Einherji


Einherji - 08.12.1953, Blaðsíða 2

Einherji - 08.12.1953, Blaðsíða 2
EINHERJI 2 F'réttatilkynning frá Landsbanka Islands um Bætur á sparifé Samkvæmt lögum um gengis- skráningu, stóreignaskatt o.fl., nr. 22/1950, 13. gr., svo og bráða- 'birgðalögum 20. apríl 1953, á að verja 10 milljónum króna af skatti þeim, sem innheimtist sam- kvæmt lögunum til þess að bæta verðfall, sem orðið hefur á spari- fé einstaklinga.^ Landsbanka íslands er með fyrr greindum lögum falin framkv. iþessa máls. Frestur sá, sem settur var upp- haflega til að sækja um bæturnar, hefur nú, skv. ákvörðun viðskipta- málaráðuneytisins, verið fram- lengdur til næstu áramóta. Hér á eftir er gerð stutt girein fyrir regilum þeim, er gilda um greiðslu bóta á sparifé. Skilyrði bótaréttar. 1) Bótarétt hafa aðeins ein- staklingar, sem áttu sparifé 1 sparifjánreikningum innlánsstofn- ana eða í verzlunarreikningum fyrirtækja á tímabilinu 31. des. 1941 til 30. júni 1946. Innstæður á sparisjóðsávísanabókum eru bótaskyldar, en hins vegar greið- ast ekki bætur á innstæður í hlaupareikningum og hliðstæðum reikningum. 2) Bætur greiðast á heildar- sparif járeign hvers aðila í árslok 1941, svo framarlega sem heildar- sparifjáreign hans 30. júní 1946 er að minnsta kosti jafnhá heild- arupphæðinni á fyrri tímamörk- unum. En sé iheildarspariféð lægra 30. júní 1946 en það vair i árslok 1941, þá eru bæturnar mið- aðar við lægri upphæðina. 3) Ekki eru greiddar bætur á heildarsparifjáreign, sem var lægri en kr. 200.00 á öðru hvoru tímamairkinu eða þeim báðum. 4) Skilyrði bóta er, að spari- féð hafi verið talið fram til skatts á tímabilinu, sem hér um ræðir. Þetta skilyrði nær þó ekki til sparifjáreigenda, sem voru jmgiri en 16 ára í lok júnímán- aðajr 1946 . 5) Bótarétt hefur aðeins spari- fjáreigandi sjálfur á hinu um- rædda tímabiíi, eða ef hann er látinn, lögerfingi hans . 6) Bótakröfu skal lýst í síðasta lagin liinn 31. des. 1953, að við- ilögðum kröfumissi, til þeirrar inn- lánsstofnunar (verzlunarfyrirtæk- is), þar sem innstæða var á tíma mörkunum, 31. desember 1941 og (eða) 30. júní 1946. Umsóknareyðublöð fás í öllum sparisjóðsdeildum bankanna, spari sjóðum og innlánsdeildum sam- vinnufélaga. Sérstök athygli skal vakin á því, að hver umsækjandi skal útfylla eitt umsóknareyðu- blað fyrir hverja innlánsstofnun (verzlunarfyrirtæki), þar sem hann átti innstæðu eða innstæður, sem hann óskar eftir að komi til greina við úthlutun bóta. Að öðru leyti vísast til leiðbein- inganna á umsóknareyðublaðinu. Heimilt er að greiða bætur þess- ar í ríkisskuldabréfum. Eftir lok kröfulýsingafrestsins verður tilkynnt, hvenær bóta- greiðslur hefjast og hvar þær verða inntar af hendi. Landsbankl íslajids. Tilkynning um sparifjáreigenda Athygli sparifjáreiganda er vakin á því, að frestur til að sækja um bætur á sparifé hefur, samkvæmt ákvörðun viðskiptamálaráðu- neytisins, verið framlengdur til næstu áramóta. Þeir einir, sem áttu sparifé í innlánsstofnunum frá 31. desember 1941 til 30. júní 1946, eiga rétt til bóta. Sjá fréttatilkynningu bankans um mál þetta. , ! LANDSBANKI ÍSLANDS Kjörskrá Sigiufjarðarkaupstaðar til bæjarstjórnarkosninga og atkvæðagreiðslu um lokim útsölu Áfengisverzlunar ríldsins í Siglufirði, liggur frammi á bæjarskrifstof- unni til athugunar fyrir kjósendur frá 1. desemer til 30. desember n.k. