Einherji


Einherji - 08.12.1953, Blaðsíða 4

Einherji - 08.12.1953, Blaðsíða 4
EINHERJI ' 4 Framkvœmd herverndarsamningsins Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra Eins og, kunnugt er, hefir her- varnarsamningurinn verið í gildi í 2V-i ár. Þó það sé vitað, og stað- fest, að meirihluti Islendinga vilji að ísland sé þátttakandi í öryggis- ráðstöfunum, þá hefir reynslan sýnt, að framkvæmd samningsins hefir ekki verið þannig, að Islend- ing,ar geti unað við hana. Eramsöknarflokkurinn hefir fyrir nokkru samþykkt tillögur um framkvæmd varnarsamnings- ins og fara þær hér á eftir. TILLÖGUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS 1. að stjórn varnarmála verði enduirsipulögð og þau falin sér- stakri stjórnardeild. 2. Að framkvæmdum vamarliðs- ins þé þannig hagað, að ékki þurfi að flytja inn erlent verka fólk vegjna þeirra, enda sé jafnframt höfð hliðsjón af vinnuaflsþörf íslenzkra atvinnu vega á hverjum tíma. Jafn- framt sé lögð áherzla á að haga framkvæmdunum þannig, að þær geti komið þjóðinni að gagni til annars en landvarna. Brottflutningur erlends verka- fólks, sem nú starfar að fram- kvæmdum fyrir vamarliðið, verði hafinn sem fyrst. 3. Að íslenzka ríkið annist gerð og viðhald mannvirkja fyrir varnarliðið, svo sem nú á sér stað um vegagerð vegna fyrir- hugaðra radarstöðva. 4. Að varnarsvæðin verði skipu- iögð þannig, að dvalarsvæði varnarliðsins og útlendra manna 'í þjónustu þess verði svo glöggt aðgreind frá dval- arsvæðum íslenzkra stairfs- manna, að auðveldara verði um eftirlit á mörkum þessara svæða. 5. Að settar verði regilur um leyfisferðir vamarliðsmanna utan samningssvæðanna, enda gildi þæir reglur einnig um er- lenda verkamenn, sem dvelj- ast á vegum vamarliðsins. — Reglur þessar miði að því að hindra óþörf samskipti lands- manna og varnarliðsins og, tak- marki dvöl þess við þá staði, sem það hefur til afnota. 6. Að athugaðir verði möguleikar á, að Islendingar annist fyrir vamarliðið stairfrækslu fyrir- hugaðra radarstöðva, — svo og önnur tiltekin störf í sam- bandi við vamimar, — enda verði hafinn undirbúningur að sérmenntun íslenzkra manna í því skyni eftir þvi sem með þarf. tTVARPSUMRÆÐURNAR 19. nóv. s.l. fóru fram umræður á Alþingi, sem var útvarpað um J>ingsályktunartillögu frá þing- mönnum „Þjóðvarnar" um endur- skoðun á hervemdarsamningnum með það fyrir augum að segja honum upp. Af hálfu Framsóknarflokksins töluðu utanríkisráðherrann Dr. Kristinn Guðmundsson og, fyirrv. ráðherra Hermann Jónasson. Ræður þeirra vom hinar snjöll- ustu. Utanríkisráðh. sagði m.a. ■þetta um þær tillögur, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir lagt fram varðandi vamarmálin og birtar em hér að framan: „Til nánari skýringar hinna ein- stöku liða, vil ég taka eftirfarandi fram. 1 stjórnarsamningnum var gert ráð fyrir því, að sérstök deild í utanríkisráðuneytinu væri stofnuð til þess að sjá um fram- kvæmd vamarsamningsins ein- göngu. Deild þessa er nú verið að stofna og mun hún eingöngu fást við þau mál, sem af varnar- samningnum leiða og áður hafa verið framkvæmd í ýmsum ráðu- neytum. Ennfremur hefur verið stofnað til skrifstofu á KeflaVíkur flugvelli, sem raunar er aðeins vísir að fullkomnari skrifstofu, sem þar á að starfa og taka að sér að greiða úr hinum ýmsu vandamálum, sem risa kunna á flugvellinum. Um 2. liðinn í tillögunni vil ég taka eftirfarandi fram: Framkvæmdir á vegum varnar- liðsins hafa ekki verið skipulagð- ar á þann hátt, sem æskilegt er frá íslenzku sjónarmiði. Er hér átt við það, hve mikið er unnið á hverjum t'íma. Það verður að vekja athygli Bandaríkjanna á því að framkvæmdir þær, sem vamar- liði§ hefur «ieð höhðúm, eru svo stórfelldar, miðað við atvinnulíf Islendingia, að mikill hraði í