr en 21. nóv. Þann dag fara fram viðræður við ráðhertr- ann og kom þá í ljós, að hann hafði fengdð bréf frá Óskari Hah- dórssyni, þar sem hann býður ís- hús sitt til kaups, og heldur þvi jafnframt fram, að með 6—7 hundruð þúsund kr, lánveitingu mundi hann geta komið húsinu í rekstur mjög fljótlega. Nefndin tjáði ráðherranum þeg- ar álit sitt á þessu máli, sem var það, að hún liti svo á, að þetta tilboð Óskars Halldórssonar leysti ekki þann vanda, sem Siglfirðing- ar væru nú í, vegna vaxandi at- vinnuleysis, og þessvegna mæltist hún eindregið til þess að ráðherr- ann sæi sér fært að leggja til við Alþingi, að ákvöirðun stjórnar SR nái fram að ganga. Eftir nokkrar umræður tjáði ráðherrann nefnd- inni að hann teldi sér skylt að láta afrita bréf frá stjóm SR, ásamt álitsgjörð Gisla Hermanns- sonar og bréf frá Óskari Hatl- dórssyni og senda það meðráð- herrum sínum, og lofaði að greiða fyrir þvi, að það yrði tekið fyrir sem fyrst á fundi ríkisstjórnar- innar. Sama dag var rætt við fjiár- málaráðherra og kom fram hjá honum sú skoðun, að nauðsyn bæri til að ráðstafanir yrði gerðar til úrbóta í atvinnumálum Siglu- fjarðar, og lofaði hann stuðningi sínum við f járhagshlið þessa máls. Eftir að nefnd taréf höfðu verið afrituð og send ráðherrunum var málið rætt í ríkisstjórninni, og kom þar fram ósk um það, að kostnaðaráætlun G:sla Hermanns- sonar væri endurskoðuð. Þessi til- mæli voru send SR, sem lét þá þegar Jóhannes Zöega, verkfræð- ing, yfirfara áætlunina, og stóðst hún i öllum aðalatriðum. Stjórn SR hraðaði þessu svari til ríkisstjórnarinnar og átti nefnd in tal við atvinnumálaráðherra og forsætisráðherra, sem lýstu því yfiir, að þeir væru fylgjandi mál- inu eins og það nú lægi fyrir. Ennfremur tjáðu ráðherramir, að skrifstofustjórar atvinnu- og félagsmálaráðuneytanna, þeir Gunnlaugur Brim og Jónas Guð- mundsson væru að semja þings- ályktunartillögu, sem flutt yrði við þiriðju umræðu fjárlaganna á þessu Alþingi, sem nú situr. Með tilliti til framangreindra upplýsingia taldi nefndin að mál þetta væri komið í það örugga höfn, að hún þyrfti ekki að dvelja lengur í Reykjavík, til að bíða eftir lokaafgreiðslu málsins á Al- iþingi. J (Framhald á 2. «íðu) 1

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.