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu liafa borizt Bæjarstjórn Siglu- fjarðar eigi síðar en þrem vikum fyrir kjördag, eða í síðasta Iagi laugardaginn 2. janúar 1954. Athygli skal vakin á því, að heimilisföng miðast við manntöl haustið 1952. Siglufirði, 25. nóvember 1953. Bæjarstjórinn í Siglufirði JÓN KJARTANSSON KARTÖFLUGEYMSLAN er opin alla MIÐVIKUDAGA frá kl. 1—5 síðdegis. BÆJARSTJÓRI Hraðfrystihúsið (Frh. af 1. síðu) Nefndin vill taka það fram í sambandi við þetta mál, að hún naut þar mikilvægs stuðnings við- skiptaframkvæmdastjóra Síldar- verksmiðja ríkisins, Sigurðar Jóns sonair, og ber að þakka þau störf hans. Að framanrituðu sézt, að í árs- lok 1951 töldu nefndarmenn, að ,,mál þetta væri komið í örugiga höfn“. Þó varð nokkur dráttur á að framkvæmdir hæfust. Orsakir þess dráttar voru vissulega marg- ar, og meðal þeirra áróður vissra afla í þá átt að stöðva málið eða sveigja það inn á brautir, sem bæjarstjórnin var andvíg. Jón Kjartansson, bæjarstjóri þurfti á s. 1. ári að vera í blaða- deilum um þetta stóra hagsmuna- mál Siglfirðinga, og að verja þar málstað Siglfirðingfl. Þar ræddi hann m.a. þessa spurningu: VAR IIRAÐI'IIYSTIIIÚS Á VEGUM SR RÉTTA LEIÐIN? Þar segir svo: „Eg þykist hér að framan hafa fært fyllstu rök að því, að það var þörf á að stofna nýtt hraðfrystihús í Siglu- ! firði. — Þá kemur að þvi, að at- hugað sé, hvort sú leið, sem farin var í þessu máli, hafi verið hin rétta. Siglfirðingum virðist að um tvær leiðir hafi verið að ræða í þessu máli: Byggja nýtt hrað- frystihús á vegum Siglufjarðar- kanupstaðar og útgerðarfyrir- tækja hans, eða að búa einhverja af hinum auðu mjölskemmum sUd arverksmiðja rlkisins hraðfrysti- tækjum. Það skal játað hér, að æskilegt hefði verið, að bæjarút- gerð Siglufjarðar og síldarverk- smiðja Siglufjarðarkaupstaðar — Rauðka — hefðu sjálfar byggt margnefnt hraðfrystihús — en ÞVÍ VAR EKKI AÐ IIEILSA SÖKUM FJÁRSKORTS. Sú leið var því farin, að skora á ríkisstjórnina og stjóm SR, að breyta auðri geymslu í hraðfrysti hús. Við þetta sparaðist verð húss ins, eða rúm ein millj. kr. Það réð baggamunin. Það gengur nógu erfiðlega að útvega fé til að full- gera hið nýja hraðfrystihús SR, hvað þá, ef þurft hefði að fá a.m.k. eina millj. kr. í viðbót, en það hefði þurft, ef ráðist hefði verið í nýja hraðfrystihúsbygg- ingu frá grunni. VÍÐ ERUM ÁKVEÐNIR I AÐ BOGNA EKKI 1 niðurlagi þessarar greinar segár ennfremur: „Við erum á- kveðnir í að bogna ekki. Við erum allir sameinaðir um að mæta örðugleikunum og útrýma höfuð- vágestinum, atvinnuleysinu, með öllu, hvort sem okkur tekst það eða ekki. Stofmm og stajrfræksla hins nýja hraðfrystihúss er einn þátturinn í þeirri baráttu." TVÖ ÁR ERU LIÐIN síðan baráttan fyrir byggingu hraðfrystihússins hófst. — Fjöl- margir töldu samþykktina um byggingu hraðfrystihúss draum en ekki veruleika — og það fyrir- fundust menn sem töldu sam- þykktina ,,á þessum erfiðleikatím- um“ hreina fjarstæðu. Nú er þessi dramnur orðin að veruleika. — Þökk sé öllum þeim, sem að þessu máli Iiafa dyggilegast unnið. HRAÐFRYSTIHÚSIÐ ER EITT AF FULLKOMNUSTU HRAÐ- FRYSTIHÍJSUM LANDSINS Stærð hússins er 1100 ferm., en 6600 rúmmetrar. Vinnusalur er 300 ferm. Móttökusa-lur fytrir fisk rúmar 180 tonn fiskjar. Hraðfrystitæki hússins eru 10, og byggð hér á Siglufirði (á verk- stæði SR). Frystivélar hússins eru þýzkar, 3 að tölu. Heildarafköst hússins eru samtads 15 tonn af flökum á sólarhtring, miðað við 8 stunda vinnudagi. HRlMNIR OG ÍSAFOLD Þegar ákveðið var að byggja nýja hraðfrystihúsið, óttuðust margir, að íshúsin, sem fyrir vorv. ií bænum, fengju ekki nægiiegt. hráefni, og hið nýja hraðfrysti- hús yrði byggt óbeint á kostnað þeirra. Reynslan hefur skorið úr þessu S'iðan hiraðfrystihús SR tók til starfa, hafa þau íshús sem fyrir voru, jafnan fengið hráefni til vinnslu. Bygging hraðfrystihússins fjölgar því vinnsludögum hjá Isafold og Hrímni. AUKA ÞARF BÁTAFLOTANN Næsta sporið sem stíga þarí er að auka sigilfirzka bátaflotann. Bæjarstjórnin vinnur nú að þvi, að það megi takast. Um það mál verður nánar rætt í næstu blöð- um. HERVERNDIN (Framhald af 4. síðu) Að sjálfsögðu tekur það ein- hvern tíma að ibreyta venjum sem skapast hafa, en það er von allra, að sá gagnkvæmi skilningur megi skapast, að fyrirhugaðar breyt- ingar takist. Ábyrgðarmaður: RAGNAR JÓHANNESSON

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.