þeim framkvæmdum hlýtur að valda skaðlegri truflun islenzks atvinnu- lífs, óeðlilegum fólksflutningum og jafnvel kollvarpa viðleitni ríkis stjórnarinnar til að halda jafn- vægi í efnahagsmálum. Velferð íslenzkira atvinnuvega krefst þess, að framkvæmdum varnarliðsins sé dreift og jafnað á það langan t'íma, að ekki hljótist tjón af, jafmframt því, sem þess er vænzt, að framkvæmdunum verði, eftir því sem við verður komið, hagað svo, að þær geti orðið að gagni, þótt þeirra þurfi ekki við í land- inu til varnar í framtíðinni. Um 3. liðinn vil ég gefa þessar skýringar: Stjóm og umsjón framkvæmd- anna er nátengd því efni, sem rætt var hér á undan. Það er ekki hægt að sætta sig við það fyrirkomulag, sem verið hefur, að bandarískur verktaki annist framkvæmdirnar eða semji um þær við íslenzkan verktaka. Því er það lagt til, að íslenzka ríkið taki að sér að sjá um framkvæmd irnar fyrir vamarliðið, að sjálf- sögðu eftir þess fyirirsögn og sam- kvæmt samning.um svipuðum þeim, sem gerðir vom við íslenzku vegamálastjómina um vegalagn- ingu til fyrirhugaðra radarstöðva á Norðaustur- og Suðausturlandi. Það færi svo eftir atvikum, hvort ríkisstjóm léti ríkisstofnanir (svo sem hafnarmálastjóm, vegamála- stjóra, húsameistara ríkisins, raf- orkumálastjóra, flugvallarstjóra o.s.frv.) annast framkvæmdirnar eða byði þær út. Þetta fyrirkomu- lag’ hefur þann kost, að auðvelt er að skipuleggja yinnuaflið eftir þörfum og auk þess væm þá þeir sambúðarerfiðleikar úr sögunni, sem skapast hafa innanlands í sambandi við núverandi verktaka. Um 4. lið er þetta að segja: Á Keflavlkurflugvelli skortir staðarlega aðgreiningu milli dval- ar- og athafnasvæða Bandaríkja- manna og Islendinga. Þetta hefur meðal annars þær afleiðingar, að tollgæzla, löggæzla og, annað eftir- lit af hálfu íslendinga er ekki framkvæmanlegt á þann hátt, að við verði unað. Þess vegna þarf að skipuleggja dvalar- og athafna svæði þessi, — aðgreina þau og haga byggingum o annarri starf- semi I samræmi við þá skipulagn- ingíu. Um 5. lið vil ég segja eftirfar- andi: Af hálfu Islands em mjög mikil vandkvæði á því að leyfa Banda- ríkjamönnum af Keflavíkursvæð- inu dvöl utan svæðisins. Eg hef fullan skilning á aðstöðu þeirra einstaklinga, er hér gegna þjón- ustu í varnarliðinu eða vinna að framkvæmdum á veg,um þess og líta á sig sem boðna gesti í landi vinveittrar þjóðar. En af þjóð- ernislegum ástæðum verður að gera hér á miklumeiri takmark- anir en verið hafa. Það er því skoðun mín, byggð á reynslu, að ísland verði að ákveða þessar takmarkanir, þótt að sjálfsögiðu myndi haft um þær samráð við stjó-m varnarliðsins. Myndi þá heppilegast að leyfisferðir yrðu háðar sérstökum leyfum hverju sinni og væri fyrirfram skipu- lagðar. Um 6. lið er þetta að segja: Nú er fyrirhugað að byggja þrjár radarstöðvar á Norðvestur- Norðaustur- og Suðausturlandi og, var þegar samið um byggingu þeirra, er varnarsamningurinn var gerður, enda voru þær þá taldar eitt frumskilyrði þess, að vöm landsins væri framkvæmanleg. — Þessar stöðvar eru í mjög strj,M- ibýlum og fámennum byggðarlög- um. Það er því skoðun mín, að starfslið þeirra verði að vera skipað íslendingum, að minnsta kosti að mestu leyti, enda takist að ráða, eða þjálfa nógu marga Islendinga til slíkra starfa. Fleiri störf gætu og komið til greina, sem vamarliðið hefir nú með höndum, og ekki ti'lheyrir þó beinni hermennsku, en ekki er þó hægt að ræða þau atriði nánar nú. iÞví miður er ekki unnt að rekja hér ræðu ráðherrans nákvæmlega, sökum þrengsla í blaðinu, en það sem hér hefir verið rakið, sýnir glöggt, að fyrir forgöngu Framsóknar- flokksins er hafin breyting á framkvæmd hervamarsamn- ingsins. (Framhald á 2. síðu)

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.